Á fjórða hundrað almennra borgara fallið í átökunum en líklega mun fleiri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2022 14:35 Að minnsta kosti 330 almennir borgarar hafa fallið frá því að stríðið hófst. AP Photo/Pavel Dorogoy Að minnsta kosti 331 almennur borgari hefur fallið og 675 særst í innrás Rússa í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sem telur þó að talan sé mun hærri. Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu hófst aðfaranótt 24. febrúar og ekkert lát er á átökunum. Yfirvöld í Úkraínu hafa gefið það út að minnst tvö þúsund almennir borgarar hafi fallið frá upphafi átakanna en Mannréttindastofnun SÞ hefur nú staðfest að minnst 331 hefur fallið en líklega mun fleiri. Af þeim, sem staðfest er að hafi látist, eru nítján börn. Flest fórnarlambanna féllu í stórskotaliðsárásum eða loftárásum samkvæmt stofnuninni, sem fylgist náið með gangi mála í Úkraínu. Þá hafa meira en 1,2 milljónir manna flúið Úkraínu til nágrannaríkjanna á einni viku. Um helmingur þeirra eru börn samkvæmt mati Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna, UNICEF. Flóttamannastofnun SÞ hefur spáð því að fjórar milljónir Úkraínumanna muni þegar uppi er staðið þurfa á aðstoð annarra ríkja að halda. Guardian hefur eftir Joung-ah Ghedini-Williams, samskiptastjóra UNCHR, að fjöldi fólks á flótta frá Úkraínu, með tilliti til þess hve stutt er siðan átökin hófust þar, sé undraverður. Þá sé vitað um að mjög margir hafi þurft að flýja heimili sín í Úkraínu en haldi enn til þar í landi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Flóttamenn Tengdar fréttir Bjóða flóttafólki og aðstandendum í kvöldmat í Guðrúnartúni Matsalur auglýsingastofunnar Pipar/TBWA við Guðrúnartún verður mögulegur griðastaður flóttafólks frá Úkraínu og aðstandenda þeirra á kvöldverðartíma á virkum dögum næstu vikurnar. 4. mars 2022 13:17 Svona er staðan eftir eina viku af bardögum í Úkraínu Ein vika er í dag frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst. 3. mars 2022 20:00 Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. 3. mars 2022 19:21 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu hófst aðfaranótt 24. febrúar og ekkert lát er á átökunum. Yfirvöld í Úkraínu hafa gefið það út að minnst tvö þúsund almennir borgarar hafi fallið frá upphafi átakanna en Mannréttindastofnun SÞ hefur nú staðfest að minnst 331 hefur fallið en líklega mun fleiri. Af þeim, sem staðfest er að hafi látist, eru nítján börn. Flest fórnarlambanna féllu í stórskotaliðsárásum eða loftárásum samkvæmt stofnuninni, sem fylgist náið með gangi mála í Úkraínu. Þá hafa meira en 1,2 milljónir manna flúið Úkraínu til nágrannaríkjanna á einni viku. Um helmingur þeirra eru börn samkvæmt mati Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna, UNICEF. Flóttamannastofnun SÞ hefur spáð því að fjórar milljónir Úkraínumanna muni þegar uppi er staðið þurfa á aðstoð annarra ríkja að halda. Guardian hefur eftir Joung-ah Ghedini-Williams, samskiptastjóra UNCHR, að fjöldi fólks á flótta frá Úkraínu, með tilliti til þess hve stutt er siðan átökin hófust þar, sé undraverður. Þá sé vitað um að mjög margir hafi þurft að flýja heimili sín í Úkraínu en haldi enn til þar í landi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Flóttamenn Tengdar fréttir Bjóða flóttafólki og aðstandendum í kvöldmat í Guðrúnartúni Matsalur auglýsingastofunnar Pipar/TBWA við Guðrúnartún verður mögulegur griðastaður flóttafólks frá Úkraínu og aðstandenda þeirra á kvöldverðartíma á virkum dögum næstu vikurnar. 4. mars 2022 13:17 Svona er staðan eftir eina viku af bardögum í Úkraínu Ein vika er í dag frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst. 3. mars 2022 20:00 Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. 3. mars 2022 19:21 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Bjóða flóttafólki og aðstandendum í kvöldmat í Guðrúnartúni Matsalur auglýsingastofunnar Pipar/TBWA við Guðrúnartún verður mögulegur griðastaður flóttafólks frá Úkraínu og aðstandenda þeirra á kvöldverðartíma á virkum dögum næstu vikurnar. 4. mars 2022 13:17
Svona er staðan eftir eina viku af bardögum í Úkraínu Ein vika er í dag frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst. 3. mars 2022 20:00
Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. 3. mars 2022 19:21