Vaktin: Sjá ekki fyrir endann á átökunum í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 10. mars 2022 21:20 Úkraínskur sjálfboðaliði virðir fyrir sér lík rússnesks manns nærri Kharkív. AP/Andrew Marienko Ekkert lát er á átökunum í Úkraínu en rússneski herinn er sagður hafa sótt fram nærri Kænugarði í dag. Þá funduðu utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi í dag en fundurinn bar lítinn árangur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Embættismenn í Evrópu og Bandaríkjunum sjá ekki fyrir sér að átökunum í Úkraínu ljúkí í bráð. Líklegast muni þau dragast á langinn með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna segja það áróður Rússa að Úkraínumenn hafi unnið að þróun efna- eða kjarnorkuvopna, með aðstoð Bandaríkjamanna. Rússar hafi varpað sambærilegum ásökunum fram varðandi önnur ríki í Austur-Evrópu í gegnum árin. Fundur utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi bar ekki árangur. Frekari fundir hafa ekki verið útilokaðir, né mögulegur fundur Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Bandaríkin bættust í dag í hóp annarra landa sem hafa farið fram á rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa. Selenskí sagðist fullviss um að Rússar yrðu sóttir til saka. Bretar hafa fryst eignir sjö rússneskra auðmanna, meðal annars Roman Abramovich, eiganda knattspyrnufélagsins Chelsea. Félagið mun hvorki geta selt nýja miða á leiki né varning. Seðlabanki Evrópu tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir þrátt fyrir mikla óvissu. Bankinn mun þó draga úr magnbundinni íhlutun hraðar en áður var áætlað. Þrír af hverjum fjórum Íslendingum vill Ísland í Nató. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Embættismenn í Evrópu og Bandaríkjunum sjá ekki fyrir sér að átökunum í Úkraínu ljúkí í bráð. Líklegast muni þau dragast á langinn með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna segja það áróður Rússa að Úkraínumenn hafi unnið að þróun efna- eða kjarnorkuvopna, með aðstoð Bandaríkjamanna. Rússar hafi varpað sambærilegum ásökunum fram varðandi önnur ríki í Austur-Evrópu í gegnum árin. Fundur utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi bar ekki árangur. Frekari fundir hafa ekki verið útilokaðir, né mögulegur fundur Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Bandaríkin bættust í dag í hóp annarra landa sem hafa farið fram á rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa. Selenskí sagðist fullviss um að Rússar yrðu sóttir til saka. Bretar hafa fryst eignir sjö rússneskra auðmanna, meðal annars Roman Abramovich, eiganda knattspyrnufélagsins Chelsea. Félagið mun hvorki geta selt nýja miða á leiki né varning. Seðlabanki Evrópu tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir þrátt fyrir mikla óvissu. Bankinn mun þó draga úr magnbundinni íhlutun hraðar en áður var áætlað. Þrír af hverjum fjórum Íslendingum vill Ísland í Nató. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Sjá meira