Þrjúþúsund milljón ástæður Jón Kaldal skrifar 8. mars 2022 14:01 Þrátt fyrir falleinkun Skipulagsstofnunar og einarða andstöðu afgerandi meirihluta heimafólks á Seyðisfirði halda forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða ótrauðir áfram að reyna að þröngva í gegn áformum sínum um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi á laxi í Seyðisfirði. Ástæðurnar fyrir þessum ákafa þeirra eru einfaldar. Síðla árs 2017 var 45,2 prósent hlutur í Fiskeldi Austfjarða seldur fyrir 965 milljónir króna en í kaupsamningnum var klásúla um aðkaupverðið muni fjórfaldast ef leyfi fást til aukinnar framleiðslu á næstu árum. Fer þá í 3,9 milljarða króna. Þetta þýðir að ef leyfin fyrir Seyðisfjörð fara í gegn munu þeir, sem seldu 2017, færast nær því að fá um þrjúþúsund milljónir króna til viðbótar í sína vasa. Óþarfi er að efast um að stjórnendur fyrirtækisins fá hraustlegan skerf í sinn hlut ef þetta gengur upp. Málið snýst um persónulega hagsmuni fárra en ekki fólksins á Seyðisfirði. Fer gegn hagsmunum bæjarbúa Í síðustu viku fengum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum símtal frá okkar góðu baráttusystkinum í Vá - Félagi um vernd fjarðar. Erindið var hvort við gætum komið austur á Seyðisfjörð til að hjálpa þeim að spyrja gagnrýninna spurninga á fundi sem Fiskeldi Austfjarðar hafði boðað til. Við svöruðum að sjálfsögðu kallinu og mættum á fundinn sem fór fram fyrir fullum sal í félagsheimilinu Herðubreið síðastliðinn fimmtudag. Mikill meirihluti íbúa á Seyðisfirði vill ekki sjá sjókvíar með eldislaxi í firðinum. Telur þá starfsemi í fyrsta lagi beinlínis fara gegn þeirri metnaðarfullu uppbyggingu í ferðaþjónustu og menningarstarfsemi sem hefur verið unnið að af ástríðu í bænum um árabil. Í öðru lagi óttast heimafólk réttilega þann skaða sem sjókvíaeldið mun hafa á náttúru og lífríki fjarðarins. Frétt frá október 2018 þegar norskir eigendur Fiskeldis Austfjarða kynntu áform um að fjarstýra fóðrun í sjókvíum á Austfjörðum frá Noregi. Thank You For Smoking Málflutningur þeirra sem töluðu fyrir hönd Fiskeldis Austfjarða á fundinum var allur á kunnuglegum slóðum. Efst á blaði var meint atvinnusköpun og að umhverfisáhrif af iðnaðinum væru hverfandi. Erindi vísindamannsins sem talaði minnti á þá vísindamenn sem tóbaksiðnaðurinn tefldi fram á sínum tíma og héldu því fram að reykingar væru ekki heilsuspillandi. Nú eða þá fáu vísindamenn okkar tíma sem segja loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum, og eru flestir styrkþegar stóru olíufyrirtækjanna þegar betur að gáð. Það er einfaldlega óboðlegt að bjóða upp á erindi þar sem efast er um að hættuna af erfðablöndun sleppifisks úr sjókvíaeldi á villta laxastofna. Stór hluti af störfum í sjókvíaeldi, sem áður þurfti að sinna á staðnum, er nú fjarstýrt af fólki sem situr við tölvuskjái. Fiskeldi Austfjarða kynnti árið 2018 áætlanir um að fjarstýra fóðrun eldislaxa í austfirskum fjörðum frá Noregi (þar sem móðurfélagið er staðsett). Þegar vakin var athygli á þessu í fjölmiðlum hætti félagið við, enda hvarf þar gulrótin sem fyrirtækið dinglar framan í sveitarstjórnarfólkið og aðra bláeyga stjórnmálamenn um að þessi iðnaður snúist um að skapa störf fyrir íbúa í sjávarbyggðum. Færri störf en var lofað Engin ástæða er til að efast um að um leið og öll tiltæk leyfi eru í höfn, mun þessum áformum verða hrint í framkvæmd. Fyrirtækið mun gera allt sem er á þess valdi til að spara í rekstri og hámarka arð hluthafanna. Þessi saga hefur öll gerst í Noregi áður og um hana verið skrifaðar bækur og greinar. Störfin hafa alltaf orðið miklu færri en var lofað og gróðinn tekinn út annars staðar en í héraði. Árið 1987 störfuðu til dæmis um fjögur þúsund manns við sjókvíaeldi í Noregi og þá var framleiðslan var 46 þúsund tonn.Árið 2018 hafði framleiðslan 28-faldast, var komin í 1,3 milljónir tonna, en störfin voru þó aðeins um 7.500. Þar af sinnti erlent farandverkafólk á lágmarkslaunum stórum hluta þeirra, ekki heimafólk á staðnum. Allt þetta liggur fyrir. Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða vilja ólmir að Íslendingar endurtaki sömu mistökin. Þeir munu líka græða persónulega á því. Hvorki við í Íslenska náttúruverndarsjóðnum né íbúar á Seyðisfirði ætlum að sitja þegjandi undir þeim áformum. Samstaðan á fundinum á Herðubreið var alger. Höfundur er meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir falleinkun Skipulagsstofnunar og einarða andstöðu afgerandi meirihluta heimafólks á Seyðisfirði halda forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða ótrauðir áfram að reyna að þröngva í gegn áformum sínum um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi á laxi í Seyðisfirði. Ástæðurnar fyrir þessum ákafa þeirra eru einfaldar. Síðla árs 2017 var 45,2 prósent hlutur í Fiskeldi Austfjarða seldur fyrir 965 milljónir króna en í kaupsamningnum var klásúla um aðkaupverðið muni fjórfaldast ef leyfi fást til aukinnar framleiðslu á næstu árum. Fer þá í 3,9 milljarða króna. Þetta þýðir að ef leyfin fyrir Seyðisfjörð fara í gegn munu þeir, sem seldu 2017, færast nær því að fá um þrjúþúsund milljónir króna til viðbótar í sína vasa. Óþarfi er að efast um að stjórnendur fyrirtækisins fá hraustlegan skerf í sinn hlut ef þetta gengur upp. Málið snýst um persónulega hagsmuni fárra en ekki fólksins á Seyðisfirði. Fer gegn hagsmunum bæjarbúa Í síðustu viku fengum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum símtal frá okkar góðu baráttusystkinum í Vá - Félagi um vernd fjarðar. Erindið var hvort við gætum komið austur á Seyðisfjörð til að hjálpa þeim að spyrja gagnrýninna spurninga á fundi sem Fiskeldi Austfjarðar hafði boðað til. Við svöruðum að sjálfsögðu kallinu og mættum á fundinn sem fór fram fyrir fullum sal í félagsheimilinu Herðubreið síðastliðinn fimmtudag. Mikill meirihluti íbúa á Seyðisfirði vill ekki sjá sjókvíar með eldislaxi í firðinum. Telur þá starfsemi í fyrsta lagi beinlínis fara gegn þeirri metnaðarfullu uppbyggingu í ferðaþjónustu og menningarstarfsemi sem hefur verið unnið að af ástríðu í bænum um árabil. Í öðru lagi óttast heimafólk réttilega þann skaða sem sjókvíaeldið mun hafa á náttúru og lífríki fjarðarins. Frétt frá október 2018 þegar norskir eigendur Fiskeldis Austfjarða kynntu áform um að fjarstýra fóðrun í sjókvíum á Austfjörðum frá Noregi. Thank You For Smoking Málflutningur þeirra sem töluðu fyrir hönd Fiskeldis Austfjarða á fundinum var allur á kunnuglegum slóðum. Efst á blaði var meint atvinnusköpun og að umhverfisáhrif af iðnaðinum væru hverfandi. Erindi vísindamannsins sem talaði minnti á þá vísindamenn sem tóbaksiðnaðurinn tefldi fram á sínum tíma og héldu því fram að reykingar væru ekki heilsuspillandi. Nú eða þá fáu vísindamenn okkar tíma sem segja loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum, og eru flestir styrkþegar stóru olíufyrirtækjanna þegar betur að gáð. Það er einfaldlega óboðlegt að bjóða upp á erindi þar sem efast er um að hættuna af erfðablöndun sleppifisks úr sjókvíaeldi á villta laxastofna. Stór hluti af störfum í sjókvíaeldi, sem áður þurfti að sinna á staðnum, er nú fjarstýrt af fólki sem situr við tölvuskjái. Fiskeldi Austfjarða kynnti árið 2018 áætlanir um að fjarstýra fóðrun eldislaxa í austfirskum fjörðum frá Noregi (þar sem móðurfélagið er staðsett). Þegar vakin var athygli á þessu í fjölmiðlum hætti félagið við, enda hvarf þar gulrótin sem fyrirtækið dinglar framan í sveitarstjórnarfólkið og aðra bláeyga stjórnmálamenn um að þessi iðnaður snúist um að skapa störf fyrir íbúa í sjávarbyggðum. Færri störf en var lofað Engin ástæða er til að efast um að um leið og öll tiltæk leyfi eru í höfn, mun þessum áformum verða hrint í framkvæmd. Fyrirtækið mun gera allt sem er á þess valdi til að spara í rekstri og hámarka arð hluthafanna. Þessi saga hefur öll gerst í Noregi áður og um hana verið skrifaðar bækur og greinar. Störfin hafa alltaf orðið miklu færri en var lofað og gróðinn tekinn út annars staðar en í héraði. Árið 1987 störfuðu til dæmis um fjögur þúsund manns við sjókvíaeldi í Noregi og þá var framleiðslan var 46 þúsund tonn.Árið 2018 hafði framleiðslan 28-faldast, var komin í 1,3 milljónir tonna, en störfin voru þó aðeins um 7.500. Þar af sinnti erlent farandverkafólk á lágmarkslaunum stórum hluta þeirra, ekki heimafólk á staðnum. Allt þetta liggur fyrir. Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða vilja ólmir að Íslendingar endurtaki sömu mistökin. Þeir munu líka græða persónulega á því. Hvorki við í Íslenska náttúruverndarsjóðnum né íbúar á Seyðisfirði ætlum að sitja þegjandi undir þeim áformum. Samstaðan á fundinum á Herðubreið var alger. Höfundur er meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun