Viðsnúningur í nauðgunarmáli í Landsrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2022 16:38 Landsréttur er staðsettur í vesturbæ Kópavogs. Vísir/Vilhelm Karlmaður nokkur var í Landsrétti í dag sýknaður af ákæru um nauðgun á skemmtistað í Reykjavík í maí 2018. Hann hafði áður verið dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að hafa samræði við konuna án hennar samþykkis og notfært sér ástand hennar sökum ölvunar. Karlmaðurinn sagðist hafa farið með konunni inn á salerni skemmtistaðarins í þeim tilgangi að hafa samræði við hana. Það hafi verið með fullu samræði. Konan bar fyrir sig minnisleysi og sagðist ekki muna hvað gerst hefði eftir að hún fór inn á baðherbergið. Hana grunaði kynferðisleg misnotkun þar sem samfella hennar var fráhneppt og hún fann til óþæginda á kynfærasvæði. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki neitt hafa komið fram sem staðfesti að samræði hefði átt sér stað milli ákærða og konunnar. Leggja yrði framburð hans til grundvallar því meginregla sé í sakamálaréttarfari að allan vafa beri að skýra sakborningi í hag. Var vísað til 194. greinar almennra hegningarlaga sem segir að getnaðarlimur þurfi að vera kominn að einhverju leyti inn í fæðingarveg konu til að brot gegn ákvæðinu teljist fullframið. Hins vegar taldi héraðsdómur alveg skýrt af framburði karlmannsins að hann hefði reynt að hafa samræði við konuna og sýnt einbeittan ásetning. Hann hefði horfið frá háttsemi sinni en það hefði verið vegna erfiðleika við að koma vilja sínum fram. Var hann því sakfelldur fyrir tilraun til samræðis og dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Landsréttur komst aftur á móti að annarri niðurstöðu. Karlmaðurinn hefði verið staðfastur í sinni frásögn að konan hefði komið með honum á salernið án þvingunar og hann hefði hætt kynlífsathöfnum um leið og hann áttaði sig á því að hún væri ekki fær um það. Þá lægi fyrir í málinu myndskeið sem sýndi að konan hefði ekki verið áberandi ölvuð þegar hún gekk inn á salernið. Þótt ekkert lægi fyrir um að konan hefði gefið karlinum til kynna að hún vildi stunda kynlíf með honum, eða að einhver samdráttur hefði verið með þeim áður en atvikin gerðust á salerninu, taldi Landsréttur að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna sekt karlmannsins. Var hann því sýknaður af ákærunni og einkaréttarkröfu konunnar vísað frá dómi. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Karlmaðurinn sagðist hafa farið með konunni inn á salerni skemmtistaðarins í þeim tilgangi að hafa samræði við hana. Það hafi verið með fullu samræði. Konan bar fyrir sig minnisleysi og sagðist ekki muna hvað gerst hefði eftir að hún fór inn á baðherbergið. Hana grunaði kynferðisleg misnotkun þar sem samfella hennar var fráhneppt og hún fann til óþæginda á kynfærasvæði. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki neitt hafa komið fram sem staðfesti að samræði hefði átt sér stað milli ákærða og konunnar. Leggja yrði framburð hans til grundvallar því meginregla sé í sakamálaréttarfari að allan vafa beri að skýra sakborningi í hag. Var vísað til 194. greinar almennra hegningarlaga sem segir að getnaðarlimur þurfi að vera kominn að einhverju leyti inn í fæðingarveg konu til að brot gegn ákvæðinu teljist fullframið. Hins vegar taldi héraðsdómur alveg skýrt af framburði karlmannsins að hann hefði reynt að hafa samræði við konuna og sýnt einbeittan ásetning. Hann hefði horfið frá háttsemi sinni en það hefði verið vegna erfiðleika við að koma vilja sínum fram. Var hann því sakfelldur fyrir tilraun til samræðis og dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Landsréttur komst aftur á móti að annarri niðurstöðu. Karlmaðurinn hefði verið staðfastur í sinni frásögn að konan hefði komið með honum á salernið án þvingunar og hann hefði hætt kynlífsathöfnum um leið og hann áttaði sig á því að hún væri ekki fær um það. Þá lægi fyrir í málinu myndskeið sem sýndi að konan hefði ekki verið áberandi ölvuð þegar hún gekk inn á salernið. Þótt ekkert lægi fyrir um að konan hefði gefið karlinum til kynna að hún vildi stunda kynlíf með honum, eða að einhver samdráttur hefði verið með þeim áður en atvikin gerðust á salerninu, taldi Landsréttur að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sanna sekt karlmannsins. Var hann því sýknaður af ákærunni og einkaréttarkröfu konunnar vísað frá dómi.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent