Stjórnendum Landspítala stendur uggur af afléttingaáætlun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 9. febrúar 2022 20:33 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala. Vísir Starfandi forstjóri Landspítalans segir fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda á sóttvarnaaðgerðum innanlands ekki boða gott. Ekkert lát sé á því að starfsmenn spítalans veikist af veirunni og innlögnum vegna veirunnar fjölgi í takt við fleiri smit í samfélaginu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti það í gær að hann hyggist taka næsta skref afléttinga jafnvel á föstudag, tíu dögum áður en til stóð upprunalega. Meðal þeirra afléttinga sem koma til greina, og voru fyrirhugaðar í þessu öðru skrefi, er aflétting sóttkvíar og einangrunar, lengd opnun veitingastaða og fjölgun þeirra sem saman mega koma hverju sinni. Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar Landspítala, sagði í dag mjög erfitt að halda starfseminni gangandi og að stöðugt sé í skoðun hvort hækka þurfi viðbúnaðarstig upp á neyðarstig. En er staðan virkilega svona alvarleg á spítalanum? „Já, hún er það og það er ekkert ýkja langt síðan við vorum með svona 20-25 smitaða inni, núna eru þeir 35. Þannig að innlögnum fjölgar í takt við fleiri smit í samfélaginu,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2. 248 starfsmenn spítalans eru í einangrun í dag og hafa aldrei verið fleiri. Heilbrigðisráðuneytið kallaði í dag sérstaklega eftir fleiri bakvörðum til starfa vegna vaxandi álags á heilbrigðisstofnunum, ekki síst vegna forfalla starfsfólks. „Okkar hlutverk, okkar stjórnenda á Landspítala, er að standa vörð um þjónustu spítalans og standa vörð um starfsfólk og það er þannig að eftir því sem smitum fjölgar í samfélaginu því fleiri verða sjúklingarnir með Covid á Landspítala og því fleiri starfsmenn eru í einangrun,“ segir Guðlaug. „Þetta er tvíeggja sverð.“ Hún segir svo virðast sem ekkert lát verði á fjölda starfsmanna spítalans sem smitist af veirunni. „Það virðist nú bara vera þannig að það fara jafn margir í einangrun eins og koma úr einangrun. Það voru fimmtíu og eitthvað starfsmenn í gær sem greindust með Covid.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti það í gær að hann hyggist taka næsta skref afléttinga jafnvel á föstudag, tíu dögum áður en til stóð upprunalega. Meðal þeirra afléttinga sem koma til greina, og voru fyrirhugaðar í þessu öðru skrefi, er aflétting sóttkvíar og einangrunar, lengd opnun veitingastaða og fjölgun þeirra sem saman mega koma hverju sinni. Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar Landspítala, sagði í dag mjög erfitt að halda starfseminni gangandi og að stöðugt sé í skoðun hvort hækka þurfi viðbúnaðarstig upp á neyðarstig. En er staðan virkilega svona alvarleg á spítalanum? „Já, hún er það og það er ekkert ýkja langt síðan við vorum með svona 20-25 smitaða inni, núna eru þeir 35. Þannig að innlögnum fjölgar í takt við fleiri smit í samfélaginu,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans, í kvöldfréttum Stöðvar 2. 248 starfsmenn spítalans eru í einangrun í dag og hafa aldrei verið fleiri. Heilbrigðisráðuneytið kallaði í dag sérstaklega eftir fleiri bakvörðum til starfa vegna vaxandi álags á heilbrigðisstofnunum, ekki síst vegna forfalla starfsfólks. „Okkar hlutverk, okkar stjórnenda á Landspítala, er að standa vörð um þjónustu spítalans og standa vörð um starfsfólk og það er þannig að eftir því sem smitum fjölgar í samfélaginu því fleiri verða sjúklingarnir með Covid á Landspítala og því fleiri starfsmenn eru í einangrun,“ segir Guðlaug. „Þetta er tvíeggja sverð.“ Hún segir svo virðast sem ekkert lát verði á fjölda starfsmanna spítalans sem smitist af veirunni. „Það virðist nú bara vera þannig að það fara jafn margir í einangrun eins og koma úr einangrun. Það voru fimmtíu og eitthvað starfsmenn í gær sem greindust með Covid.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira