Norðurljósakvöld ein hamingjuríkasta stundin í lífi hins látna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 16:47 Josh Neuman var svo hugfanginn af dansandi norðurljósunum að hann taldi að þetta hefði verið hans hamingjuríkasta stund. Instagram Fjölmiðlar á Vesturlöndum greina nú hver á fætur öðrum frá andláti Josh Neuman sem lést í skelfilegu flugslysi við Þingvallavatn í lok síðustu viku. Neuman var bandarískur hjólabrettakappi sem var yngstur hinna fjögurra sem létust í slysinu en hann var aðeins 22 ára. Í yfirlýsingu sem fjölskylda Neumans sendir frá sér í dag segir að þrátt fyrir að hann hafi verið ungur að árum hafi hann lifað hvern einasta dag til fulls. Neuman hafi verið mikill ævintýramaður sem hafi trúað á hið góða í heiminum og á að hver einstaklingur geti lagt sitt af mörkum til að gera hann betri. Fjölskyldan segir að Neuman hafi haft sterk áhrif á alla sem hann komst í kynni við enda hafi hann haft einstaka sýn á lífið. Það sé erfitt að hrífast ekki með manneskju sem lifi lífi sínu til fulls og sé á sama tíma alltaf vingjarnlegur. Mikilvægt sé að aðdáendur Neumans séu meðvitaðir um að hann hafi látist á meðan hann var að gera það sem hann elskaði mest sem var að ferðast um heiminn og að upplifa allt það besta sem hann hefur að bjóða. View this post on Instagram A post shared by Josh Neuman (@joshneuman) Fjölskyldan bendir máli sínu til stuðnings á myndband sem hann tók á Íslandi skömmu fyrir slysið þar sem hann heyrist velta því fyrir sér hvort um sé að ræða hamingjuríkustu stundina í lífi hans. Í yfirlýsingu fjölskyldunnar segir að Neuman hafi verið mikill hugsjónamaður sem hafi ávallt styrkt gott málefni. Hann hafi talað mikið um að láta drauma rætast. Það væri ekki nóg að hugsa um bara; það þyrfti líka að framkvæma. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Björgunarsveitir Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar segja frétt um leitargögn ranga „Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, um frétt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, þar sem meðal annars sagði að gögn er vörðuðu leit að flugvélinni sem hvarf á fimmtudag hefðu ekki borist lögreglu fyrr en á föstudag. 8. febrúar 2022 12:01 Sást til flugvélarinnar á myndbandsupptökum Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar myndbandsupptökur sem sýna flugvélina TF-ABB, sem fórst í Þingvallavatni á fimmtudag, fljúga yfir vatnið. 7. febrúar 2022 17:48 Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudag voru staddur hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. Þeir voru hér í hópi átta áhrifavalda og tveggja starfsmanna fyrirtækisins. 7. febrúar 2022 17:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Í yfirlýsingu sem fjölskylda Neumans sendir frá sér í dag segir að þrátt fyrir að hann hafi verið ungur að árum hafi hann lifað hvern einasta dag til fulls. Neuman hafi verið mikill ævintýramaður sem hafi trúað á hið góða í heiminum og á að hver einstaklingur geti lagt sitt af mörkum til að gera hann betri. Fjölskyldan segir að Neuman hafi haft sterk áhrif á alla sem hann komst í kynni við enda hafi hann haft einstaka sýn á lífið. Það sé erfitt að hrífast ekki með manneskju sem lifi lífi sínu til fulls og sé á sama tíma alltaf vingjarnlegur. Mikilvægt sé að aðdáendur Neumans séu meðvitaðir um að hann hafi látist á meðan hann var að gera það sem hann elskaði mest sem var að ferðast um heiminn og að upplifa allt það besta sem hann hefur að bjóða. View this post on Instagram A post shared by Josh Neuman (@joshneuman) Fjölskyldan bendir máli sínu til stuðnings á myndband sem hann tók á Íslandi skömmu fyrir slysið þar sem hann heyrist velta því fyrir sér hvort um sé að ræða hamingjuríkustu stundina í lífi hans. Í yfirlýsingu fjölskyldunnar segir að Neuman hafi verið mikill hugsjónamaður sem hafi ávallt styrkt gott málefni. Hann hafi talað mikið um að láta drauma rætast. Það væri ekki nóg að hugsa um bara; það þyrfti líka að framkvæma.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Björgunarsveitir Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar segja frétt um leitargögn ranga „Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, um frétt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, þar sem meðal annars sagði að gögn er vörðuðu leit að flugvélinni sem hvarf á fimmtudag hefðu ekki borist lögreglu fyrr en á föstudag. 8. febrúar 2022 12:01 Sást til flugvélarinnar á myndbandsupptökum Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar myndbandsupptökur sem sýna flugvélina TF-ABB, sem fórst í Þingvallavatni á fimmtudag, fljúga yfir vatnið. 7. febrúar 2022 17:48 Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudag voru staddur hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. Þeir voru hér í hópi átta áhrifavalda og tveggja starfsmanna fyrirtækisins. 7. febrúar 2022 17:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Viðbragðsaðilar segja frétt um leitargögn ranga „Þetta er alfarið rangt,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, yfirmaður aðgerða hjá Landsbjörg, um frétt sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, þar sem meðal annars sagði að gögn er vörðuðu leit að flugvélinni sem hvarf á fimmtudag hefðu ekki borist lögreglu fyrr en á föstudag. 8. febrúar 2022 12:01
Sást til flugvélarinnar á myndbandsupptökum Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar myndbandsupptökur sem sýna flugvélina TF-ABB, sem fórst í Þingvallavatni á fimmtudag, fljúga yfir vatnið. 7. febrúar 2022 17:48
Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudag voru staddur hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. Þeir voru hér í hópi átta áhrifavalda og tveggja starfsmanna fyrirtækisins. 7. febrúar 2022 17:30