Gæti falið í sér bandaríska hermenn á danskri jörð Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2022 14:22 Jeppe Kofod utanríkisráðherra, Mette Frederiksen forsætisráðherra og Morten Bødskov varnarmálaráðherra á fréttamannafundinum sem hófst klukkan 14 að íslenskum tíma. AP Stjórnvöld í Danmörk ætla sér að taka upp viðræður við bandarísk stjórnvöld um að aukið varnarsamstarf ríkjanna sem gæti þýtt að bandarískir hermenn gætu safnast saman og æft á danskri jörð. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá þessu á fréttamannafundi sem hófst núna klukkan 14 að íslenskum tíma og DR segir frá. Viðræður um aukið samstarf verða teknar upp vegna „utanaðkomandi ógna“ og vísar hún þar til ástandsins á landsmærum Rússlands og Úkraínu. Rússneski herinn hefur safnað saman um 100 þúsund hermönnum á landamærunum að Úkraínu síðustu vikur og óttast margir að innrás kunni að vera yfirvofandi. Þessu hafna Rússar. Frekeriksen segir að samkomulag gæti falið í sér að það komi bandarískir hermenn og hergögn til Danmerkur. Þetta sé breyting á margra áratuga langri stefnu danskra stjórnvalda um að ekki séu erlendir hermenn á danskri jörð. Varnarmálaráðherrann Morten Bødskov sagði á sama fréttamannafundi að ekki sé til umræðu að Bandaríkjaher komi sér upp herstöð í Danmörku. Samkomulag geti þó átt þátt í að styrkja stöðu Danmerkur innan NATO og benti hann á að Bandaríkin eigi nú þegar í svipuðu samstarfi við Noreg og Eystrasaltslöndin þrjú. Hann segir að samkomulag muni ekki fela í sér fjárhagslegan stuðning til Danmerkur frá Bandaríkjunum. Utanríkisráðherrann Jeppe Kofod sagði að viðræður verðu nú teknar upp en að nauðsynlegt sé að vanda til verka í viðræðum og því sé samningur ekki alveg á næsta leiti. Gætu viðræður staðið í nokkra mánuði. „Frelsi er ekki ókeypis. Á erfiðum tímum þurfa vinir að vinna náið saman. Það er það sem við gerum nú,“ sagði Kofod. Danmörk Bandaríkin Hernaður Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51 Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39 Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá þessu á fréttamannafundi sem hófst núna klukkan 14 að íslenskum tíma og DR segir frá. Viðræður um aukið samstarf verða teknar upp vegna „utanaðkomandi ógna“ og vísar hún þar til ástandsins á landsmærum Rússlands og Úkraínu. Rússneski herinn hefur safnað saman um 100 þúsund hermönnum á landamærunum að Úkraínu síðustu vikur og óttast margir að innrás kunni að vera yfirvofandi. Þessu hafna Rússar. Frekeriksen segir að samkomulag gæti falið í sér að það komi bandarískir hermenn og hergögn til Danmerkur. Þetta sé breyting á margra áratuga langri stefnu danskra stjórnvalda um að ekki séu erlendir hermenn á danskri jörð. Varnarmálaráðherrann Morten Bødskov sagði á sama fréttamannafundi að ekki sé til umræðu að Bandaríkjaher komi sér upp herstöð í Danmörku. Samkomulag geti þó átt þátt í að styrkja stöðu Danmerkur innan NATO og benti hann á að Bandaríkin eigi nú þegar í svipuðu samstarfi við Noreg og Eystrasaltslöndin þrjú. Hann segir að samkomulag muni ekki fela í sér fjárhagslegan stuðning til Danmerkur frá Bandaríkjunum. Utanríkisráðherrann Jeppe Kofod sagði að viðræður verðu nú teknar upp en að nauðsynlegt sé að vanda til verka í viðræðum og því sé samningur ekki alveg á næsta leiti. Gætu viðræður staðið í nokkra mánuði. „Frelsi er ekki ókeypis. Á erfiðum tímum þurfa vinir að vinna náið saman. Það er það sem við gerum nú,“ sagði Kofod.
Danmörk Bandaríkin Hernaður Úkraína Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51 Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39 Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Gætu sent F-16 orrustuþotur til Borgundarhólms Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka viðbúnað danska hersins vegna viðbúnaðar rússneska hersins við landamæri Úkraínu. 8. febrúar 2022 10:51
Rússar og Hvítrússar hefja tíu daga sameiginlega heræfingu Sameiginleg æfing herja Rússlands og Hvíta-Rússlands hófst í Hvíta-Rússlandi í morgun og er áætlað að hún standi í tíu daga. Æfingin fer fram á sama tíma og áhöld eru um hvort að rússneski herinn hyggi á innrás inn í Úkraínu. 10. febrúar 2022 09:39
Ósammála um hvað Pútín sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt, 8. febrúar 2022 18:47