Sendiherra Rússa segir markmið að ganga frá her Úkraínu og nasistum þar Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2022 19:45 Mikhail Noskov sendiherra Rússlands segir nasista fá að starfa óáreitta í Úkraínu. Stöð 2/Arnar Sendiherra Rússlands á Íslandi segir markmið innrásarinnar í Úkraínu að afhernaðarvæða landið sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Ganga þurfi milli bols og höfuðs á nasistum í Úkraínu sem þrífist þar í skjóli stjórnvalda. Þegar leitað er útskýringa á innrásinni í Úkraínu og markmiðum hennar hjá Mikahil Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi hvetur hann alla til að kynna sér rökstuðning Vladimir Pútíns Rússlandsforseta frá því í nótt. „Ég vil leggja áherslu á að markmið þessara aðgerða, eins og Pútín forseti sagði, er afvopnun og afnasistavæðing Úkraínu sem eru nauðsynleg skilyrði til að tryggja öryggi Donbas-lýðveldanna,“ segir Noskov. En eftir að Rússland viðurkenndi sjálfstæði hina svo kölluðu alþýðulýðvelda í Donbas og óskuðu eftir hernaðaraðstoð Rússa var Pútín kominn með tilliástæðu til að ráðast inn í landið. Sendiherrann segir nauðsynlegt að verja óbreytta borgara í Donetsk og Luhansk þar sem hundruð þúsunda Rússa búi gegn árásum Úkraínuhers. Markmiðið með innrásinni sé einnig að verja öryggi Rússlands sem hafi verið ógnað frá valdaráninu 2014 með stuðningi sumra vestrænna ríkja. Þú býrð hér á Vesturlöndum, þú ert sendiherra í Reykjavík, finnst þér það trúverðugt, að einhver önnur ríki en Rússland trúi því þegar þið kallið Úkraínumenn nasista? „Það er undir ykkur komið að ákveða það. En við höfum staðreyndirnar og fyrir okkur er það algerlega skýrt að það eru nasísk öfl í Úkraínu.“ Telur þú ríkisstjórn Úkraínu vera nasistastjórn? „Ég held það ekki og ég vil ekki lýsa því yfir. En við sjáum að ríkisstjórn Úkraínu og úkraínsk yfirvöld gera ekkert til að bæla niður þessi nasísku öfl," segir Noskov. Refsiaðgerðir Vesturlanda muni vissulega skaða Rússa en þeir séu vanir slíkum aðgerðum. Vesturlönd muni einnig líða fyrir aðgerðirnar. Sendiherrann hafði þetta að segja við mótmælendur við sendiráð hans í dag. „Ég vil hvetja þá til að fara yfir yfirlýsingu forseta okkar, þá verður þetta skiljanlegra og skýrara fyrir þau hverjar ástæðurnar eru fyrir aðgerðum okkar. Ég vona sannarlega að margir þeirra sem vilja mótmæla, sem þeir er frjálst að gera, það er réttur þeirra, muni skilja þetta og þá munu þau kannski skipta um skoðun,“ segir Mikhail Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Sárt að fylgjast með úr fjarlægð og vill refsiaðgerðir gegn ólígörkum Úkraínumaðurinn Naz Davidoff segir erfitt og sársaukafullt að fylgjast með átökunum í Úkraínu úr fjarlægð frá Íslandi. Hann hefur verið í nánu sambandi við vini og ættingja sína í landinu í dag og hefur áhyggjur af öryggi þeirra. 24. febrúar 2022 16:13 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Þegar leitað er útskýringa á innrásinni í Úkraínu og markmiðum hennar hjá Mikahil Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi hvetur hann alla til að kynna sér rökstuðning Vladimir Pútíns Rússlandsforseta frá því í nótt. „Ég vil leggja áherslu á að markmið þessara aðgerða, eins og Pútín forseti sagði, er afvopnun og afnasistavæðing Úkraínu sem eru nauðsynleg skilyrði til að tryggja öryggi Donbas-lýðveldanna,“ segir Noskov. En eftir að Rússland viðurkenndi sjálfstæði hina svo kölluðu alþýðulýðvelda í Donbas og óskuðu eftir hernaðaraðstoð Rússa var Pútín kominn með tilliástæðu til að ráðast inn í landið. Sendiherrann segir nauðsynlegt að verja óbreytta borgara í Donetsk og Luhansk þar sem hundruð þúsunda Rússa búi gegn árásum Úkraínuhers. Markmiðið með innrásinni sé einnig að verja öryggi Rússlands sem hafi verið ógnað frá valdaráninu 2014 með stuðningi sumra vestrænna ríkja. Þú býrð hér á Vesturlöndum, þú ert sendiherra í Reykjavík, finnst þér það trúverðugt, að einhver önnur ríki en Rússland trúi því þegar þið kallið Úkraínumenn nasista? „Það er undir ykkur komið að ákveða það. En við höfum staðreyndirnar og fyrir okkur er það algerlega skýrt að það eru nasísk öfl í Úkraínu.“ Telur þú ríkisstjórn Úkraínu vera nasistastjórn? „Ég held það ekki og ég vil ekki lýsa því yfir. En við sjáum að ríkisstjórn Úkraínu og úkraínsk yfirvöld gera ekkert til að bæla niður þessi nasísku öfl," segir Noskov. Refsiaðgerðir Vesturlanda muni vissulega skaða Rússa en þeir séu vanir slíkum aðgerðum. Vesturlönd muni einnig líða fyrir aðgerðirnar. Sendiherrann hafði þetta að segja við mótmælendur við sendiráð hans í dag. „Ég vil hvetja þá til að fara yfir yfirlýsingu forseta okkar, þá verður þetta skiljanlegra og skýrara fyrir þau hverjar ástæðurnar eru fyrir aðgerðum okkar. Ég vona sannarlega að margir þeirra sem vilja mótmæla, sem þeir er frjálst að gera, það er réttur þeirra, muni skilja þetta og þá munu þau kannski skipta um skoðun,“ segir Mikhail Noskov sendiherra Rússlands á Íslandi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02 Sárt að fylgjast með úr fjarlægð og vill refsiaðgerðir gegn ólígörkum Úkraínumaðurinn Naz Davidoff segir erfitt og sársaukafullt að fylgjast með átökunum í Úkraínu úr fjarlægð frá Íslandi. Hann hefur verið í nánu sambandi við vini og ættingja sína í landinu í dag og hefur áhyggjur af öryggi þeirra. 24. febrúar 2022 16:13 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Mótmæltu við rússneska sendiráðið Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi. 24. febrúar 2022 17:02
Sárt að fylgjast með úr fjarlægð og vill refsiaðgerðir gegn ólígörkum Úkraínumaðurinn Naz Davidoff segir erfitt og sársaukafullt að fylgjast með átökunum í Úkraínu úr fjarlægð frá Íslandi. Hann hefur verið í nánu sambandi við vini og ættingja sína í landinu í dag og hefur áhyggjur af öryggi þeirra. 24. febrúar 2022 16:13