Grunnskólabörn handtekin í Moskvu fyrir að leggja blóm við úkraínska sendiráðið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. mars 2022 11:37 Börnunum var sleppt lausum þegar lögmaður þeirra mætti á lögreglustöðina. Twitter/@novaya_gazeta Að minnsta kosti fjögur grunnskólabörn og foreldrar þeirra voru handtekin í Moskvu í gær þegar þau lögðu blóm við úkraínska sendiráðið og héldu á skiltum sem á stóð „Nei við stríði“. Þúsundir hafa mótmælt innrás Rússa í Úkraínu um allt Rússland undanfarna daga. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að um 6.400 hafi verið handteknir í Rússlandi undanfarna viku fyrir að taka þátt í mótmælunum. Nokkrir voru handteknir fyrir mótmæli í gær í Sankti Pétursborg og í Moskvu, þar á meðal nokkur grunnskólabörn og foreldrar þeirra. Þau höfðu verið að leggja blóm við úkraínska sendiráðið þegar lögregla handtók þau en þeim var síðar sleppt þegar lögmaður þeirra mætti á Presnenskoye lögregustöðina. В ОВД Пресненское детей и их родителей оставляют на ночь. Полиция задержала их, когда они возлагали цветы у посольства УкраиныФото: фейсбук pic.twitter.com/Wq3trWsjPN— Новая Газета (@novaya_gazeta) March 1, 2022 Mannréttindastofnun SÞ hefur kallað eftir því að mótmælendum verði sleppt úr haldi. Á sunnudag mættu mótmælendum lögreglumenn í óeirðarbúningum og samkvæmt fréttastofu AP voru mótmælendur dregnir inn í lögreglubíla þrátt fyrir að mótmælin voru friðsamleg. Samkvæmt OVD-Info mannréttindasamtökunum, sem fylgjast með pólitískum handtökum, voru minnst 356 Rússar handteknir í 32 borgum vegna mótmæla gegn stríðinu. Þá segir í frétt AP að stjórnvöld í Kreml hafi gert allt sem þau geta til að gera lítið úr mótmælunum og hafa haldið því fram að mun færri hafi mótmælt stríðinu en raun ber vitni. Meirihluti þjóðarinnar styðji „sértækar hernaðaraðgerðir“ Rússa í Úkraínu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. 2. mars 2022 11:02 Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35 Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Þúsundir hafa mótmælt innrás Rússa í Úkraínu um allt Rússland undanfarna daga. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að um 6.400 hafi verið handteknir í Rússlandi undanfarna viku fyrir að taka þátt í mótmælunum. Nokkrir voru handteknir fyrir mótmæli í gær í Sankti Pétursborg og í Moskvu, þar á meðal nokkur grunnskólabörn og foreldrar þeirra. Þau höfðu verið að leggja blóm við úkraínska sendiráðið þegar lögregla handtók þau en þeim var síðar sleppt þegar lögmaður þeirra mætti á Presnenskoye lögregustöðina. В ОВД Пресненское детей и их родителей оставляют на ночь. Полиция задержала их, когда они возлагали цветы у посольства УкраиныФото: фейсбук pic.twitter.com/Wq3trWsjPN— Новая Газета (@novaya_gazeta) March 1, 2022 Mannréttindastofnun SÞ hefur kallað eftir því að mótmælendum verði sleppt úr haldi. Á sunnudag mættu mótmælendum lögreglumenn í óeirðarbúningum og samkvæmt fréttastofu AP voru mótmælendur dregnir inn í lögreglubíla þrátt fyrir að mótmælin voru friðsamleg. Samkvæmt OVD-Info mannréttindasamtökunum, sem fylgjast með pólitískum handtökum, voru minnst 356 Rússar handteknir í 32 borgum vegna mótmæla gegn stríðinu. Þá segir í frétt AP að stjórnvöld í Kreml hafi gert allt sem þau geta til að gera lítið úr mótmælunum og hafa haldið því fram að mun færri hafi mótmælt stríðinu en raun ber vitni. Meirihluti þjóðarinnar styðji „sértækar hernaðaraðgerðir“ Rússa í Úkraínu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. 2. mars 2022 11:02 Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35 Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. 2. mars 2022 11:02
Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35
Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45