Sólveig Anna hellir sér yfir Halldóru Sveinsdóttur Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2022 16:14 Sólveig Anna lætur Halldóru Sveinsdóttur, 3. varaforseta ASÍ og formann stéttarfélagsins Bárunnar hafa það óþvegið í pistli á Facebooksíðu sinni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, sem nú bíður þess að taka aftur við stjórnartaumunum í verkalýðsfélaginu eftir sigur í formannskosningum fyrir nokkru, vandar þriðja varaforseta ASÍ, Halldóru Sveinsdóttur, ekki kveðjurnar í pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. „Þegar ég hélt að botninum væri mögulega náð í andstyggð og rugli þarf ég að horfast í augu við að það er auðvitað enginn botn til staðar. Hatrið og heimskan eru bókstaflega óendanlegar uppsprettur fyrir hin siðferðilega takmörkuðu til að drekka af,“ segir Sólveig Anna. Tilefni orða hennar er viðtal mbl.is við Halldóru, sem er að auki formaður stéttarfélagsins Bárunnar, en henni er brugðið vegna „frétta af fjármálum Eflingar og segir að ef niðurstaðan þar innanhúss verður sú að um fjárdrátt hafi verið að ræða þurfi félagið að kalla til félagsfundar,“ segir í frétt Freys Bjarnasonar á mbl.is. Halldóra tjáir sig vegna kostnaðar við vefsíðu Eflingar, 20 milljóna króna en uppfærslu hennar annaðist Andri Sigurðsson. Halldóra er þess fullviss að þar sé eitthvað gruggugt á ferðinni. Hið eina grugguga í málinu að mati Sólveigar Önnu er það sem hún kallar viðbjóðslega aðför sem „nú er í gangi gagnvart Viðari Þorsteinssyni, Andra Sigurðssyni og mér vegna vinnu Andra við kynningarmál, hönnun nýrrar þrítyngdrar vefsíðu, grafík og samfélagsmiðla Eflingar. Með því að taka undir rógburðinn ræðst hún einnig að mannorði fjármálastjóra félagsins (sem og þess starfsfólks sem var ábyrgðaraðilar vinnunar við vefsíðuna og annað það sem vefstofan Sigur vann á þriggja ára tímabili, þeirra sem lögðu fram verkbeiðnir, höfðu umsjón með verkum og samþykktu reikninga),“ segir Sólveig Anna. Og reynir ekki að leyna því að henni er heitt í hamsi. Sólveig Anna segir Halldóru ekki hafa neitt í höndum nema ósannar ásakanir starfandi formanns Eflingar: „Þriðji varaforseti ASÍ er tilbúin til að ráðast að fólki með ósönnum grafalvarlegum ásökunum um refsiverða háttsemi og glæpi!“ Miðað við tóninn í þeim sem fara fyrir verkalýðsfélögum landsins er ljóst að það stefnir í verulegar væringar innan verkalýðshreyfingarinnar áður en hún sest niður til samninga við forsvarsmenn atvinnulífsins. Þar eru ýmis mál óuppgerð. Sólveig Anna og hennar fólk sækir það nú fast að formannskipti verði áður en til aðalfundar Starfsgreinasambandsins kemur. Stéttarfélög Samfélagsmiðlar Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Fjármálastjóri Eflingar sagði upp af persónulegum ástæðum Fjármálastjóri Eflingar hefur sagt upp störfum en hann segir það ekki tengjast neinu öðru en hans persónulegu ástæðum. 6. mars 2022 16:54 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
„Þegar ég hélt að botninum væri mögulega náð í andstyggð og rugli þarf ég að horfast í augu við að það er auðvitað enginn botn til staðar. Hatrið og heimskan eru bókstaflega óendanlegar uppsprettur fyrir hin siðferðilega takmörkuðu til að drekka af,“ segir Sólveig Anna. Tilefni orða hennar er viðtal mbl.is við Halldóru, sem er að auki formaður stéttarfélagsins Bárunnar, en henni er brugðið vegna „frétta af fjármálum Eflingar og segir að ef niðurstaðan þar innanhúss verður sú að um fjárdrátt hafi verið að ræða þurfi félagið að kalla til félagsfundar,“ segir í frétt Freys Bjarnasonar á mbl.is. Halldóra tjáir sig vegna kostnaðar við vefsíðu Eflingar, 20 milljóna króna en uppfærslu hennar annaðist Andri Sigurðsson. Halldóra er þess fullviss að þar sé eitthvað gruggugt á ferðinni. Hið eina grugguga í málinu að mati Sólveigar Önnu er það sem hún kallar viðbjóðslega aðför sem „nú er í gangi gagnvart Viðari Þorsteinssyni, Andra Sigurðssyni og mér vegna vinnu Andra við kynningarmál, hönnun nýrrar þrítyngdrar vefsíðu, grafík og samfélagsmiðla Eflingar. Með því að taka undir rógburðinn ræðst hún einnig að mannorði fjármálastjóra félagsins (sem og þess starfsfólks sem var ábyrgðaraðilar vinnunar við vefsíðuna og annað það sem vefstofan Sigur vann á þriggja ára tímabili, þeirra sem lögðu fram verkbeiðnir, höfðu umsjón með verkum og samþykktu reikninga),“ segir Sólveig Anna. Og reynir ekki að leyna því að henni er heitt í hamsi. Sólveig Anna segir Halldóru ekki hafa neitt í höndum nema ósannar ásakanir starfandi formanns Eflingar: „Þriðji varaforseti ASÍ er tilbúin til að ráðast að fólki með ósönnum grafalvarlegum ásökunum um refsiverða háttsemi og glæpi!“ Miðað við tóninn í þeim sem fara fyrir verkalýðsfélögum landsins er ljóst að það stefnir í verulegar væringar innan verkalýðshreyfingarinnar áður en hún sest niður til samninga við forsvarsmenn atvinnulífsins. Þar eru ýmis mál óuppgerð. Sólveig Anna og hennar fólk sækir það nú fast að formannskipti verði áður en til aðalfundar Starfsgreinasambandsins kemur.
Stéttarfélög Samfélagsmiðlar Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Fjármálastjóri Eflingar sagði upp af persónulegum ástæðum Fjármálastjóri Eflingar hefur sagt upp störfum en hann segir það ekki tengjast neinu öðru en hans persónulegu ástæðum. 6. mars 2022 16:54 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Fjármálastjóri Eflingar sagði upp af persónulegum ástæðum Fjármálastjóri Eflingar hefur sagt upp störfum en hann segir það ekki tengjast neinu öðru en hans persónulegu ástæðum. 6. mars 2022 16:54