Vaktin: Rússar brjálaðir eftir að Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason og Smári Jökull Jónsson skrifa 16. mars 2022 16:50 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseta vera stríðsglæpamann og það voru yfirvöld í Kreml ekki ánægð með. Vísir/AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa bandaríska þingið í dag og þess er vænst að hann muni enn og aftur biðla til Vesturveldanna að „loka lofthelginni“ yfir Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden kallaði Vladimír Pútín stríðsglæpamann í dag en Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki verið stóryrtir um meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi segja ummælin ófyrirgefanleg. Fréttir bárust af því að tíu óbreyttir borgarar hefðu látist í Chernohiv þar sem þeir stóðu í röð að bíða eftir brauði. Rússar neita ábyrgð á árásinni og segja fréttirnar falsfréttir úr herbúðum Úkraínu. Sprengju var varpað á leikhús í Maríupól í dag sem notað var sem neyðarskýli fyrir óbreytta borgara. Þá var sprengjum varpað á íbúa borgarinnar sem voru á flótta til Zaporizhzhya Selenskí ávarpaði bandaríska þingmenn í dag og kallaði enn og aftur eftir flugbanni yfir Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja að slíkar aðgerðir fælu í raun í sér stríð við Rússa. Selenskí er einnig sagður munu óska eftir því að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sjái Úkraínumönnum fyrir herþotum en báðum ofangreindum óskum hefur áður verið hafnað með þeim rökum að Nató verði að forðast að blanda sér með beinum hætti í átökin. Fregnir hafa borist af því að kínverskur blaðamaður sé í fylgd með rússneskum hersveitum við Maríupól, þar sem þúsundir eru sagðir hafa látist af höndum innrásarhersins. Lu Yuguang starfar fyrir Phoenix TV og hefur flutt fréttir frá borgum sem hafa sætt árásum Rússa. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Helstu vendingar: Joe Biden kallaði Vladimír Pútín stríðsglæpamann í dag en Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki verið stóryrtir um meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi segja ummælin ófyrirgefanleg. Fréttir bárust af því að tíu óbreyttir borgarar hefðu látist í Chernohiv þar sem þeir stóðu í röð að bíða eftir brauði. Rússar neita ábyrgð á árásinni og segja fréttirnar falsfréttir úr herbúðum Úkraínu. Sprengju var varpað á leikhús í Maríupól í dag sem notað var sem neyðarskýli fyrir óbreytta borgara. Þá var sprengjum varpað á íbúa borgarinnar sem voru á flótta til Zaporizhzhya Selenskí ávarpaði bandaríska þingmenn í dag og kallaði enn og aftur eftir flugbanni yfir Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja að slíkar aðgerðir fælu í raun í sér stríð við Rússa. Selenskí er einnig sagður munu óska eftir því að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sjái Úkraínumönnum fyrir herþotum en báðum ofangreindum óskum hefur áður verið hafnað með þeim rökum að Nató verði að forðast að blanda sér með beinum hætti í átökin. Fregnir hafa borist af því að kínverskur blaðamaður sé í fylgd með rússneskum hersveitum við Maríupól, þar sem þúsundir eru sagðir hafa látist af höndum innrásarhersins. Lu Yuguang starfar fyrir Phoenix TV og hefur flutt fréttir frá borgum sem hafa sætt árásum Rússa. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira