Jón Axel búinn að græja veitingastað í Bologna Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2022 10:01 Jón Axel Guðmundsson á ferðinni gegn Ítalíu í gær. Hann naut þess að spila fyrir framan fullan sal af fólki heima á Íslandi, eftir langa bið. VÍSIR/BÁRA Jón Axel Guðmundsson er á leið til Bologna á Ítalíu, þar sem hann spilaði fyrri hluta leiktíðar, til að mæta Ítölum öðru sinni í undankeppni HM í körfubolta. Ísland vann þegar liðin mættust í Ólafssal í gær í tvíframlengdum trylli. „Þetta er mjög stórt en á sama tíma þurfum við að reyna að róa okkur niður og koma tilbúnir aftur á sunnudaginn,“ sagði Jón Axel við Vísi í gærkvöld, eftir sigurinn magnaða á Ítalíu, og bætti við: „En þetta er risastórt fyrir Íslands hönd. Þetta er eitt stærsta liðið í heimi og þeir voru að spila á Ólympíuleikunum í fyrrasumar, margir af þessum gæjum sem spiluðu núna, þannig að þetta er risastórt fyrir svona litla þjóð eins og Ísland.“ Klippa: Jón Axel eftir sigurinn gegn Ítalíu Jón Axel naut þess í botn að spila fyrir framan fullan Ólafssal í Hafnarfirði í gærkvöld en nú er förinni heitið til Bologna þar sem hann lék með Fortitudo Bologna fyrri hluta leiktíðar. Má þá ekki slá því föstu að hann taki að sér leiðsögn í borginni? „Þarf maður ekki að reyna að gera eitthvað? Koma okkur saman, fá „recovery“ og borða góðan mat. Fyrirliðinn í liðinu sem ég var með þarna úti var að senda á mig og spyrja hvort ég ætlaði ekki að kíkja á veitingastaðinn hjá honum. Við förum í góða máltíð þarna,“ sagði Jón Axel léttur í bragði. Hann skoraði 11 stig og tók átta fráköst í gærkvöld, og var algjörlega óhræddur við að taka af skarið þegar spennan var sem mest undir lok leiks og í framlengingunum: „Við erum allir vanir þessu, búnir að spila upp alla yngri flokka í jöfnum leikjum og þetta er ekkert öðruvísi. Áhorfendur gefa manni líka extra „búst“ svo það er mikilvægt að fá svona heimaleiki og geta spilað á Íslandi, því það vita allir að þegar það er stórmót þá kemur öll íslenska þjóðin saman og styður við bakið á öllum mönnum,“ sagði Jón Axel en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
„Þetta er mjög stórt en á sama tíma þurfum við að reyna að róa okkur niður og koma tilbúnir aftur á sunnudaginn,“ sagði Jón Axel við Vísi í gærkvöld, eftir sigurinn magnaða á Ítalíu, og bætti við: „En þetta er risastórt fyrir Íslands hönd. Þetta er eitt stærsta liðið í heimi og þeir voru að spila á Ólympíuleikunum í fyrrasumar, margir af þessum gæjum sem spiluðu núna, þannig að þetta er risastórt fyrir svona litla þjóð eins og Ísland.“ Klippa: Jón Axel eftir sigurinn gegn Ítalíu Jón Axel naut þess í botn að spila fyrir framan fullan Ólafssal í Hafnarfirði í gærkvöld en nú er förinni heitið til Bologna þar sem hann lék með Fortitudo Bologna fyrri hluta leiktíðar. Má þá ekki slá því föstu að hann taki að sér leiðsögn í borginni? „Þarf maður ekki að reyna að gera eitthvað? Koma okkur saman, fá „recovery“ og borða góðan mat. Fyrirliðinn í liðinu sem ég var með þarna úti var að senda á mig og spyrja hvort ég ætlaði ekki að kíkja á veitingastaðinn hjá honum. Við förum í góða máltíð þarna,“ sagði Jón Axel léttur í bragði. Hann skoraði 11 stig og tók átta fráköst í gærkvöld, og var algjörlega óhræddur við að taka af skarið þegar spennan var sem mest undir lok leiks og í framlengingunum: „Við erum allir vanir þessu, búnir að spila upp alla yngri flokka í jöfnum leikjum og þetta er ekkert öðruvísi. Áhorfendur gefa manni líka extra „búst“ svo það er mikilvægt að fá svona heimaleiki og geta spilað á Íslandi, því það vita allir að þegar það er stórmót þá kemur öll íslenska þjóðin saman og styður við bakið á öllum mönnum,“ sagði Jón Axel en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira