Jón Gnarr segist hafa verið innblástur fyrir feril Selenskí Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. mars 2022 22:30 Jón Gnarr kveðst viðurkenna það nú að hann hafi haft rangt fyrir sér. NATO sé ekki alslæmt eftir allt saman. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri segist hafa verið innblástur fyrir pólitískan feril Vólódímir Selenskí Úkraínuforseta. Jón heimsótti Kænugarð í Úkraínu árið 2019 og er enn í einhverju sambandi við forsetann. Jón ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Þar rakti hann meðal annars uppeldisaðstæður sínar og skoðanir á Atlantshafsbandalaginu. „Ég hef alltaf litið á mig sem friðarsinna og andsnúinn hernaði og mannvígum. Eins og mörg þá er ég alinn upp á pólitísku heimili, þar sem að var ekki alltaf fallega talað um NATO. Ég hef alltaf átt í svona hálfgerðu krumpuðu sambandi við NATO. Og það vakti náttúrulega svolitla athygli þegar ég lagði niður svona einhverjar móttökur fyrir "officera" þegar ég var borgarstjóri,“ segir Jón. Þáttastjórnendur minntust á að í borgarstjóratíð Jóns hafi hann ekki verið hrifinn af herskipum í Reykjavíkurhöfn. Hann kvaðst þá hafa beint þeim tilmælum til skipstjóra herskipa um að þeir skyldu vinsamlegast „leggja annars staðar.“ NATO geri meira gott en slæmt Jón segist þó ekki hafa verið þeirrar skoðunar að Ísland ætti að segja sig fullkomlega úr NATO en telur að gengið hafi verið í bandalagið á vafasömum forsendum í upphafi. Það hafi verið tíðrætt á heimili hans í æsku og bandalagið þá jafnvel sagt hernaðarbandalag - en ekki varnarbandalag. Hann telur þó að NATO hafi nú sannað gildi sitt. „Ég viðurkenni það og ég horfðist í augu við það að ég hef haft rangt fyrir mér. Þó að þetta sé ekki eitthvað allra besta félag í heimi til að vera í, þá held ég að NATO geri meira gott en slæmt. Og aðstæðurnar í heiminum eru bara þannig að við þurfum að verja hendur okkar vegna þess að það eru til svona vitfirringar eins og Vladímír Pútín,“ segir Jón Gnarr. Heimsótti Kænugarð 2019 Jón Gnarr segir heimsókn hans til Úkraínu árið 2019 mótað og haft töluverð áhrif á skoðun hans á Atlantshafsbandalaginu. Úkraínumenn hafi talið okkur Íslendinga heppin að fá að vera í bandalaginu og hafi verið mjög umhugað um að fá að komast í NATO. Hann hitti Selenskí meðal annars í heimsókninni og kveðst enn heyra stundum í honum. „Ég hef verið í samskiptum við fólk í Úkraínu og hef bara viljað þeim allt vel. Hann var svona inspíreraður af Besta flokknum. Mér fannst ég svona hafa smá ábyrgð þarna, að ég hafi verið hluti af því sem inspíreraði hann til að gera svipaða hluti,“ segir Jón Gnarr og bætir við að Selenskí hafi í raun sagt það við hann - óbeint. Það hafi verið ástæðan fyrir heimsókninni. Hægt er að hlusta á viðtalið við Jón hér að neðan. Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira
Jón ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Þar rakti hann meðal annars uppeldisaðstæður sínar og skoðanir á Atlantshafsbandalaginu. „Ég hef alltaf litið á mig sem friðarsinna og andsnúinn hernaði og mannvígum. Eins og mörg þá er ég alinn upp á pólitísku heimili, þar sem að var ekki alltaf fallega talað um NATO. Ég hef alltaf átt í svona hálfgerðu krumpuðu sambandi við NATO. Og það vakti náttúrulega svolitla athygli þegar ég lagði niður svona einhverjar móttökur fyrir "officera" þegar ég var borgarstjóri,“ segir Jón. Þáttastjórnendur minntust á að í borgarstjóratíð Jóns hafi hann ekki verið hrifinn af herskipum í Reykjavíkurhöfn. Hann kvaðst þá hafa beint þeim tilmælum til skipstjóra herskipa um að þeir skyldu vinsamlegast „leggja annars staðar.“ NATO geri meira gott en slæmt Jón segist þó ekki hafa verið þeirrar skoðunar að Ísland ætti að segja sig fullkomlega úr NATO en telur að gengið hafi verið í bandalagið á vafasömum forsendum í upphafi. Það hafi verið tíðrætt á heimili hans í æsku og bandalagið þá jafnvel sagt hernaðarbandalag - en ekki varnarbandalag. Hann telur þó að NATO hafi nú sannað gildi sitt. „Ég viðurkenni það og ég horfðist í augu við það að ég hef haft rangt fyrir mér. Þó að þetta sé ekki eitthvað allra besta félag í heimi til að vera í, þá held ég að NATO geri meira gott en slæmt. Og aðstæðurnar í heiminum eru bara þannig að við þurfum að verja hendur okkar vegna þess að það eru til svona vitfirringar eins og Vladímír Pútín,“ segir Jón Gnarr. Heimsótti Kænugarð 2019 Jón Gnarr segir heimsókn hans til Úkraínu árið 2019 mótað og haft töluverð áhrif á skoðun hans á Atlantshafsbandalaginu. Úkraínumenn hafi talið okkur Íslendinga heppin að fá að vera í bandalaginu og hafi verið mjög umhugað um að fá að komast í NATO. Hann hitti Selenskí meðal annars í heimsókninni og kveðst enn heyra stundum í honum. „Ég hef verið í samskiptum við fólk í Úkraínu og hef bara viljað þeim allt vel. Hann var svona inspíreraður af Besta flokknum. Mér fannst ég svona hafa smá ábyrgð þarna, að ég hafi verið hluti af því sem inspíreraði hann til að gera svipaða hluti,“ segir Jón Gnarr og bætir við að Selenskí hafi í raun sagt það við hann - óbeint. Það hafi verið ástæðan fyrir heimsókninni. Hægt er að hlusta á viðtalið við Jón hér að neðan.
Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Sjá meira
Hver er Vólódímír Selenskí? Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur verið til mikillar umræðu undanfarna daga. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur Selenskí haldið þjóð sinni upplýstri með reglulegum færslum á samfélagsmiðlum og ákveðið að halda kyrru fyrir í heimalandinu, þrátt fyrir boð um aðstoð til flótta. 1. mars 2022 11:10