Starfsmaður rússneska ríkissjónvarpsins mótmælti stríðinu í beinni útsendingu Eiður Þór Árnason skrifar 14. mars 2022 22:16 Ovsyannikova náði að koma skilaboðum sínum á framfæri á þessari aðalsjónvarpsstöð rússneskra yfirvalda áður en klippt var í burtu og hún fjarlægð. Kona truflaði fréttaútsendingu rússnesku ríkisstöðvarinnar Channel One Russia um klukkan 21:30 að staðartíma í kvöld til að mótmæla stríðinu í Úkraínu. Konan starfar hjá sjónvarpsstöðinni að sögn mannréttindalögfræðingsins Pavels Chikov og OVD-Info, sjálfstæðs mannréttindahóps sem vaktar mótmæli í Rússlandi. Í myndskeiði sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum sést Marina Ovsyannikova standa fyrir aftan fréttaþul hrópandi „nei við stríði“ og “stöðvum stríðið.“ Á skilti sem hún heldur á má lesa „Ekkert stríð. Stöðvum stríðið. Ekki trúa áróðrinum sem þau eru að ljúga að ykkur hér“ og er það undirritað „Rússar gegn stríðinu.“ pic.twitter.com/3EMbhSdIGU— (@YaroslavConway) March 14, 2022 Max Seddon, fréttamaður Financial Times í Moskvu, segir að Ovsyannikova sé komin á lögreglustöð og muni njóta aðstoðar málsvarnarsjóðs Pavels Chikov. Rússneska ríkisfréttastofan TASS greinir frá því að Channel One sé með málið til rannsóknar. Í myndskeiði sem Ovsyannikova virðist hafa tekið upp í tengslum við atvikið segir hún stríðið í Úkraínu vera glæp sem sé einungis á ábyrgð Vladimirs Pútín Rússlandsforseta. Hún segir að faðir hennar sé úkraínskur og móðir rússnesk en þau hafi aldrei verið óvinir. Ovsyannikova biðst afsökunar á því að hafa starfað fyrir ríkisfréttastofuna þar sem hún hafi flutt áróður rússneskra stjórnvalda. Hún skammist sín fyrir að eiga þátt í því að stöðin hafi logið að landsmönnum. Marina Ovsyannikova, the woman who ran onto a live state TV news broadcast, even recorded a message beforehand. In it, she says her father is Ukrainian. She calls for anti-war protests, says she s ashamed about working for Kremlin propaganda, and she denounces the war absolutely. pic.twitter.com/nOpUY9bH74— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 14, 2022 „Við sögðum ekkert árið 2014 þegar þetta byrjaði. Við mótmæltum því ekki þegar ráðamenn í Kreml eitruðu fyrir Navalny. Við bara sátum og horfðum þögul á þessa ómanneskjulegu stjórnarhætti. Nú hefur allur heimurinn snúið baki við okkur og tíu kynslóðir afkomenda munu ekki hreinsa skömm þessa frændvígastríðs af sér.“ Innan við tveimur klukkustundum eftir að Ovsyannikova birtist á skjáum landsmanna höfðu yfir 4.600 manns skilið eftir athugasemdir á Facebook-síðu hennar og þakka margir henni fyrir hugrekkið. Mannréttindalögfræðingurinn Pavel Chikov segir að Ovsyannikova hafi verið handtekin og sé komin í hendur innanríkisráðuneytisins. Gerir hann ráð fyrir því að hún hafi verið ákærð fyrir brot á nýrri löggjöf sem er ætlað að koma í veg fyrir fólk komi óorði á aðgerðir rússneskra hermanna, dreifi „fölskum upplýsingum“ um rússneskar hersveitir eða kalli eftir að bundinn verði endi á hernaðaraðgerðir. Fólk sem hlýtur dóm fyrir brot á lögunum getur átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Fjölmiðlar Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Í myndskeiði sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum sést Marina Ovsyannikova standa fyrir aftan fréttaþul hrópandi „nei við stríði“ og “stöðvum stríðið.“ Á skilti sem hún heldur á má lesa „Ekkert stríð. Stöðvum stríðið. Ekki trúa áróðrinum sem þau eru að ljúga að ykkur hér“ og er það undirritað „Rússar gegn stríðinu.“ pic.twitter.com/3EMbhSdIGU— (@YaroslavConway) March 14, 2022 Max Seddon, fréttamaður Financial Times í Moskvu, segir að Ovsyannikova sé komin á lögreglustöð og muni njóta aðstoðar málsvarnarsjóðs Pavels Chikov. Rússneska ríkisfréttastofan TASS greinir frá því að Channel One sé með málið til rannsóknar. Í myndskeiði sem Ovsyannikova virðist hafa tekið upp í tengslum við atvikið segir hún stríðið í Úkraínu vera glæp sem sé einungis á ábyrgð Vladimirs Pútín Rússlandsforseta. Hún segir að faðir hennar sé úkraínskur og móðir rússnesk en þau hafi aldrei verið óvinir. Ovsyannikova biðst afsökunar á því að hafa starfað fyrir ríkisfréttastofuna þar sem hún hafi flutt áróður rússneskra stjórnvalda. Hún skammist sín fyrir að eiga þátt í því að stöðin hafi logið að landsmönnum. Marina Ovsyannikova, the woman who ran onto a live state TV news broadcast, even recorded a message beforehand. In it, she says her father is Ukrainian. She calls for anti-war protests, says she s ashamed about working for Kremlin propaganda, and she denounces the war absolutely. pic.twitter.com/nOpUY9bH74— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 14, 2022 „Við sögðum ekkert árið 2014 þegar þetta byrjaði. Við mótmæltum því ekki þegar ráðamenn í Kreml eitruðu fyrir Navalny. Við bara sátum og horfðum þögul á þessa ómanneskjulegu stjórnarhætti. Nú hefur allur heimurinn snúið baki við okkur og tíu kynslóðir afkomenda munu ekki hreinsa skömm þessa frændvígastríðs af sér.“ Innan við tveimur klukkustundum eftir að Ovsyannikova birtist á skjáum landsmanna höfðu yfir 4.600 manns skilið eftir athugasemdir á Facebook-síðu hennar og þakka margir henni fyrir hugrekkið. Mannréttindalögfræðingurinn Pavel Chikov segir að Ovsyannikova hafi verið handtekin og sé komin í hendur innanríkisráðuneytisins. Gerir hann ráð fyrir því að hún hafi verið ákærð fyrir brot á nýrri löggjöf sem er ætlað að koma í veg fyrir fólk komi óorði á aðgerðir rússneskra hermanna, dreifi „fölskum upplýsingum“ um rússneskar hersveitir eða kalli eftir að bundinn verði endi á hernaðaraðgerðir. Fólk sem hlýtur dóm fyrir brot á lögunum getur átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Fjölmiðlar Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira