Forseti PSG ætlaði í dómarann eftir leik og lét öllum illum látum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2022 09:01 Nasser Al-Khelaifi er forseti Paris Saint-Germain og hefur sett mikinn pening í félagið til að vinna loksins Meistaradeildina. Hann þarf að bíða í eitt ár enn að minnsta kosti. Getty/Sebnem Coskun Forráðamenn Paris Saint-Germain voru öskuillir eftir leik Real Madrid og Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í gærkvöldi þar sem Real sló PSG út. Það þurfti að kalla til öryggisverði til að halda aftur af Nasser Al-Khelaifi, forseta PSG, og íþróttastjóranum Leonardo eftir leikinn. Þeir ætluðu báðir að finna dómara leiksins og kvarta yfir hans frammistöðu. PSG were left fuming after Real Madrid's win at the Bernabeu, with security having to intervene when president Nasser Al-Khelaifi and sporting director Leonardo went looking for the referee to complain about his performance, sources have told @alexkirkland. pic.twitter.com/UhNt7f6wYH— ESPN FC (@ESPNFC) March 10, 2022 Parísarliðið var í góðum málum eftir að Kylian Mbappe kom liðinu 1-0 yfir og þar með 2-0 samanlagt. Karim Benzema skoraði hins vegar þrennu í seinni hálfleik og tryggði Real Madrid sæti í átta liða úrslitum. PSG-menn voru sérstaklega ósáttir með jöfnunarmarkið hjá Karim Benzema en þeir töldu að Benzema hefði þar brotið á markverðinum Gianluigi Donnarumma áður en hann skoraði. At the end of the match, PSG president Nasser Al-Khelaifi went to the locker room reportedly hitting and yelling while looking for the referees, per @m_marchante pic.twitter.com/WbXv16luVa— B/R Football (@brfootball) March 9, 2022 ESPN hefur heimildir fyrir því að þeir Al-Khelaifi og Leonardo hefðu yfirgefið forsetasvítuna í leikslok látandi öllum illum látum. Þeir öskruðu og kölluðu ákvörðun dómarans skammarlega áður en þeir lögðu af stað í átt að leikmannagöngunum til að leita uppi búningsklefa dómaranna. Þeir fundu ekki dómaraherbergið strax en það tókst á endanum. Þeir bönkuðu þá á dyrnar en öryggisverðir mættu þá að staðinn til að róa menn niður og koma í veg fyrir að PSG-mennirnir færu í dómarann. Einn heimildarmaður ESPN sagði að hann hefði aldrei séð háttsetta menn haga sér svona á knattspyrnuleik. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira
Það þurfti að kalla til öryggisverði til að halda aftur af Nasser Al-Khelaifi, forseta PSG, og íþróttastjóranum Leonardo eftir leikinn. Þeir ætluðu báðir að finna dómara leiksins og kvarta yfir hans frammistöðu. PSG were left fuming after Real Madrid's win at the Bernabeu, with security having to intervene when president Nasser Al-Khelaifi and sporting director Leonardo went looking for the referee to complain about his performance, sources have told @alexkirkland. pic.twitter.com/UhNt7f6wYH— ESPN FC (@ESPNFC) March 10, 2022 Parísarliðið var í góðum málum eftir að Kylian Mbappe kom liðinu 1-0 yfir og þar með 2-0 samanlagt. Karim Benzema skoraði hins vegar þrennu í seinni hálfleik og tryggði Real Madrid sæti í átta liða úrslitum. PSG-menn voru sérstaklega ósáttir með jöfnunarmarkið hjá Karim Benzema en þeir töldu að Benzema hefði þar brotið á markverðinum Gianluigi Donnarumma áður en hann skoraði. At the end of the match, PSG president Nasser Al-Khelaifi went to the locker room reportedly hitting and yelling while looking for the referees, per @m_marchante pic.twitter.com/WbXv16luVa— B/R Football (@brfootball) March 9, 2022 ESPN hefur heimildir fyrir því að þeir Al-Khelaifi og Leonardo hefðu yfirgefið forsetasvítuna í leikslok látandi öllum illum látum. Þeir öskruðu og kölluðu ákvörðun dómarans skammarlega áður en þeir lögðu af stað í átt að leikmannagöngunum til að leita uppi búningsklefa dómaranna. Þeir fundu ekki dómaraherbergið strax en það tókst á endanum. Þeir bönkuðu þá á dyrnar en öryggisverðir mættu þá að staðinn til að róa menn niður og koma í veg fyrir að PSG-mennirnir færu í dómarann. Einn heimildarmaður ESPN sagði að hann hefði aldrei séð háttsetta menn haga sér svona á knattspyrnuleik.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira