Vaktin: „Með svona bandamenn munum við vinna þetta stríð“ Eiður Þór Árnason, Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 15. mars 2022 16:25 Forsætisráðherrar Tékklands, Slóveníu og Póllands funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í dag og lofuðu honum stuðningi. Getty/Anadolu Agency Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur hvatt rússneska hermenn til að gefast upp. Sagði hann í ávarpi seint í gærkvöldi að komið yrði fram við þá eins og manneskjur, ólíkt því hvernig rússneski herinn hefði komið fram við Úkraínumenn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí ávarpaði þing Kanada í dag þar sem hann kallaði enn og aftur eftir flugbanni yfir Úkraínu og sagði minnst 97 börn hafa fallið í árásum Rússa. Stór floti rússneskra skipa stefndi á borgina Odessa fyrr í dag, mögulega til að setja hermenn á land við borgina. Selenskí segir viðræður milli Úkraínumanna og Rússa munu halda áfram í dag. Það samtal sem hefði átt sér stað í gær hefði farið „frekar vel“. Forsetinn sagði stríðið orðið að martröð fyrir Rússana og að fleiri rússneskir hermenn hefðu fallið í innrásinni en í báðum stríðum Rússa í Téténíu. Bandaríkjamenn óttast að Kínverjar hafi nú þegar ákveðið að koma Rússum til aðstoðar en Oleksiy Arestovich, ráðgjafi á úkraínsku forsetaskrifstofunni, segist vonast til þess að bágar aðstæður rússneskra hersveita muni leiða til friðarsamkomulags í síðasta lagi í maí. Joe Biden Bandaríkjaforseti íhugar nú að sækja Evrópu heim til að ræða við leiðtoga þar. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Rússar í basli með birgðir og liðsauka Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí ávarpaði þing Kanada í dag þar sem hann kallaði enn og aftur eftir flugbanni yfir Úkraínu og sagði minnst 97 börn hafa fallið í árásum Rússa. Stór floti rússneskra skipa stefndi á borgina Odessa fyrr í dag, mögulega til að setja hermenn á land við borgina. Selenskí segir viðræður milli Úkraínumanna og Rússa munu halda áfram í dag. Það samtal sem hefði átt sér stað í gær hefði farið „frekar vel“. Forsetinn sagði stríðið orðið að martröð fyrir Rússana og að fleiri rússneskir hermenn hefðu fallið í innrásinni en í báðum stríðum Rússa í Téténíu. Bandaríkjamenn óttast að Kínverjar hafi nú þegar ákveðið að koma Rússum til aðstoðar en Oleksiy Arestovich, ráðgjafi á úkraínsku forsetaskrifstofunni, segist vonast til þess að bágar aðstæður rússneskra hersveita muni leiða til friðarsamkomulags í síðasta lagi í maí. Joe Biden Bandaríkjaforseti íhugar nú að sækja Evrópu heim til að ræða við leiðtoga þar. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Rússar í basli með birgðir og liðsauka Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira