Missti annað barnið sitt í sprengjuárás Rússa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. mars 2022 23:00 Anastasiya Erashova situr með barn sitt sem lifði sprenjuárásina af á spítala í Mariupol. ap/evgeniy maloletka Pútín Rússlandsforseti sýndi engan vilja til að binda enda á stríðið við Úkraínu að sögn franskra yfirvalda en Pútín átti símafund með Frakklandsforseta og kanslara Þýskalands í dag. Árásir Rússa á nokkrar úkraínskar borgir færðust mjög í aukana í morgun. Við vörum við myndefni sem fylgir myndbandinu í fréttinni. Í því má sjá hvernig var umhorfs í úkraínsku borginni Mariupol í gær, sem er umsetin af Rússum. Eftir um tvær vikur af stanslausum árásum Rússa á borgina eru borgarbúar orðnir uppgefnir. Þeir hafa verið án vatns, hita og rafmagns í marga daga. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa nú fleiri en 1.500 almennir borgarar látið lífið í stríðinu og þar af 42 börn. Hver færir okkur börnin okkar aftur? Anastasiya Erashova, ung móðir, missti annað barn sitt í sprengjuárásum á Mariupol í gær. „Við fórum heim til bróður míns öll saman. Konur og börn leituðu skjóls neðanjarðar og svo laust sprengjuvarpa húsið. Við vorum föst neðanjarðar og tvö börn létust. Enginn gat bjargað þeim,“ segir Anastasiya. „Ég veit ekki hvert ég á að flýja. Hver færir okkur börnin okkar aftur? Hver?“ Enginn vill gefa eftir Á símafundi sem Emanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskannslari áttu með Pútín í dag báðu þeir hann að hætta umsátrinu um Mariupol. Að þeirra sögn sýndi Pútín engan vilja til að binda enda á stríðið í bráð. Forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í dag og sagði úkraínska herinn hafa náð sögulegum árangri gegn Rússum. „Afhroðið sem rússneski herinn hefur beðið er gríðarlegt. Tjónið sem innrásarliðið hefur orðið fyrir á sautján dögum er slíkt að það er óhætt að segja að þetta sé mesta áfall sem rússneski herinn hefur orðið fyrir í áratugi. Þeir hafa aldrei tapað svo miklu á svo stuttum tíma,“ sagði Volodymyr Zeleskyy. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í sjónvarpsávarpi í dag að Úkraínumenn mættu ekki láta deigan síga. AP/forsetaembætti Úkraínu Árásir Rússa á margar úkraínskar borgir færðust í aukana í dag og þá virðist Rússum orðið nokkuð ágengt á svæðum í kring um höfuðborgina Kænugarð. „Við höfum engan rétt á að draga úr vörnum okkar. Sama hversu erfitt það er. Við höfum engan rétt á að draga úr krafti mótspyrnunnar,“ sagði Zelenskyy. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Í því má sjá hvernig var umhorfs í úkraínsku borginni Mariupol í gær, sem er umsetin af Rússum. Eftir um tvær vikur af stanslausum árásum Rússa á borgina eru borgarbúar orðnir uppgefnir. Þeir hafa verið án vatns, hita og rafmagns í marga daga. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa nú fleiri en 1.500 almennir borgarar látið lífið í stríðinu og þar af 42 börn. Hver færir okkur börnin okkar aftur? Anastasiya Erashova, ung móðir, missti annað barn sitt í sprengjuárásum á Mariupol í gær. „Við fórum heim til bróður míns öll saman. Konur og börn leituðu skjóls neðanjarðar og svo laust sprengjuvarpa húsið. Við vorum föst neðanjarðar og tvö börn létust. Enginn gat bjargað þeim,“ segir Anastasiya. „Ég veit ekki hvert ég á að flýja. Hver færir okkur börnin okkar aftur? Hver?“ Enginn vill gefa eftir Á símafundi sem Emanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskannslari áttu með Pútín í dag báðu þeir hann að hætta umsátrinu um Mariupol. Að þeirra sögn sýndi Pútín engan vilja til að binda enda á stríðið í bráð. Forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í dag og sagði úkraínska herinn hafa náð sögulegum árangri gegn Rússum. „Afhroðið sem rússneski herinn hefur beðið er gríðarlegt. Tjónið sem innrásarliðið hefur orðið fyrir á sautján dögum er slíkt að það er óhætt að segja að þetta sé mesta áfall sem rússneski herinn hefur orðið fyrir í áratugi. Þeir hafa aldrei tapað svo miklu á svo stuttum tíma,“ sagði Volodymyr Zeleskyy. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í sjónvarpsávarpi í dag að Úkraínumenn mættu ekki láta deigan síga. AP/forsetaembætti Úkraínu Árásir Rússa á margar úkraínskar borgir færðust í aukana í dag og þá virðist Rússum orðið nokkuð ágengt á svæðum í kring um höfuðborgina Kænugarð. „Við höfum engan rétt á að draga úr vörnum okkar. Sama hversu erfitt það er. Við höfum engan rétt á að draga úr krafti mótspyrnunnar,“ sagði Zelenskyy.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira