Er það af því hún er kona? Harpa Þorsteinsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 07:00 Í haust skrifaði ég nokkur orð um þá stöðu sem knattspyrnuhreyfingin stóð frammi fyrir, þar sem skilaboðin voru skýr, umræðan hávær og ljóst var að sambandið þurfti að gangast í viðamiklar aðgerðir. Aðgerðir sem fólu í sér að rýna verkferla, byggja upp traust og taka skýra afstöðu gegn ofbeldi í hvers kyns formi. Eins og við var að búast fengu eflaust nokkrir aðilar kallið um að stíga upp, taka boltann og gefa kost á sér í starf formanns KSÍ. Ég var ein af þeim og ég væri að segja ósatt ef ég segði að það hefði ekki verið freistandi en um leið og ég heyrði af framboði Vöndu þá vissi ég að það væri frábær kostur fyrir KSÍ að hún tæki við boltanum og héldi honum á lofti í krefjandi aðstæðum. Við þetta tengja án efa flestir ef ekki allir þeir sem þekkja til Vöndu, hvort sem það er í gegnum leik eða starf, því þeir vita að hún sinnir störfum sínum af miklum metnaði og einlægni. Það er þessi einlægni og heiðarleiki vilji til framþróunar sem er svo ómetanlegur í starfi sem þessu. Það hefur hún án efa sýnt á síðustu mánuðum með því að lægja öldur og á sama tíma horfa til framtíðar. Ég get ekki annað en fagnað því að hún ætli að gefa kost á sér áfram í starfið. Vanda hefur það sem þarf til að sinna embætti formanns KSÍ og hún hefur sýnt það með störfum sínum í haust að hún er traustsins verð. Fólk er mishæft um að hafa áhrif. Þetta er oft meðfæddur eiginleiki þó það sé örugglega hægt að þjálfa hann upp. En Vanda er þannig, hún skilur eftir brauðmola hér og þar sem nýtast svo fólki þegar það lendir í krefjandi aðstæðum. Það er ekki af ástæðulausu að hún hefur lagt áherslu á það að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum, virðingu fyrir einstaklingnum og hæfni til að ná árangri, að vera fyrirliði og leiðtogi er henni eðlislægt. Ég get með fullri vissu sagt að það er enginn betri en hún í að nálgast einstaklinga og hópa af sömu virðingu hvar svo sem þeir kunna að vera í “goggunarröðinni”, hlusta og mæta þörfum þeirra. Ágætur mótframbjóðandi Vöndu leggur áherslu á að setja þurfi fótboltann í fyrsta sæti. Vanda setur manneskjuna alltaf í fyrsta sæti og það er alls ekki á kostnað árangurs, þvert á móti. KSÍ er samband fyrir svo ótrúlega fjölbreytta flóru knattspyrnuiðkenda og aðstandanda þeirra. Börn, fullorðnir, erlendir, fatlaðir, aldraðir, þéttbýlistúttur, dreifbýlistúttur, afreksfólk, áhugafólk, stuðningsmenn. Ég treysti Vöndu til þess að bera virðingu fyrir öllum þeim verkefnum sem heyra undir KSÍ. Ég treysti henni til þess að halda áfram í þeirri vegferð sem þegar er hafin og ekki af því hún er kona heldur af því hún er hæf í starfið, af því að hún er með skýra framtíðarsýn og frábær kostur þegar kemur að því að leiða hreyfinguna áfram. Það eru bjartir tímar framundan! Höfundur er fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Harpa Þorsteinsdóttir Tengdar fréttir Hvað nú? Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar. 31. ágúst 2021 12:02 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í haust skrifaði ég nokkur orð um þá stöðu sem knattspyrnuhreyfingin stóð frammi fyrir, þar sem skilaboðin voru skýr, umræðan hávær og ljóst var að sambandið þurfti að gangast í viðamiklar aðgerðir. Aðgerðir sem fólu í sér að rýna verkferla, byggja upp traust og taka skýra afstöðu gegn ofbeldi í hvers kyns formi. Eins og við var að búast fengu eflaust nokkrir aðilar kallið um að stíga upp, taka boltann og gefa kost á sér í starf formanns KSÍ. Ég var ein af þeim og ég væri að segja ósatt ef ég segði að það hefði ekki verið freistandi en um leið og ég heyrði af framboði Vöndu þá vissi ég að það væri frábær kostur fyrir KSÍ að hún tæki við boltanum og héldi honum á lofti í krefjandi aðstæðum. Við þetta tengja án efa flestir ef ekki allir þeir sem þekkja til Vöndu, hvort sem það er í gegnum leik eða starf, því þeir vita að hún sinnir störfum sínum af miklum metnaði og einlægni. Það er þessi einlægni og heiðarleiki vilji til framþróunar sem er svo ómetanlegur í starfi sem þessu. Það hefur hún án efa sýnt á síðustu mánuðum með því að lægja öldur og á sama tíma horfa til framtíðar. Ég get ekki annað en fagnað því að hún ætli að gefa kost á sér áfram í starfið. Vanda hefur það sem þarf til að sinna embætti formanns KSÍ og hún hefur sýnt það með störfum sínum í haust að hún er traustsins verð. Fólk er mishæft um að hafa áhrif. Þetta er oft meðfæddur eiginleiki þó það sé örugglega hægt að þjálfa hann upp. En Vanda er þannig, hún skilur eftir brauðmola hér og þar sem nýtast svo fólki þegar það lendir í krefjandi aðstæðum. Það er ekki af ástæðulausu að hún hefur lagt áherslu á það að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum, virðingu fyrir einstaklingnum og hæfni til að ná árangri, að vera fyrirliði og leiðtogi er henni eðlislægt. Ég get með fullri vissu sagt að það er enginn betri en hún í að nálgast einstaklinga og hópa af sömu virðingu hvar svo sem þeir kunna að vera í “goggunarröðinni”, hlusta og mæta þörfum þeirra. Ágætur mótframbjóðandi Vöndu leggur áherslu á að setja þurfi fótboltann í fyrsta sæti. Vanda setur manneskjuna alltaf í fyrsta sæti og það er alls ekki á kostnað árangurs, þvert á móti. KSÍ er samband fyrir svo ótrúlega fjölbreytta flóru knattspyrnuiðkenda og aðstandanda þeirra. Börn, fullorðnir, erlendir, fatlaðir, aldraðir, þéttbýlistúttur, dreifbýlistúttur, afreksfólk, áhugafólk, stuðningsmenn. Ég treysti Vöndu til þess að bera virðingu fyrir öllum þeim verkefnum sem heyra undir KSÍ. Ég treysti henni til þess að halda áfram í þeirri vegferð sem þegar er hafin og ekki af því hún er kona heldur af því hún er hæf í starfið, af því að hún er með skýra framtíðarsýn og frábær kostur þegar kemur að því að leiða hreyfinguna áfram. Það eru bjartir tímar framundan! Höfundur er fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu.
Hvað nú? Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar. 31. ágúst 2021 12:02
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun