Þingmaður VG segir mikilvægt að öryggi íbúa sé tryggt: „Við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. febrúar 2022 19:27 Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir fréttir af skotárásum hafa færst nær og nær. Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri Grænna, segir skotárásir undanfarið hafa vakið upp óhug meðal margra en hún segir mikilvægt að Ísland sýni frumkvæði í að tryggja öryggi borgara. Hún hafi verið með í undirbúningi frumvarp um endurskoðun skotvopnalaga en ákveðið að leggja það ekki fram þar sem stjórnarfrumvarp þess efnis er í farvatninu. Í aðsendri grein sem Jódís birtir á Vísi í dag segir hún að mikil umræða hafi skapast um skotvopnaeign almennings undanfarin ár, til að mynda eftir fjölda skotárása í bandarískum háskólum. Nú hafa fréttir af skotárásum færst nær. „Hér hefur skotárásum fjölgað ískyggilega síðustu misseri, Rauðagerðismálið, skotárás á Egilsstöðum og tvær skotárásir í Reykjavík síðustu vikuna vekja okkur ugg,“ segir Jódís í greininni. Nú síðast í nótt var skotárás í miðborg Reykjavíkur þar sem íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var skotinn í brjóstið. Hann var fluttur á sjúkrahús og er kominn úr bráðri hættu en þrír voru handteknir eftir umfangsmiklar aðgerðir sérsveitar. Sjálf kveðst hún vera skotvopnaeigandi og segir skotvopn ekki í eðli sínum hættuleg en tryggja þurfi öryggi. Þá að það hafi verið meðal hennar fyrstu verka eftir að hún settist á þing að hefja undirbúning að frumvarpi um endurskoðun skotvopnalaga. „Það hefur verið mín tilfinning lengi að mikið sé af óskráðum skotvopnum í landinu en áhugavert er að ekki ber saman skoðun lögreglu og almennings um hversu algengt sé að skotvopn séu óskráð í landinu,“ segir Jódís. Hún hafi þó eftir samtal við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákveðið að leggja ekki fram umrætt frumvarp þar sem stjórnarfrumvarp um endurskoðun skotvopnalaga væri í farvatninu. „Ég mun hins vegar halda málinu vakandi og fylgja því eftir inni á þingi þar sem alvarleiki málsins er með þeim hætti að við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi,“ segir Jódís. „Það verður aldrei hægt að koma að fullu í veg fyrir skotárásir en með ábyrgri löggjöf á átaki í eftirliti og umsýslu má hins vegar draga úr líkum á misnotkun skotvopna og þannig bjarga mannslífum.“ Vinstri græn Alþingi Skotvopn Tengdar fréttir Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Sýnum frumkvæði Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum. 13. febrúar 2022 18:30 „Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Í aðsendri grein sem Jódís birtir á Vísi í dag segir hún að mikil umræða hafi skapast um skotvopnaeign almennings undanfarin ár, til að mynda eftir fjölda skotárása í bandarískum háskólum. Nú hafa fréttir af skotárásum færst nær. „Hér hefur skotárásum fjölgað ískyggilega síðustu misseri, Rauðagerðismálið, skotárás á Egilsstöðum og tvær skotárásir í Reykjavík síðustu vikuna vekja okkur ugg,“ segir Jódís í greininni. Nú síðast í nótt var skotárás í miðborg Reykjavíkur þar sem íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var skotinn í brjóstið. Hann var fluttur á sjúkrahús og er kominn úr bráðri hættu en þrír voru handteknir eftir umfangsmiklar aðgerðir sérsveitar. Sjálf kveðst hún vera skotvopnaeigandi og segir skotvopn ekki í eðli sínum hættuleg en tryggja þurfi öryggi. Þá að það hafi verið meðal hennar fyrstu verka eftir að hún settist á þing að hefja undirbúning að frumvarpi um endurskoðun skotvopnalaga. „Það hefur verið mín tilfinning lengi að mikið sé af óskráðum skotvopnum í landinu en áhugavert er að ekki ber saman skoðun lögreglu og almennings um hversu algengt sé að skotvopn séu óskráð í landinu,“ segir Jódís. Hún hafi þó eftir samtal við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákveðið að leggja ekki fram umrætt frumvarp þar sem stjórnarfrumvarp um endurskoðun skotvopnalaga væri í farvatninu. „Ég mun hins vegar halda málinu vakandi og fylgja því eftir inni á þingi þar sem alvarleiki málsins er með þeim hætti að við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi,“ segir Jódís. „Það verður aldrei hægt að koma að fullu í veg fyrir skotárásir en með ábyrgri löggjöf á átaki í eftirliti og umsýslu má hins vegar draga úr líkum á misnotkun skotvopna og þannig bjarga mannslífum.“
Vinstri græn Alþingi Skotvopn Tengdar fréttir Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Sýnum frumkvæði Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum. 13. febrúar 2022 18:30 „Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10
Sýnum frumkvæði Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum. 13. febrúar 2022 18:30
„Meiri harka í þessum glæpaheimi” Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. 13. febrúar 2022 13:37