Verkefnisstjórinn býst ekki við mótmælum í Teigsskógi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2022 18:32 Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit. Egill Aðalsteinsson Verkefnisstjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit býst ekki við að mótmælendur hlekki sig við jarðýtur þegar vegagerð hefst um Teigsskóg. Búið sé að fara vel yfir málið og verkið verði unnið í nánu samráði við Náttúrustofu Vestfjarða og sveitarfélagið Reykhólahrepp. Vegagerðin hefur formlega boðið út vegagerð um Teigsskóg og á vegurinn að vera tilbúinn í október á næsta ári. Samkvæmt útboðsauglýsingu, sem birt var á vef Vegagerðarinnar í morgun, felst verkið í nýbyggingu nærri ellefu kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, milli Þórisstaða og Hallsteinsness í Þorskafirði, en þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg. Séð yfir Teigsskóg þar sem vegurinn á að liggja.Vegagerðin Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu og rennur tilboðsfrestur út þann 23. mars næstkomandi. Þessum verkáfanga skal svo að fullu lokið 15. október 2023. Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, gerir ráð fyrir að vinna geti hafist með vorinu, í apríl eða maí. En er ástæða til að ætla að mótmælendur muni freista þess að hindra vegagerðina, í ljósi þess að deilt hefur verið um málið í hartnær tuttugu ár? Býst verkefnisstjórinn við að einhverjir mæti á vinnusvæðið og hlekki sig við jarðýtur? „Ég vona ekki. Ég veit svo sem ekki hvað kemur til. En ég held nú ekki. Ég held að það sé búið að fara vel yfir þessi mál. Og við erum í nánu samráði við Náttúrustofu Vestfjarða og vinnum með þeim í þessu verkefni og sveitarfélaginu líka,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni, í viðtali sem birtist í hádegisfréttum Bylgjunnar, og heyra má hér: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í síðustu viku um útboðið: Vegagerð Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Reykhólahreppur Teigsskógur Tengdar fréttir Vegur um Teigsskóg á að vera tilbúinn í október á næsta ári Vegagerðin hefur formlega birt útboðsauglýsingu um nýbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit á kaflanum millli Þórisstaða og Hallsteinsness. Þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. 16. febrúar 2022 10:40 Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Vegagerðin hefur formlega boðið út vegagerð um Teigsskóg og á vegurinn að vera tilbúinn í október á næsta ári. Samkvæmt útboðsauglýsingu, sem birt var á vef Vegagerðarinnar í morgun, felst verkið í nýbyggingu nærri ellefu kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, milli Þórisstaða og Hallsteinsness í Þorskafirði, en þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg. Séð yfir Teigsskóg þar sem vegurinn á að liggja.Vegagerðin Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu og rennur tilboðsfrestur út þann 23. mars næstkomandi. Þessum verkáfanga skal svo að fullu lokið 15. október 2023. Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, gerir ráð fyrir að vinna geti hafist með vorinu, í apríl eða maí. En er ástæða til að ætla að mótmælendur muni freista þess að hindra vegagerðina, í ljósi þess að deilt hefur verið um málið í hartnær tuttugu ár? Býst verkefnisstjórinn við að einhverjir mæti á vinnusvæðið og hlekki sig við jarðýtur? „Ég vona ekki. Ég veit svo sem ekki hvað kemur til. En ég held nú ekki. Ég held að það sé búið að fara vel yfir þessi mál. Og við erum í nánu samráði við Náttúrustofu Vestfjarða og vinnum með þeim í þessu verkefni og sveitarfélaginu líka,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni, í viðtali sem birtist í hádegisfréttum Bylgjunnar, og heyra má hér: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í síðustu viku um útboðið:
Vegagerð Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Reykhólahreppur Teigsskógur Tengdar fréttir Vegur um Teigsskóg á að vera tilbúinn í október á næsta ári Vegagerðin hefur formlega birt útboðsauglýsingu um nýbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit á kaflanum millli Þórisstaða og Hallsteinsness. Þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. 16. febrúar 2022 10:40 Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Vegur um Teigsskóg á að vera tilbúinn í október á næsta ári Vegagerðin hefur formlega birt útboðsauglýsingu um nýbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit á kaflanum millli Þórisstaða og Hallsteinsness. Þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. 16. febrúar 2022 10:40
Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33
Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29