Viðræður Úkraínumann og Rússa halda áfram og Bandaríkjamenn biðla til Kínverja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2022 06:32 Úkraínskir hermenn skýla sér fyrir skotárás Rússa í Irpin, nærri Kænugarði. AP/Felipe Dana Fulltrúar Úkraínu og Rússlands munu ræða saman í dag í gegnum fjarfundabúnað, segir Mykhailo Podoliak, ráðgjafi Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Talsmenn beggja þjóða hafa sagt eitthvað orðið ágengt, jafnvel þótt engar vísbendingar séu uppi um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. Podoliak segir vinnuhópa hafa verið að störfum til að fara yfir ýmis mál og að farið verði yfir þau atriði í viðræðunum við Rússa í dag. Podoliak og fulltrúi Rússa sögðu báðir yfir helgina að aðilar hefðu þokast nær hvor öðrum og sagðist Podoliak eiga von á því að viðræðurnar myndu skila einhverri niðurstöðu á næstu dögum. Talsmenn stjórnvalda í Frakklandi og Þýskalandi sögðu hins vegar að Pútín hefði ekki sýnt mikinn vilja til að láta af hernaðaraðgerðum í Úkraínu, þegar hann ræddi við Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í gær. Annar mikilvægur fundur mun eiga sér stað í dag þegar Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta, mun hitta kollega sinn frá Kína, Yang Jiechi, í Róm. Rússar eru sagðir hafa biðlað til Kína um vopn en Bandaríkjamenn munu fara fram á að Kínverjar blandi sér ekki í átökin. Sullivan sagði í samtali við CNN um helgina að Bandaríkin hefðu nú þegar varað Kínverja við því að aðstoða Rússa við að komast framhjá eða milda áhrif efnahagslegra refsiaðgerða Vesturveldanna. Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Kína Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira
Podoliak segir vinnuhópa hafa verið að störfum til að fara yfir ýmis mál og að farið verði yfir þau atriði í viðræðunum við Rússa í dag. Podoliak og fulltrúi Rússa sögðu báðir yfir helgina að aðilar hefðu þokast nær hvor öðrum og sagðist Podoliak eiga von á því að viðræðurnar myndu skila einhverri niðurstöðu á næstu dögum. Talsmenn stjórnvalda í Frakklandi og Þýskalandi sögðu hins vegar að Pútín hefði ekki sýnt mikinn vilja til að láta af hernaðaraðgerðum í Úkraínu, þegar hann ræddi við Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í gær. Annar mikilvægur fundur mun eiga sér stað í dag þegar Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden Bandaríkjaforseta, mun hitta kollega sinn frá Kína, Yang Jiechi, í Róm. Rússar eru sagðir hafa biðlað til Kína um vopn en Bandaríkjamenn munu fara fram á að Kínverjar blandi sér ekki í átökin. Sullivan sagði í samtali við CNN um helgina að Bandaríkin hefðu nú þegar varað Kínverja við því að aðstoða Rússa við að komast framhjá eða milda áhrif efnahagslegra refsiaðgerða Vesturveldanna. Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Kína Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira