Öryggiráðið fundar um stöðuna: Sendir herlið inn í Úkraínu og ber fyrir sig friðargæslu Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2022 21:48 Forseti Rússlands hefur ákveðið að senda herlið inn í Úkraínu. Vísir/EPA Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fyrirskipað að herlið fari inn í Luhansk og Donetsk. Hann segir því ætlað að sinna friðargæslu. Þegar eru um 190 þúsund rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu. Nýjustu fréttir birtast í vaktinni hér að neðan. Í kvöld viðurkenndi Pútín sjálfstæði þess sem hann kallar alþýðulýðveldið Donetsk og alþýðulýðveldið Luhansk. Skömmu seinna fyrirskipaði hann að rússneskir hermenn yrðu sendir inn í héröðin til að sinna friðargæslu, að því er segir í frétt The Guardian. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar nú um stöðuna. Fundur er fyrir opnum tjöldum eftir allt saman en upphaflega höfðu Rússar ætlað að hefta aðgengi að honum, en þeir fara með forsæti í nefndinni. Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan: Þvinganir tilkynntar á morgun Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja funduðu í tíu klukkutíma í dag þar sem mögulegar þvinganir gegn Rússum voru ræddar. Enn er ekki einhugur um refsiaðgerðir en Josep Borrell, yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu að hann muni leggja aðgerðapakka fyrir ráðherrana á morgun. Þeir munu þurfa að samþykkja hann einróma ef eitthvað á að verða af refsiaðgerðum. Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í samtali við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, að Bandaríkin myndu bregðast hratt og örugglega við ákvörðun Pútíns og beita Rússa þvingunum, að því er segir í tilkynningu Hvíta hússins. Þá segir að Biden fordæmi að Pútín hafi viðurkennt sjálfstæði þess sem hann kallar alþýðulýðveldið Donetsk og alþýðulýðveldið Luhansk. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir aðgerðir Pútíns og segir þær einfaldlega ekki ásættanlegar. Hún segir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðanna klárt brot á alþjóðalögum og landhelgi Úkraínu. „Rússland verður að snúa aftur að samningaborðinu og virða alþjóðlegar skuldbindingar sínar,“ segir hún á Twitter. Russia s recognition of Donetsk & Luhansk, under the threat of military incursion is a clear violation of international law & Ukraine s territorial integrity. This act is not acceptable. Russia must return to a path of diplomacy and honor its international commitments.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 21, 2022 Utanríkisráðherra Bretlands tilkynnti á Twitter í kvöld að nýjar þvinganir gegn Rússum verði tilkynntar á morgun vegna brots þeirra á alþjóðalögum og fullveldi og landhelgi Úkráinu. Tomorrow we will be announcing new sanctions on Russia in response to their breach of international law and attack on Ukraine's sovereignty and territorial integrity.— Liz Truss (@trussliz) February 21, 2022 Þá segir hann Bretland muni samræma aðgerðir sínar með Evrópusambandinu. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að viðurkenningu Pútíns á sjálfstæði héraðanna kalla á hröð og harkaleg viðbrögð. „Við munum gera viðeigandi ráðstafanir í samráði viðbandamenn okkar,“ segir hann á Twitter. Kremlin recognition of the so-called Donetsk and Luhansk People s Republics as independent requires a swift and firm response, and we will take appropriate steps in coordination with partners.— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) February 21, 2022 Þá segir hann að ríkjum heimsins beri engin skylda til að viðurkenna sjálfstæði ríkja sem komið er á með ofbeldi eða hótunum þar um.
Í kvöld viðurkenndi Pútín sjálfstæði þess sem hann kallar alþýðulýðveldið Donetsk og alþýðulýðveldið Luhansk. Skömmu seinna fyrirskipaði hann að rússneskir hermenn yrðu sendir inn í héröðin til að sinna friðargæslu, að því er segir í frétt The Guardian. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar nú um stöðuna. Fundur er fyrir opnum tjöldum eftir allt saman en upphaflega höfðu Rússar ætlað að hefta aðgengi að honum, en þeir fara með forsæti í nefndinni. Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan: Þvinganir tilkynntar á morgun Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja funduðu í tíu klukkutíma í dag þar sem mögulegar þvinganir gegn Rússum voru ræddar. Enn er ekki einhugur um refsiaðgerðir en Josep Borrell, yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu að hann muni leggja aðgerðapakka fyrir ráðherrana á morgun. Þeir munu þurfa að samþykkja hann einróma ef eitthvað á að verða af refsiaðgerðum. Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í samtali við Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, að Bandaríkin myndu bregðast hratt og örugglega við ákvörðun Pútíns og beita Rússa þvingunum, að því er segir í tilkynningu Hvíta hússins. Þá segir að Biden fordæmi að Pútín hafi viðurkennt sjálfstæði þess sem hann kallar alþýðulýðveldið Donetsk og alþýðulýðveldið Luhansk. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir aðgerðir Pútíns og segir þær einfaldlega ekki ásættanlegar. Hún segir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðanna klárt brot á alþjóðalögum og landhelgi Úkraínu. „Rússland verður að snúa aftur að samningaborðinu og virða alþjóðlegar skuldbindingar sínar,“ segir hún á Twitter. Russia s recognition of Donetsk & Luhansk, under the threat of military incursion is a clear violation of international law & Ukraine s territorial integrity. This act is not acceptable. Russia must return to a path of diplomacy and honor its international commitments.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 21, 2022 Utanríkisráðherra Bretlands tilkynnti á Twitter í kvöld að nýjar þvinganir gegn Rússum verði tilkynntar á morgun vegna brots þeirra á alþjóðalögum og fullveldi og landhelgi Úkráinu. Tomorrow we will be announcing new sanctions on Russia in response to their breach of international law and attack on Ukraine's sovereignty and territorial integrity.— Liz Truss (@trussliz) February 21, 2022 Þá segir hann Bretland muni samræma aðgerðir sínar með Evrópusambandinu. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að viðurkenningu Pútíns á sjálfstæði héraðanna kalla á hröð og harkaleg viðbrögð. „Við munum gera viðeigandi ráðstafanir í samráði viðbandamenn okkar,“ segir hann á Twitter. Kremlin recognition of the so-called Donetsk and Luhansk People s Republics as independent requires a swift and firm response, and we will take appropriate steps in coordination with partners.— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) February 21, 2022 Þá segir hann að ríkjum heimsins beri engin skylda til að viðurkenna sjálfstæði ríkja sem komið er á með ofbeldi eða hótunum þar um.
Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira