„Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 15:03 Logi segir að Samfylkingunni beri að fylgja landslögum en vonar að með tímanum geti Guðmundur boðið sig fram. Vísir Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. Málið hefur valdið miklu uppþoti innan Samfylkingarinnar og líflegar umræður skapast á Facebook-hópi flokksmanna í dag. Margir hafa lýst yfir vanþóknun sinni á niðurstöðu kjörstjórnar Samfylkingarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu í gær að Guðmundur væri ekki kjörgengur, þrátt fyrir að hafa samþykkt framboð hans í janúar. Guðmundur hefur verið í fangelsiskerfinu frá því skömmu eftir aldamót en hefur verið á reynslulausnfrá árinu 2020 og stendur hún til 2023. Umdeilt er hvort maður á reynslulausn teljist kjörgengur samkvæmt lögum. „Þetta reddast einhvern vegin“ Guðmundur biður í yfirlýsingu á stuðningshópi sínum á Facebook að fólk andi inn með nefinu og segi sig ekki úr flokknum. „Þetta er vissulega áfall en enn meira fyrir þá sem ég vinn fyrir. Álagið í gær og dag er þannig að ég næ ekki að svara út af fjölda símtala og skilaboða. Þetta reddast einhvern vegin,“ skrifar hann. „Geymum stóru orðin og sögurnar, það getur allt eins dregið til einhverra tíðinda á næstu dögum eða vikum. Takk fyrir allt.“ Eins og áður segir hefur útilokun Guðmundar frá prófkjörinu valdið miklu uppþoti innan Samfylkingarinnar og stuðningsyfirlýsingum rignt yfir hann. Nú hefur Logi Einarsson, formaður flokksins, gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem birtist á Facebook-síðu flokksmanna. „Þetta er erfitt mál. Það hefur ekki tíðkast að biðja frambjóðendur um sakavottorð en það kemur skýrt fram í áliti úrskurðarnefndar að ekki einungis var kjörstjórninni heimilt, heldur einnig skylt að kanna kjörgengi, eftir að fyrirspurn barst. Í kjölfarið mat hún að það væri ekki til staðar,“ skrifar Logi í færslunni sem birtist fyrir klukkutíma síðan. Flokkurinn verði að fylgja lögum „Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar flokksins, sem í sitja þrír færir lögfræðingar. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram afdráttarlaus niðurstaða um að kjörgengi sé ekki til staðar og færð sannfærandi rök fyrir henni. Það er mikilvægt að við stöndum með ákvörðunum þess fólks sem við veljum sjálf til erfiðra starfa og treystum því að þau vinni af heilindum,“ skrifar Logi. Hann segir það auðvitað góða og gilda skoðun að lög um kjörgengi ættu að vera með öðrum hætti en það sé undir Alþingi komið að breyta því en flokknum beri skylda að fylgja lögum sem séu í gildi á hverjum tíma. „Ég dáist að baráttu Guðmundar Inga, m.a.a í fangamálum og er þakklátur honum fyrir yfirveguð viðbrögð. Ég vona sannarlega að hann starfi vel með okkur áfram og fái í fyllingu tímans tækifæri til að bjóða sig fram,“ skrifar Logi. Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57 Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Málið hefur valdið miklu uppþoti innan Samfylkingarinnar og líflegar umræður skapast á Facebook-hópi flokksmanna í dag. Margir hafa lýst yfir vanþóknun sinni á niðurstöðu kjörstjórnar Samfylkingarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu í gær að Guðmundur væri ekki kjörgengur, þrátt fyrir að hafa samþykkt framboð hans í janúar. Guðmundur hefur verið í fangelsiskerfinu frá því skömmu eftir aldamót en hefur verið á reynslulausnfrá árinu 2020 og stendur hún til 2023. Umdeilt er hvort maður á reynslulausn teljist kjörgengur samkvæmt lögum. „Þetta reddast einhvern vegin“ Guðmundur biður í yfirlýsingu á stuðningshópi sínum á Facebook að fólk andi inn með nefinu og segi sig ekki úr flokknum. „Þetta er vissulega áfall en enn meira fyrir þá sem ég vinn fyrir. Álagið í gær og dag er þannig að ég næ ekki að svara út af fjölda símtala og skilaboða. Þetta reddast einhvern vegin,“ skrifar hann. „Geymum stóru orðin og sögurnar, það getur allt eins dregið til einhverra tíðinda á næstu dögum eða vikum. Takk fyrir allt.“ Eins og áður segir hefur útilokun Guðmundar frá prófkjörinu valdið miklu uppþoti innan Samfylkingarinnar og stuðningsyfirlýsingum rignt yfir hann. Nú hefur Logi Einarsson, formaður flokksins, gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem birtist á Facebook-síðu flokksmanna. „Þetta er erfitt mál. Það hefur ekki tíðkast að biðja frambjóðendur um sakavottorð en það kemur skýrt fram í áliti úrskurðarnefndar að ekki einungis var kjörstjórninni heimilt, heldur einnig skylt að kanna kjörgengi, eftir að fyrirspurn barst. Í kjölfarið mat hún að það væri ekki til staðar,“ skrifar Logi í færslunni sem birtist fyrir klukkutíma síðan. Flokkurinn verði að fylgja lögum „Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar flokksins, sem í sitja þrír færir lögfræðingar. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram afdráttarlaus niðurstaða um að kjörgengi sé ekki til staðar og færð sannfærandi rök fyrir henni. Það er mikilvægt að við stöndum með ákvörðunum þess fólks sem við veljum sjálf til erfiðra starfa og treystum því að þau vinni af heilindum,“ skrifar Logi. Hann segir það auðvitað góða og gilda skoðun að lög um kjörgengi ættu að vera með öðrum hætti en það sé undir Alþingi komið að breyta því en flokknum beri skylda að fylgja lögum sem séu í gildi á hverjum tíma. „Ég dáist að baráttu Guðmundar Inga, m.a.a í fangamálum og er þakklátur honum fyrir yfirveguð viðbrögð. Ég vona sannarlega að hann starfi vel með okkur áfram og fái í fyllingu tímans tækifæri til að bjóða sig fram,“ skrifar Logi.
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57 Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57
Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12