Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Árni Sæberg skrifar 11. mars 2022 18:18 Það verður bannað að selja bagg með ávaxta- og nammibragði ef Willum Þór fær vilja sínum framgengt. Vísir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. Netverjar æfir Tillaga Willums hefur vakið gríðarlega viðbrögð á netinu í dag og tala sumir jafnvel um aðför að ungu fólki. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, furðar sig á ríkisstjórninni sem hún segir tala fyrir frelsi en vilja þó auka eftirlitsheimildir og banna ávaxtalyft. Lyft er ein vinsælasta tegund nikótínpúða hér á landi. ég dýrka þessa ríkisstjórn, hún er bara bókstaflega að gera eitthvað - vilja koma lögum um beitingu nauðungar í gegn, auka eftirlitsheimildir lögreglu OG BANNA ÁVAXTALYFT en tala samt líka um frelsi?? bro make up your mind pic.twitter.com/WnSYkVzeG9— Lenya Rún (@Lenyarun) March 10, 2022 Einn netverji hefur biðlað til þingmannsins Gísla Rafns Ólafssonar að koma í veg fyrir að heilbrigðisráðherra taki af honum nikótínvökvar með „monster bragði“. Líkt og frægt er orðið er Gísli Rafn mikill unnandi orkudrykksins Monster. @gislio það er til veip með monster bragði plis dont let them take it from me— Sonja (@tussukusk) March 10, 2022 Þá segir einn tilburði Willums minna á átakið Bagg er bögg sem var á vegum KSÍ en Willum hefur mikil tengsl við knattspyrnuhreyfinguna hér á landi. willum að reyna pulla eitthvað 2010 bagg er bögg dæmi er ekki allt i góðu— Karel Örn Einarsson (@refsari) March 11, 2022 Plötusnúðnum Atla Viðari finnst áhugavert að Willum einbeiti sér að því banna bagg í stað þess að einblína á faraldur kórónuveiru. Ísland: að slá heimsmet í COVID-dauða.Heilbrigðisráðherra: Bönnum bagg.— Atli Viðar (@atli_vidar) March 11, 2022 Svar við kalli eftir skýrum reglum Willum ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir tillögunni ætlað að setja skýrar reglur um heimildir til sölu og markaðssetningu á nikótínvörum. „Það hefur verið kallað eftir þessu. Bæði af þeim sem eru að nota þessar vörur og ekki síst þeim sem eru að höndla með þær, hér er bara verið að bregðast við því. Þetta er mjög sambærilegt því sem gildir í Noregi og nágrannaþjóðum okkar,“ segir Willum. Hann segir meginefni þeirra laga sem hann leggur til vera að banna sölu níkótínvara með nammi- og ávaxtabragði. „Þetta er lýðheilsumál, við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. Hann telur að miklar umræður verði í þinginu um málið og að því verði velt upp hvort fullorðnu fólki eigi ekki að vera frjálst að neyta nikótíns með hvaða bragði sem það kýs. Hann segir bannið þó nauðsynlegt enda sé nammi- og ávaxtabragð það sem börn sækja helst í. Heyra má viðtal við Willum Þór í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan. Umræða um nikótínvörur hefst að lokinni umræðu um Covid-19. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Alþingi Börn og uppeldi Rafrettur Nikótínpúðar Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. Netverjar æfir Tillaga Willums hefur vakið gríðarlega viðbrögð á netinu í dag og tala sumir jafnvel um aðför að ungu fólki. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, furðar sig á ríkisstjórninni sem hún segir tala fyrir frelsi en vilja þó auka eftirlitsheimildir og banna ávaxtalyft. Lyft er ein vinsælasta tegund nikótínpúða hér á landi. ég dýrka þessa ríkisstjórn, hún er bara bókstaflega að gera eitthvað - vilja koma lögum um beitingu nauðungar í gegn, auka eftirlitsheimildir lögreglu OG BANNA ÁVAXTALYFT en tala samt líka um frelsi?? bro make up your mind pic.twitter.com/WnSYkVzeG9— Lenya Rún (@Lenyarun) March 10, 2022 Einn netverji hefur biðlað til þingmannsins Gísla Rafns Ólafssonar að koma í veg fyrir að heilbrigðisráðherra taki af honum nikótínvökvar með „monster bragði“. Líkt og frægt er orðið er Gísli Rafn mikill unnandi orkudrykksins Monster. @gislio það er til veip með monster bragði plis dont let them take it from me— Sonja (@tussukusk) March 10, 2022 Þá segir einn tilburði Willums minna á átakið Bagg er bögg sem var á vegum KSÍ en Willum hefur mikil tengsl við knattspyrnuhreyfinguna hér á landi. willum að reyna pulla eitthvað 2010 bagg er bögg dæmi er ekki allt i góðu— Karel Örn Einarsson (@refsari) March 11, 2022 Plötusnúðnum Atla Viðari finnst áhugavert að Willum einbeiti sér að því banna bagg í stað þess að einblína á faraldur kórónuveiru. Ísland: að slá heimsmet í COVID-dauða.Heilbrigðisráðherra: Bönnum bagg.— Atli Viðar (@atli_vidar) March 11, 2022 Svar við kalli eftir skýrum reglum Willum ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir tillögunni ætlað að setja skýrar reglur um heimildir til sölu og markaðssetningu á nikótínvörum. „Það hefur verið kallað eftir þessu. Bæði af þeim sem eru að nota þessar vörur og ekki síst þeim sem eru að höndla með þær, hér er bara verið að bregðast við því. Þetta er mjög sambærilegt því sem gildir í Noregi og nágrannaþjóðum okkar,“ segir Willum. Hann segir meginefni þeirra laga sem hann leggur til vera að banna sölu níkótínvara með nammi- og ávaxtabragði. „Þetta er lýðheilsumál, við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. Hann telur að miklar umræður verði í þinginu um málið og að því verði velt upp hvort fullorðnu fólki eigi ekki að vera frjálst að neyta nikótíns með hvaða bragði sem það kýs. Hann segir bannið þó nauðsynlegt enda sé nammi- og ávaxtabragð það sem börn sækja helst í. Heyra má viðtal við Willum Þór í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan. Umræða um nikótínvörur hefst að lokinni umræðu um Covid-19.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Alþingi Börn og uppeldi Rafrettur Nikótínpúðar Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Fleiri fréttir Ekki slys á gangandi vegfarenda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Sjá meira