Meðalkaupverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 5 milljónir á tveimur mánuðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2022 07:14 Íbúðir sem koma á markað staldra aðeins þar stutta stund og seljast að jafnaði á 20 dögum. Vísir/Vilhelm Enn dregur úr fjölda íbúða til sölu en í byrjun febrúar voru þær 1.031 talsins. Um er að ræða 4 prósenta fækkun milli mánaða og um 74 prósent færri íbúðir en þegar mest lét í maí 2020 þegar um það bil 4 þúsund íbúðir voru til sölu. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir febrúar. Þar segir að meðalkaupverð hafi hækkað um 5 milljónir króna á höfuðborgarsvæðinu á aðeins tveimur mánuðum. Það var 63,2 milljónir í október síðastliðnum en 68,2 milljónir í desember. Árshækkun íbúðaverðs mælist nú 16,6 prósent á landinu öllu en hækkunina leiða sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðum til sölu heldur áfram að fækka og „birgðatími“ þeirra er sagður 20 dagar. Framboð af ódýrum íbúðum er sérstaklega lítið en aðeins 26 íbúðir eru til sölu með ásett verð á bilinu 30 til 40 milljónir. 39,6 prósent allra íbúða á landinu seldust yfir ásettu verði, þar af 43,2 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Í skýrslunni segir að greiðslubyrði óverðtryggðra lána gæti hækkað á næstunni. „Greiningaraðilar vænta þess að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti í næstu vaxtaákvörðunum peningastefnunefndar. Miðað við lægstu vexti á óverðtryggðum lánum hjá bönkunum er greiðslubyrði lána um 42 þ.kr. fyrir hverjar 10 m.kr. sem teknar eru að láni. Hækki stýrivextir um 0,5-0,75 prósentustig gæti greiðslubyrðin hækkað í 44-47 þ.kr. en það fer þó eftir því að hversu miklu leiti hækkun stýrivaxta skilar sér í hækkun vaxta á íbúðalánum. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána gæti því hækkað um allt að 18 þ.kr. á mánuði fyrir heimili sem er með 40 m.kr. íbúðalán.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir febrúar. Þar segir að meðalkaupverð hafi hækkað um 5 milljónir króna á höfuðborgarsvæðinu á aðeins tveimur mánuðum. Það var 63,2 milljónir í október síðastliðnum en 68,2 milljónir í desember. Árshækkun íbúðaverðs mælist nú 16,6 prósent á landinu öllu en hækkunina leiða sérbýli á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðum til sölu heldur áfram að fækka og „birgðatími“ þeirra er sagður 20 dagar. Framboð af ódýrum íbúðum er sérstaklega lítið en aðeins 26 íbúðir eru til sölu með ásett verð á bilinu 30 til 40 milljónir. 39,6 prósent allra íbúða á landinu seldust yfir ásettu verði, þar af 43,2 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Í skýrslunni segir að greiðslubyrði óverðtryggðra lána gæti hækkað á næstunni. „Greiningaraðilar vænta þess að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti í næstu vaxtaákvörðunum peningastefnunefndar. Miðað við lægstu vexti á óverðtryggðum lánum hjá bönkunum er greiðslubyrði lána um 42 þ.kr. fyrir hverjar 10 m.kr. sem teknar eru að láni. Hækki stýrivextir um 0,5-0,75 prósentustig gæti greiðslubyrðin hækkað í 44-47 þ.kr. en það fer þó eftir því að hversu miklu leiti hækkun stýrivaxta skilar sér í hækkun vaxta á íbúðalánum. Greiðslubyrði óverðtryggðra lána gæti því hækkað um allt að 18 þ.kr. á mánuði fyrir heimili sem er með 40 m.kr. íbúðalán.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira