Frekari innrás og auknar refsiaðgerðir í kortunum Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2022 10:46 Gífurleg spenna er í Úkraínu þessa dagana. AP/Markus Schreiber Yfirvöld í Úkraínu byrjuðu í morgun að kveðja 18 ára til sextuga menn í varaliði hersins til starfa eftir að Vólódómír Selenskí, forseti, fyrirskipaði slíkt í gær. Rússar hafa flutt herlið inn í austurhluta Úkraínu, á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna en Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi á mánudaginn sjálfstæði þessara svæða og rúmlega það. Þeir sem verða kallaðir í varalið hers Úkraínu munu þurfa að vera í hernum að hámarki í eitt ár, samkvæmt frétt Reuters. Auk þess að kveðja menn í varaliðið hafa yfirvöld í Úkraínu kvatt alla borgara til að fara frá Rússlandi. Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn ætli sér að lýsa yfir þrjátíu daga neyðarástandi, sem hægt verði að framlengja í sextíu daga. Pútín fékk í gær formlega heimild frá þingi Rússlands til að beita her ríkisins utan landamæra þess. Þá sagði hann að hin nýju ríki aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk ættu að afmarkast að formlegum landamærum héraðanna. Aðskilnaðarsinnar og Rússar hafa hins vegar ekki yfirráð á meirihlutum þessara héraða og til að hafa þau landamæri sem Pútín vill, þarf að reka úkraínska herinn á brott. Á annað hundrað þúsund rússneskir hermenn eru á svæðinu og annars staðar við landamæri Úkraínu og samkvæmt heimild þingsins er Pútín formlega kleift að beita þeim eins og hann vill. Vesturveldin svokölluðu og bandamenn Úkraínu beittu Rússa í gær refsiaðgerðum vegna aðgerða þeirra í Úkraínu, sem ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar hafa skilgreint sem innrás. „Tölum hreint út, Rússar tilkynntu að þeir væru að skera sér stóra sneið af Úkraínu,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í gærkvöldi þegar hann opinberaði refsiaðgerðir sínar. Sjá einnig: Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Ræðuna má lesa á ensku hér á vef Kreml. Samkvæmt varnarsáttmálanum sem Pútín gerði við leiðtoga aðskilnaðarsinnanna getur Rússland komið Luhansk og Donetsk til hernaðarlegrar aðstoðar og byggt herstöðvar þar. Í gær lýsti Pútín því svo yfir að hann vildi að yfirvöld í Úkraínu legðu allar áætlanir um að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið til hliðar, lýstu yfir hlutleysi og leystu upp her landsins. Forsetinn rússneski sagði einnig að Úkraínumenn þyrftu að viðurkenna innlimun Rússlands á Krímskaga árið 2014. Pútín sagðist tilbúinn til frekari viðræðna, svo lengi sem hagsmunir Rússlands yrðu tryggðir. Refsiaðgerðir gætu verið hertar Biden varaði við því í gær að ef Pútín reyndi að stækka yfirráðasvæði sín í Úkraínu yrði Rússland beitt strangari refsiaðgerðum. Meðal annars var aðgengi Rússa að vestrænu fjármagni takmarkað í gær og refsiaðgerðir beittar gegn bönkum, þingmönnum og auðjöfrum í Rússlandi. Í vopnabúri Bidens eru þó frekari aðgerðir sem gætu meinað Rússum aðgang að hátæknibúnaði sem er meðal annars mikilvægur í iðnaði og vopnaframleiðslu og umfangsmikil bönn sem gætu grafið verulega undan möguleikum Rússa til að eiga í viðskiptum við umheiminn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar sem Reuters hefur rætt við segja ræðu Pútíns á mánudaginn og ummæli hans um Úkraínu til marks um að hann vilji ekki láta staðar numið við Luhansk og Donetsk. Hann vilji mögulega taka allt landið eða í það minnsta skipta Úkraínu í tvennt. Átök í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Evrópusambandið Tengdar fréttir Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ 22. febrúar 2022 20:43 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Þeir sem verða kallaðir í varalið hers Úkraínu munu þurfa að vera í hernum að hámarki í eitt ár, samkvæmt frétt Reuters. Auk þess að kveðja menn í varaliðið hafa yfirvöld í Úkraínu kvatt alla borgara til að fara frá Rússlandi. Fregnir hafa borist af því að Úkraínumenn ætli sér að lýsa yfir þrjátíu daga neyðarástandi, sem hægt verði að framlengja í sextíu daga. Pútín fékk í gær formlega heimild frá þingi Rússlands til að beita her ríkisins utan landamæra þess. Þá sagði hann að hin nýju ríki aðskilnaðarsinna í Luhansk og Donetsk ættu að afmarkast að formlegum landamærum héraðanna. Aðskilnaðarsinnar og Rússar hafa hins vegar ekki yfirráð á meirihlutum þessara héraða og til að hafa þau landamæri sem Pútín vill, þarf að reka úkraínska herinn á brott. Á annað hundrað þúsund rússneskir hermenn eru á svæðinu og annars staðar við landamæri Úkraínu og samkvæmt heimild þingsins er Pútín formlega kleift að beita þeim eins og hann vill. Vesturveldin svokölluðu og bandamenn Úkraínu beittu Rússa í gær refsiaðgerðum vegna aðgerða þeirra í Úkraínu, sem ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar hafa skilgreint sem innrás. „Tölum hreint út, Rússar tilkynntu að þeir væru að skera sér stóra sneið af Úkraínu,“ sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í gærkvöldi þegar hann opinberaði refsiaðgerðir sínar. Sjá einnig: Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Ræðuna má lesa á ensku hér á vef Kreml. Samkvæmt varnarsáttmálanum sem Pútín gerði við leiðtoga aðskilnaðarsinnanna getur Rússland komið Luhansk og Donetsk til hernaðarlegrar aðstoðar og byggt herstöðvar þar. Í gær lýsti Pútín því svo yfir að hann vildi að yfirvöld í Úkraínu legðu allar áætlanir um að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið til hliðar, lýstu yfir hlutleysi og leystu upp her landsins. Forsetinn rússneski sagði einnig að Úkraínumenn þyrftu að viðurkenna innlimun Rússlands á Krímskaga árið 2014. Pútín sagðist tilbúinn til frekari viðræðna, svo lengi sem hagsmunir Rússlands yrðu tryggðir. Refsiaðgerðir gætu verið hertar Biden varaði við því í gær að ef Pútín reyndi að stækka yfirráðasvæði sín í Úkraínu yrði Rússland beitt strangari refsiaðgerðum. Meðal annars var aðgengi Rússa að vestrænu fjármagni takmarkað í gær og refsiaðgerðir beittar gegn bönkum, þingmönnum og auðjöfrum í Rússlandi. Í vopnabúri Bidens eru þó frekari aðgerðir sem gætu meinað Rússum aðgang að hátæknibúnaði sem er meðal annars mikilvægur í iðnaði og vopnaframleiðslu og umfangsmikil bönn sem gætu grafið verulega undan möguleikum Rússa til að eiga í viðskiptum við umheiminn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar sem Reuters hefur rætt við segja ræðu Pútíns á mánudaginn og ummæli hans um Úkraínu til marks um að hann vilji ekki láta staðar numið við Luhansk og Donetsk. Hann vilji mögulega taka allt landið eða í það minnsta skipta Úkraínu í tvennt.
Átök í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Evrópusambandið Tengdar fréttir Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ 22. febrúar 2022 20:43 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ 22. febrúar 2022 20:43
Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02
„Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. 22. febrúar 2022 14:01