Garðabær; blandað búsetuform vaxandi miðbær og sveit í borg Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 10:31 Í Garðabæ er forgangsverkefni að ljúka Garðatorgi sem glæsilegum miðbæ. Bjóða áfram blandað búsetuform og öflugar tengingar við hverfi og náttúru. Hér má t.d. horfa til Álftaness sem varðveitir sveit í borg og Urriðaholts sem þarf að tengja betur með öruggum stígum. Garðatorg Miðbær Garðabæjar er orðinn mjög eftirsóknarverður fyrir fólk og fyrirtæki. Nú er komið að því að horfa á miðbæinn í heild sinni og skapar aðlaðandi og lifandi svæði t.d. mathöll, fjölbreytta þjónustu smærri fyrirtækja, menningarmiðju og afþreyingu. Yfirbyggða bókasafnstorgið gæti t.d. verið grænt svæði með suðrænum blæ, uppákomum og listsýningum. Bæjarstjórn gæti fundað á torginu og stjórnsýslan átt þar opinn samstarfsvettvang við bæjarbúa. Aðkoman á að vera falleg og upplifun af heimsókn í miðbæinn jákvæð. Mannvænt skipulag og val um búsetuform Skipulagsmál og mannvirki eru fyrir fólk og eiga því að taka mið af þörfum okkar, umhverfis- og náttúruvernd. Með nýjum hverfum eflum við blandað búsetuform, fjölbreytt hverfi þar sem fólk vill lifa, leika og starfa. Sum hverfi einkennast af þéttleika og nálægð við almenningssamgöngur, önnur eru lágreistari og dreifðari í snertingu við náttúruna. Þetta einkennir bæinn okkar og skapar valfrelsi. Leita þarf leiða til þess að ungt fólk geti keypt sína fyrstu íbúð í Garðabæ og eldra fólk geti búið heima með stuðningi ef það óskar þess. Hvert hverfi í Garðabæ hefur sinn sjarma og sérstöðu. Álftanes er að mínu mati dásamleg sveit í borg og Urriðaholtið er að verða eitt mest spennandi hverfi höfuðborgarsvæðisins. Öll hverfi eiga að búa yfir góðum útisvæðum og skilvirkum tengingum. Samgöngur eiga að vera nútímalegar, svo og ljósastýringar og lýsing. Hafnafjarðarvegur á að fara í stokk og götur bæjarins að þróast í takti við samgönguvenjur og mannlíf. Í Garðabæ á að vera þægilegt að hjóla eða ganga milli svæða og njóta náttúru. Sigríður Hulda bæjarfulltrúi í Garðabæ, varaformaður bæjarráðs og formaður skólanefndar. Hún gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Nánari upplýsingar á sigridurhuldajons.is og facebook síðunni Sigríður Hulda 1. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ er forgangsverkefni að ljúka Garðatorgi sem glæsilegum miðbæ. Bjóða áfram blandað búsetuform og öflugar tengingar við hverfi og náttúru. Hér má t.d. horfa til Álftaness sem varðveitir sveit í borg og Urriðaholts sem þarf að tengja betur með öruggum stígum. Garðatorg Miðbær Garðabæjar er orðinn mjög eftirsóknarverður fyrir fólk og fyrirtæki. Nú er komið að því að horfa á miðbæinn í heild sinni og skapar aðlaðandi og lifandi svæði t.d. mathöll, fjölbreytta þjónustu smærri fyrirtækja, menningarmiðju og afþreyingu. Yfirbyggða bókasafnstorgið gæti t.d. verið grænt svæði með suðrænum blæ, uppákomum og listsýningum. Bæjarstjórn gæti fundað á torginu og stjórnsýslan átt þar opinn samstarfsvettvang við bæjarbúa. Aðkoman á að vera falleg og upplifun af heimsókn í miðbæinn jákvæð. Mannvænt skipulag og val um búsetuform Skipulagsmál og mannvirki eru fyrir fólk og eiga því að taka mið af þörfum okkar, umhverfis- og náttúruvernd. Með nýjum hverfum eflum við blandað búsetuform, fjölbreytt hverfi þar sem fólk vill lifa, leika og starfa. Sum hverfi einkennast af þéttleika og nálægð við almenningssamgöngur, önnur eru lágreistari og dreifðari í snertingu við náttúruna. Þetta einkennir bæinn okkar og skapar valfrelsi. Leita þarf leiða til þess að ungt fólk geti keypt sína fyrstu íbúð í Garðabæ og eldra fólk geti búið heima með stuðningi ef það óskar þess. Hvert hverfi í Garðabæ hefur sinn sjarma og sérstöðu. Álftanes er að mínu mati dásamleg sveit í borg og Urriðaholtið er að verða eitt mest spennandi hverfi höfuðborgarsvæðisins. Öll hverfi eiga að búa yfir góðum útisvæðum og skilvirkum tengingum. Samgöngur eiga að vera nútímalegar, svo og ljósastýringar og lýsing. Hafnafjarðarvegur á að fara í stokk og götur bæjarins að þróast í takti við samgönguvenjur og mannlíf. Í Garðabæ á að vera þægilegt að hjóla eða ganga milli svæða og njóta náttúru. Sigríður Hulda bæjarfulltrúi í Garðabæ, varaformaður bæjarráðs og formaður skólanefndar. Hún gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Nánari upplýsingar á sigridurhuldajons.is og facebook síðunni Sigríður Hulda 1. sæti.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar