Hundruð strandaglópa í Bláa lóninu Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2022 22:23 Tveir viðmælendur Vísis áætla að allt að 800 manns séu nú strand í Bláa lóninu. Aðsend Um 330 ferðamenn eru strandaglópar í Bláa lóninu vegna lokuna á Grindavíkurvegi. Leiðsögumaður á svæðinu hefur helst áhyggjur af þeim ferðamönnum sem eiga bókað flug eldsnemma í fyrramálið. Ásgeir Sverrisson leiðsögumaður átti að yfirgefa Bláa lónið ásamt fjörutíu manna ferðamannahóp en hefur hvorki komist lönd né strönd vegna veðurs. Af þeim fjörutíu eru minnst átta sem þurfa að vera komin upp á flugvöll fyrir fyrsta hanagal á morgun. Ásgeir segir þá farþega vera orðna ansi stressaða, í samtali við Vísi. Hann áætlar að um sex til átta hundruð manns séu nú strandaglópar í Bláa lóninu og annar leiðsögumaður sem hringdi inn á fréttastofu skaut á sama fjölda. Arnar Steinn Elísson svæðisstjórnandi hjá Landsbjörgu segir hins vegar að um 330 manns séu á svæðinu. Ásgeir segir að nokkuð vel fari um fólkið miðað við aðstæður og að Bláa lónið og starfsmenn þess eigi heiður skilið fyrir þjónustuna. Veitingastaður og bar sé opinn fram yfir auglýstan opnunartíma og fólk hafi fengið kaffi og ís í boði lónsins. Bílar á Grindavíkurvegi tefja Vegagerðina Arnar Steinn segir í samtali við Vísi að þegar sé búið að opna Reykjanesbraut á ný en að ekki hafi tekist að opna Grindavíkurveg ennþá. Hann segir að bílar sem hafa fests á veginum í dag séu í vegi snjóruðningstækja og því þurfi að losa þá áður en hafist verður handa að ruðningi. Hann segir skyggni og færð á veginum hafa verið mjög slæma í allan dag og að mikið hafi mætt á björgunarsveitafólki á svæðinu. „Þetta er bara búið að vera eins og snjóbolti í allan dag,“ segir hann. Arnar Steinn segist vonast til þess að búið verði að ná bílum af veginum eftir um þrjátíu mínútur. Þá segir hann að þegar unnt verði að opna veginn muni björgunarsveitir framkvæma svokallaðan fylgdarakstur enda er enn hvasst á svæðinu, um nítján metrar á sekúndu. Hann segist ekki hafa teljandi áhyggjur af því að stórar rútur muni keyra veginn frá Bláa lóninu í svo miklu hvassviðri enda séu rútubílstjórar almennt öllu vanir. Veltir fyrir sér hvort öllum brögðum sé beitt Ásgeir varpaði fram þeirri spurningu hvort Vegagerðin reri að því öllum árum að ryðja Reykjanesbrautina og Grindavíkurveg til þess að fólk missi ekki af sínu flugi. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ferðamennirnir komist til Reykjavíkur áður en flogið verður enda þurfi þeir að pakka og þess háttar. Hann segist þó ekki fullyrða neitt um það að Vegagerðin sé ekki að nota öll sín tæki og tól til að bjarga málunum. Arnar Steinn tekur undir með Ásgeiri og segir mikilvægt að halda Reykjanesbrautinni opinni enda sé flug frá Keflavík enn á áætlun. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Grindavík Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Ásgeir Sverrisson leiðsögumaður átti að yfirgefa Bláa lónið ásamt fjörutíu manna ferðamannahóp en hefur hvorki komist lönd né strönd vegna veðurs. Af þeim fjörutíu eru minnst átta sem þurfa að vera komin upp á flugvöll fyrir fyrsta hanagal á morgun. Ásgeir segir þá farþega vera orðna ansi stressaða, í samtali við Vísi. Hann áætlar að um sex til átta hundruð manns séu nú strandaglópar í Bláa lóninu og annar leiðsögumaður sem hringdi inn á fréttastofu skaut á sama fjölda. Arnar Steinn Elísson svæðisstjórnandi hjá Landsbjörgu segir hins vegar að um 330 manns séu á svæðinu. Ásgeir segir að nokkuð vel fari um fólkið miðað við aðstæður og að Bláa lónið og starfsmenn þess eigi heiður skilið fyrir þjónustuna. Veitingastaður og bar sé opinn fram yfir auglýstan opnunartíma og fólk hafi fengið kaffi og ís í boði lónsins. Bílar á Grindavíkurvegi tefja Vegagerðina Arnar Steinn segir í samtali við Vísi að þegar sé búið að opna Reykjanesbraut á ný en að ekki hafi tekist að opna Grindavíkurveg ennþá. Hann segir að bílar sem hafa fests á veginum í dag séu í vegi snjóruðningstækja og því þurfi að losa þá áður en hafist verður handa að ruðningi. Hann segir skyggni og færð á veginum hafa verið mjög slæma í allan dag og að mikið hafi mætt á björgunarsveitafólki á svæðinu. „Þetta er bara búið að vera eins og snjóbolti í allan dag,“ segir hann. Arnar Steinn segist vonast til þess að búið verði að ná bílum af veginum eftir um þrjátíu mínútur. Þá segir hann að þegar unnt verði að opna veginn muni björgunarsveitir framkvæma svokallaðan fylgdarakstur enda er enn hvasst á svæðinu, um nítján metrar á sekúndu. Hann segist ekki hafa teljandi áhyggjur af því að stórar rútur muni keyra veginn frá Bláa lóninu í svo miklu hvassviðri enda séu rútubílstjórar almennt öllu vanir. Veltir fyrir sér hvort öllum brögðum sé beitt Ásgeir varpaði fram þeirri spurningu hvort Vegagerðin reri að því öllum árum að ryðja Reykjanesbrautina og Grindavíkurveg til þess að fólk missi ekki af sínu flugi. Hann segir gríðarlega mikilvægt að ferðamennirnir komist til Reykjavíkur áður en flogið verður enda þurfi þeir að pakka og þess háttar. Hann segist þó ekki fullyrða neitt um það að Vegagerðin sé ekki að nota öll sín tæki og tól til að bjarga málunum. Arnar Steinn tekur undir með Ásgeiri og segir mikilvægt að halda Reykjanesbrautinni opinni enda sé flug frá Keflavík enn á áætlun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Grindavík Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira