Friðaðir fuglar drepast og ólíft í kringum skólann Snorri Másson skrifar 6. mars 2022 20:18 Æðarfuglar eru friðaðir og fá þurfti sérstakt leyfi til að aflífa þá sem höfðu orðið illa úti í olíuleka á Suðureyri. Aðsend mynd Íbúi á Suðureyri er óánægður með viðbrögðin við olíuleka sem varð á fimmtudag. Afla þurfti leyfis hjá lögreglu til að aflífa friðaða fugla - og það er að sögn íbúa ólíft í kringum grunnskólann og sundlaugina vegna lyktar. Tugum anda hefur verið komið fyrir inni í hlýjunni og reynt að fjarlægja olíu úr fjöðrum þeirra, eftir að þær lentu í ógöngum við höfnina á Suðureyri. Þar er allt á floti í olíu eftir að fleiri þúsund lítrar láku úr niðurgröfnum tanki sem gaf sig á fimmtudag. „Olía lekur í tjörnina og til dæmis skólinn hérna og krakkarnir og þeir sem voru í sundlauginni, það er eiginlega bara ólíft á þessu svæði. Svo lekur þetta niður í tjörn og sjó. En á laugardaginn þegar enginn viðbragðsaðili sem virtist ætla að gera neitt til að bjarga æðarkollunum og æðarblikunum, sem eru friðaðir fuglar, þá tökum við bara höndum saman og förum að bjarga því sem bjargað verður,“ segir Auður Steinberg, íbúi á Suðureyri, í samtali við fréttastofu. Fuglarnir eru friðaðir - þannig að það þurfti sérstakt leyfi til að aflífa nokkra þeirra. Og það var gert. „Það er hundleiðinlegt þegar svona fer. Það er í sjálfu sér ekki mikið sem hægt er að gera. Það er búið að tæma tankinn. Væntanlega er einhver olía í jarðvegi þarna við tankinn og það verða gerðar áætlanir um að fjarlægja það,“ segir Anton Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Olíutankurinn var í notkun þar sem Landsvirkjun hafði takmarkað rafmagn til íbúa. Auður Steinberg segir ábyrgðina hjá Orkubúi Vestfjarða. „Íbúar eru mjög óánægðir með viðbrögðin í rauninni. Það gera sér allir grein fyrir að þetta er að sjálfsögðu slys. Lekinn er ekki viljandi, en viðbrögðin eru þannig að það segja allir. Heyrðu það er að koma helgi og þetta gerist eftir helgi, eins og slysin gerist bara á milli átta og fjögur á virkum dögum,“ segir Auður. Endurnar eru nú í hinni nýju Fuglamiðstöð Suðureyrar - og vandséð hvert eigi að sleppa þeim út í náttúruna. Ekki er hægt að setja þær aftur út í olíuna. Bensín og olía Ísafjarðarbær Fuglar Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05 Íbúar hafa áhyggjur af „megnri olíulykt“ í kjölfar umhverfisslyss Klukkan tíu í gærkvöldi uppgötvaðist að niðurgrafinn olíutankur, sem staðsettur er í hlíðum Suðureyrar, væri farinn að leka. 5. mars 2022 12:42 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Tugum anda hefur verið komið fyrir inni í hlýjunni og reynt að fjarlægja olíu úr fjöðrum þeirra, eftir að þær lentu í ógöngum við höfnina á Suðureyri. Þar er allt á floti í olíu eftir að fleiri þúsund lítrar láku úr niðurgröfnum tanki sem gaf sig á fimmtudag. „Olía lekur í tjörnina og til dæmis skólinn hérna og krakkarnir og þeir sem voru í sundlauginni, það er eiginlega bara ólíft á þessu svæði. Svo lekur þetta niður í tjörn og sjó. En á laugardaginn þegar enginn viðbragðsaðili sem virtist ætla að gera neitt til að bjarga æðarkollunum og æðarblikunum, sem eru friðaðir fuglar, þá tökum við bara höndum saman og förum að bjarga því sem bjargað verður,“ segir Auður Steinberg, íbúi á Suðureyri, í samtali við fréttastofu. Fuglarnir eru friðaðir - þannig að það þurfti sérstakt leyfi til að aflífa nokkra þeirra. Og það var gert. „Það er hundleiðinlegt þegar svona fer. Það er í sjálfu sér ekki mikið sem hægt er að gera. Það er búið að tæma tankinn. Væntanlega er einhver olía í jarðvegi þarna við tankinn og það verða gerðar áætlanir um að fjarlægja það,“ segir Anton Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Olíutankurinn var í notkun þar sem Landsvirkjun hafði takmarkað rafmagn til íbúa. Auður Steinberg segir ábyrgðina hjá Orkubúi Vestfjarða. „Íbúar eru mjög óánægðir með viðbrögðin í rauninni. Það gera sér allir grein fyrir að þetta er að sjálfsögðu slys. Lekinn er ekki viljandi, en viðbrögðin eru þannig að það segja allir. Heyrðu það er að koma helgi og þetta gerist eftir helgi, eins og slysin gerist bara á milli átta og fjögur á virkum dögum,“ segir Auður. Endurnar eru nú í hinni nýju Fuglamiðstöð Suðureyrar - og vandséð hvert eigi að sleppa þeim út í náttúruna. Ekki er hægt að setja þær aftur út í olíuna.
Bensín og olía Ísafjarðarbær Fuglar Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05 Íbúar hafa áhyggjur af „megnri olíulykt“ í kjölfar umhverfisslyss Klukkan tíu í gærkvöldi uppgötvaðist að niðurgrafinn olíutankur, sem staðsettur er í hlíðum Suðureyrar, væri farinn að leka. 5. mars 2022 12:42 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05
Íbúar hafa áhyggjur af „megnri olíulykt“ í kjölfar umhverfisslyss Klukkan tíu í gærkvöldi uppgötvaðist að niðurgrafinn olíutankur, sem staðsettur er í hlíðum Suðureyrar, væri farinn að leka. 5. mars 2022 12:42