Stjórnendum Landspítala stendur uggur af afléttingaáætlun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 9. febrúar 2022 20:33 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala. Vísir Starfandi forstjóri Landspítalans segir fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda á sóttvarnaaðgerðum innanlands ekki boða gott. Ekkert lát sé á því að starfsmenn spítalans veikist af veirunni og innlögnum vegna veirunnar fjölgi í takt við fleiri smit í samfélaginu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti það í gær að hann hyggist taka næsta skref afléttinga jafnvel á föstudag, tíu dögum áður en til stóð upprunalega. Meðal þeirra afléttinga sem koma til greina, og voru fyrirhugaðar í þessu öðru skrefi, er aflétting sóttkvíar og einangrunar, lengd opnun veitingastaða og fjölgun þeirra sem saman mega koma hverju sinni. Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar Landspítala, sagði í dag mjög erfitt að halda starfseminni gangandi og að stöðugt sé í skoðun hvort hækka þurfi viðbúnaðarstig upp á neyðarstig. En er staðan virkilega svona alvarleg á spítalanum? „Já, hún er það og það er ekkert ýkja langt síðan við vorum með svona 20-25 smitaða inni, núna eru þeir 35. Þannig að innlögnum fjölgar í takt við fleiri smit í samfélaginu,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2. 248 starfsmenn spítalans eru í einangrun í dag og hafa aldrei verið fleiri. Heilbrigðisráðuneytið kallaði í dag sérstaklega eftir fleiri bakvörðum til starfa vegna vaxandi álags á heilbrigðisstofnunum, ekki síst vegna forfalla starfsfólks. „Okkar hlutverk, okkar stjórnenda á Landspítala, er að standa vörð um þjónustu spítalans og standa vörð um starfsfólk og það er þannig að eftir því sem smitum fjölgar í samfélaginu því fleiri verða sjúklingarnir með Covid á Landspítala og því fleiri starfsmenn eru í einangrun,“ segir Guðlaug. „Þetta er tvíeggja sverð.“ Hún segir svo virðast sem ekkert lát verði á fjölda starfsmanna spítalans sem smitist af veirunni. „Það virðist nú bara vera þannig að það fara jafn margir í einangrun eins og koma úr einangrun. Það voru fimmtíu og eitthvað starfsmenn í gær sem greindust með Covid.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti það í gær að hann hyggist taka næsta skref afléttinga jafnvel á föstudag, tíu dögum áður en til stóð upprunalega. Meðal þeirra afléttinga sem koma til greina, og voru fyrirhugaðar í þessu öðru skrefi, er aflétting sóttkvíar og einangrunar, lengd opnun veitingastaða og fjölgun þeirra sem saman mega koma hverju sinni. Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar Landspítala, sagði í dag mjög erfitt að halda starfseminni gangandi og að stöðugt sé í skoðun hvort hækka þurfi viðbúnaðarstig upp á neyðarstig. En er staðan virkilega svona alvarleg á spítalanum? „Já, hún er það og það er ekkert ýkja langt síðan við vorum með svona 20-25 smitaða inni, núna eru þeir 35. Þannig að innlögnum fjölgar í takt við fleiri smit í samfélaginu,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2. 248 starfsmenn spítalans eru í einangrun í dag og hafa aldrei verið fleiri. Heilbrigðisráðuneytið kallaði í dag sérstaklega eftir fleiri bakvörðum til starfa vegna vaxandi álags á heilbrigðisstofnunum, ekki síst vegna forfalla starfsfólks. „Okkar hlutverk, okkar stjórnenda á Landspítala, er að standa vörð um þjónustu spítalans og standa vörð um starfsfólk og það er þannig að eftir því sem smitum fjölgar í samfélaginu því fleiri verða sjúklingarnir með Covid á Landspítala og því fleiri starfsmenn eru í einangrun,“ segir Guðlaug. „Þetta er tvíeggja sverð.“ Hún segir svo virðast sem ekkert lát verði á fjölda starfsmanna spítalans sem smitist af veirunni. „Það virðist nú bara vera þannig að það fara jafn margir í einangrun eins og koma úr einangrun. Það voru fimmtíu og eitthvað starfsmenn í gær sem greindust með Covid.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum