Ljósleiðarinn Erling Freyr Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2022 10:00 Á síðasta áratug 20. aldar, fyrir rúmum 20 árum, var starfandi metnaðarfullt hugbúnaðarfyrirtæki í Reykjavík. Það náði talsverðum árangri og seldi um hríð hugbúnaðarlausnir til Bandaríkjanna. Þá voru fjarskiptasambönd hinsvegar með þeim hætti að um leið og varan var tilbúin og ýtt var á „senda“ í tölvunni, var hún líka brennd á geisladisk og honum komið í hendur á góðviljaðri flugfreyju sem var á leið vestur um haf. Í dag finnst okkur þetta einhverskonar torfkofi en það er ekki lengra síðan en þetta að gagnaflutningar frá hugbúnaðarfyrirtækinu í höfuðborginni voru á þessu stigi. Framsýni Upp úr aldamótunum varð til sú sýn að til að standast kröfur framtíðar um atvinnuhætti og skilvirkni samfélagsins væri klókt að leggja ljósleiðara í hvert hús. Ljósleiðarinn, þessi örmjóa glerpípa, getur flutt gögn á ljóshraða og við erum ennþá langt frá endastöð í því að finna út hversu miklu gagnamagni má troða í þetta hárfína rör. Þessari framtíðarsýn var hrint í framkvæmd. Hvert einasta heimili í Reykjavík og hátt í 20 öðrum sveitarfélögum hefur nú verið tengt við þetta öfluga tauganet og nauðsyn þess hefur aldrei sannað sig betur en í heimavinnunni síðustu misseri. Hagsýni Auðvitað hefur þetta kostað talsverða peninga en almenningur hefur tekið þessari tækni opnum örmum. Sífellt fleiri velja að fá sína fjarskiptaþjónustu um ljósleiðara til að svara vaxandi kröfum á heimilinu fyrir snjallsjónvarpið, leikjatölvuna, farsímana fjóra og hjá mörgum öryggiskerfið og jafnvel ísskápinn eða gardínustýringuna. Sá hluti af fjarskiptakostnaði heimilis sem kemur í okkar hlut hefur lækkað um fjórðung að raunvirði síðasta rúma áratuginn og hið opna net Ljósleiðarans hefur stuðlað að aukinni samkeppni á fjarskiptamarkaðnum öllum sem hefur leitt til enn frekari hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki. Við hjá Ljósleiðaranum keppumst við að uppfylla gildi okkar um hagsýni og enn meiri útbreiðsla og notkun á ljósleiðaranum mun gera hann enn hagkvæmari. Heiðarleiki Ljósleiðarinn þjónar ekki bara heimilum. Þegar þú hringir úr farsímanum þínum er mjög líklegt að röddin þín fari einhvern hluta leiðarinnar að eyra viðmælandans um ljósleiðara. Við tengjum nefnilega líka saman loftnet og tengimiðstöðvar farsímakerfa. Áður en Ljósleiðarinn var stofnaður gátu símafélögin bara keypt svoleiðis þjónustu hjá einu fyrirtæki, sama fyrirtæki og þau voru að keppa við um viðskiptavini í síma- og netþjónustunni. Nú er þetta gerbreytt þó metnaður okkar standi auðvitað til þess að verða enn öflugri keppinautur. Heiðarleg samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur aukist. Sífellt fleiri sjá viðskiptatækifæri á fjarskiptamarkaði af því að grunnurinn er traustur og símafyrirtæki geta valið sér grunnnet sífellt víðar um landið. Þar viljum við bæta okkur enn frekar. 1.000 þræðir Viðskiptalíkan Ljósleiðarans hefur reynst vel. Við sjáum um að koma gögnum – sjónvarpsútsendingum, tölvupóstum, símtölum, SMS-um og öllu mögulegu – tryggilega til skila án þess að keppa við símafyrirtækin sem við þjónum. Þessu líkani okkar og þeirri skilvirku þjónustu sem við höfum byggt upp til að styðja við það er hampað sem fyrirmynd í útlöndum. Á næstu misserum fáum við líklega að spreyta okkur í alþjóðlegri samkeppni þar sem okkar helsti keppinautur í gagnaflutningum hér á landi er á leiðinni í erlenda eigu og nýir, væntanlegar eigendur hafa í viðtölum fyrir leikinn verið með stórar yfirlýsingar. Hvernig leikurinn fer er spennandi og við Ljósleiðarafólk munum gera okkar allra besta til að samkeppnin blómstri, almenningi til hagsbóta og svo að ekki þurfi að senda geisladiska með flugfreyjum vestur um haf. Reykjanesbrautin er stundum ófær. Höfundur er framkvæmdastjóri Ljósleiðarans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta áratug 20. aldar, fyrir rúmum 20 árum, var starfandi metnaðarfullt hugbúnaðarfyrirtæki í Reykjavík. Það náði talsverðum árangri og seldi um hríð hugbúnaðarlausnir til Bandaríkjanna. Þá voru fjarskiptasambönd hinsvegar með þeim hætti að um leið og varan var tilbúin og ýtt var á „senda“ í tölvunni, var hún líka brennd á geisladisk og honum komið í hendur á góðviljaðri flugfreyju sem var á leið vestur um haf. Í dag finnst okkur þetta einhverskonar torfkofi en það er ekki lengra síðan en þetta að gagnaflutningar frá hugbúnaðarfyrirtækinu í höfuðborginni voru á þessu stigi. Framsýni Upp úr aldamótunum varð til sú sýn að til að standast kröfur framtíðar um atvinnuhætti og skilvirkni samfélagsins væri klókt að leggja ljósleiðara í hvert hús. Ljósleiðarinn, þessi örmjóa glerpípa, getur flutt gögn á ljóshraða og við erum ennþá langt frá endastöð í því að finna út hversu miklu gagnamagni má troða í þetta hárfína rör. Þessari framtíðarsýn var hrint í framkvæmd. Hvert einasta heimili í Reykjavík og hátt í 20 öðrum sveitarfélögum hefur nú verið tengt við þetta öfluga tauganet og nauðsyn þess hefur aldrei sannað sig betur en í heimavinnunni síðustu misseri. Hagsýni Auðvitað hefur þetta kostað talsverða peninga en almenningur hefur tekið þessari tækni opnum örmum. Sífellt fleiri velja að fá sína fjarskiptaþjónustu um ljósleiðara til að svara vaxandi kröfum á heimilinu fyrir snjallsjónvarpið, leikjatölvuna, farsímana fjóra og hjá mörgum öryggiskerfið og jafnvel ísskápinn eða gardínustýringuna. Sá hluti af fjarskiptakostnaði heimilis sem kemur í okkar hlut hefur lækkað um fjórðung að raunvirði síðasta rúma áratuginn og hið opna net Ljósleiðarans hefur stuðlað að aukinni samkeppni á fjarskiptamarkaðnum öllum sem hefur leitt til enn frekari hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki. Við hjá Ljósleiðaranum keppumst við að uppfylla gildi okkar um hagsýni og enn meiri útbreiðsla og notkun á ljósleiðaranum mun gera hann enn hagkvæmari. Heiðarleiki Ljósleiðarinn þjónar ekki bara heimilum. Þegar þú hringir úr farsímanum þínum er mjög líklegt að röddin þín fari einhvern hluta leiðarinnar að eyra viðmælandans um ljósleiðara. Við tengjum nefnilega líka saman loftnet og tengimiðstöðvar farsímakerfa. Áður en Ljósleiðarinn var stofnaður gátu símafélögin bara keypt svoleiðis þjónustu hjá einu fyrirtæki, sama fyrirtæki og þau voru að keppa við um viðskiptavini í síma- og netþjónustunni. Nú er þetta gerbreytt þó metnaður okkar standi auðvitað til þess að verða enn öflugri keppinautur. Heiðarleg samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur aukist. Sífellt fleiri sjá viðskiptatækifæri á fjarskiptamarkaði af því að grunnurinn er traustur og símafyrirtæki geta valið sér grunnnet sífellt víðar um landið. Þar viljum við bæta okkur enn frekar. 1.000 þræðir Viðskiptalíkan Ljósleiðarans hefur reynst vel. Við sjáum um að koma gögnum – sjónvarpsútsendingum, tölvupóstum, símtölum, SMS-um og öllu mögulegu – tryggilega til skila án þess að keppa við símafyrirtækin sem við þjónum. Þessu líkani okkar og þeirri skilvirku þjónustu sem við höfum byggt upp til að styðja við það er hampað sem fyrirmynd í útlöndum. Á næstu misserum fáum við líklega að spreyta okkur í alþjóðlegri samkeppni þar sem okkar helsti keppinautur í gagnaflutningum hér á landi er á leiðinni í erlenda eigu og nýir, væntanlegar eigendur hafa í viðtölum fyrir leikinn verið með stórar yfirlýsingar. Hvernig leikurinn fer er spennandi og við Ljósleiðarafólk munum gera okkar allra besta til að samkeppnin blómstri, almenningi til hagsbóta og svo að ekki þurfi að senda geisladiska með flugfreyjum vestur um haf. Reykjanesbrautin er stundum ófær. Höfundur er framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun