Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2022 19:21 Kona og barn koma yfir landamærin frá Úkraínu til Medykaí Pólandi í dag. Nú hefur um ein milljón manna flúið vestur yfir landamærin undan innrás Rússa. AP/Markus Schreiber Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. Stríðið í Úkraínu sem hófst með innrás Rússa úr norðri, austri og suðri hefur nú staðið yfir í viku. Talið er að um tvö þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið í landinu og Úkraínumenn fullyrða að þeir hafi fellt allt að níu þúsund rússneska hermenn. Grafík/Kristján Pétur Jónsson Rússar hafa ráðist að öllum helstu bogum landsins með stórskotaliði og flugskeytum. Fyrir utan mannfallið hafa miklar skemmdir orðið á mannvirkjum. Hafnarborgin Kherson norðvestur af Krím er nú á valdi Rússa sem segjast einnig hafa hafnarborgina Mariupol norðaustur af Krím á valdi sínu. Borgin hefur orðið fyrir látlausum loftárásum og þótt Rússar hafi lokað fyrir vatn, hita og rafmagn til hennar berjast íbúarnir enn við innrásarliðið og neita að gefast upp. Farið var yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekar að markmiðið með innrásinu sé að splundra Úkraínuher og nasismanum í Úkraínu og á honum er að heyra að síðan falli allt í ljúfa löð. „Eftir að þessum átökum sem Úkraínumenn hófu og við erum að reyna að stöðva lýkur, verða Úkraínumenn sjálfir að ákveða hvert þeir stefna í framhaldinu,“ segir Lavrov Sergey Lavrov utanríkisráðherra segir að almenningur í Úkraínu verði að ákveða framtíð sína eftir að Rússar hafa splundrað her landsins og útrýmt nasismanum þar, eins og ráðherrann orðar það.AP/Alexander Zemlianichenko Á Krímskaga þýddi þessi málflutningur að Rússar skipulögðu þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland sem varla fannst maður á móti á öllum skaganum og í framhaldinu varð Krím hluti af Rússlandi. Engan bilbug er að finna á Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu sem fagnar liðsauka frá öðrum löndum. Nú þegar hafi sextán þúsund útlendingar boðið sig fram til baráttu með Úkraínuher. Zelensky forseti segir önnur nágrannaríki Rússlands næst ef Úkraína fellur sem hann er hins vegar staðráðinn í að láta ekki gerast. Enda berjist Rússar við fjörtíu milljóna þjóð en ekki aðeins her Úkraínu.Getty/Úkraínska forsetaembættið „Endalausar eldflauga og sprengjuárásir á borgir okkar eru sönnun þess þeim hefur ekki tekist aðná neinu teljandi af landi okkur. Allar varnarlínur eru öruggar. Óvinurinn hefur ekki náðneinum taktískum árangri. Hann er vonsvikinn og ráðviltur. Kænugarður lifði enn eina nóttina af og einn eina sprengju- og flugskeytaárásina,“sagði Zelensky í dag. En hann varaði umheiminn jafnfram viða fleiðingum þess ef Úkraína lifir innrásina ekki af. Þá væru Eistland, Lettland, Litháen, Moldova, Georgía og Pólland næst. Úkraínumenn krefðust þess að lofthelgi Úkraínu verði lokað til að vernda óbreytta borgara fyrir loftárásum Rússa. Flóttafólk heldur áfram að streyma til nágrannaríkjanna í vestri. Það eru aðallega konur og börn þvíætlast er til að karlmenn frá átján ára til sextugs grípi til vopna og þeir fá ekki að yfirgefa landið samkvæmt neyðarlögum. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Stríðið í Úkraínu sem hófst með innrás Rússa úr norðri, austri og suðri hefur nú staðið yfir í viku. Talið er að um tvö þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið í landinu og Úkraínumenn fullyrða að þeir hafi fellt allt að níu þúsund rússneska hermenn. Grafík/Kristján Pétur Jónsson Rússar hafa ráðist að öllum helstu bogum landsins með stórskotaliði og flugskeytum. Fyrir utan mannfallið hafa miklar skemmdir orðið á mannvirkjum. Hafnarborgin Kherson norðvestur af Krím er nú á valdi Rússa sem segjast einnig hafa hafnarborgina Mariupol norðaustur af Krím á valdi sínu. Borgin hefur orðið fyrir látlausum loftárásum og þótt Rússar hafi lokað fyrir vatn, hita og rafmagn til hennar berjast íbúarnir enn við innrásarliðið og neita að gefast upp. Farið var yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekar að markmiðið með innrásinu sé að splundra Úkraínuher og nasismanum í Úkraínu og á honum er að heyra að síðan falli allt í ljúfa löð. „Eftir að þessum átökum sem Úkraínumenn hófu og við erum að reyna að stöðva lýkur, verða Úkraínumenn sjálfir að ákveða hvert þeir stefna í framhaldinu,“ segir Lavrov Sergey Lavrov utanríkisráðherra segir að almenningur í Úkraínu verði að ákveða framtíð sína eftir að Rússar hafa splundrað her landsins og útrýmt nasismanum þar, eins og ráðherrann orðar það.AP/Alexander Zemlianichenko Á Krímskaga þýddi þessi málflutningur að Rússar skipulögðu þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun í Rússland sem varla fannst maður á móti á öllum skaganum og í framhaldinu varð Krím hluti af Rússlandi. Engan bilbug er að finna á Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu sem fagnar liðsauka frá öðrum löndum. Nú þegar hafi sextán þúsund útlendingar boðið sig fram til baráttu með Úkraínuher. Zelensky forseti segir önnur nágrannaríki Rússlands næst ef Úkraína fellur sem hann er hins vegar staðráðinn í að láta ekki gerast. Enda berjist Rússar við fjörtíu milljóna þjóð en ekki aðeins her Úkraínu.Getty/Úkraínska forsetaembættið „Endalausar eldflauga og sprengjuárásir á borgir okkar eru sönnun þess þeim hefur ekki tekist aðná neinu teljandi af landi okkur. Allar varnarlínur eru öruggar. Óvinurinn hefur ekki náðneinum taktískum árangri. Hann er vonsvikinn og ráðviltur. Kænugarður lifði enn eina nóttina af og einn eina sprengju- og flugskeytaárásina,“sagði Zelensky í dag. En hann varaði umheiminn jafnfram viða fleiðingum þess ef Úkraína lifir innrásina ekki af. Þá væru Eistland, Lettland, Litháen, Moldova, Georgía og Pólland næst. Úkraínumenn krefðust þess að lofthelgi Úkraínu verði lokað til að vernda óbreytta borgara fyrir loftárásum Rússa. Flóttafólk heldur áfram að streyma til nágrannaríkjanna í vestri. Það eru aðallega konur og börn þvíætlast er til að karlmenn frá átján ára til sextugs grípi til vopna og þeir fá ekki að yfirgefa landið samkvæmt neyðarlögum.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira