Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2022 08:57 Hvalur verkaður í Hvalfirði árið 2018. Vísir/Vilhelm Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær sagði Svandís að hvalveiðarnar hefðu ekki haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir þjóðarbúið á síðustu árum. Lítið bendi til þess að efnahagslegur ávinningur sé af veiðunum, þar sem fyrirtæki sem hafi haft leyfi til veiðanna hafi lítið stundað þær. „Núverandi veiðiheimildir gilda út árið 2023. Að óbreyttu verður því engin veiði heimil á hvölum frá árinu 2024. Sýna þarf fram á að það sé efnahagslega réttlætanlegt að endurnýja veiðiheimildir. Í sögulegu samhengi hafa þessar veiðar haft neikvæð áhrif á útflutningshagsmuni landsins. Orðsporsáhættan sem fylgir því að viðhalda þessum veiðum áfram er talsverð þó að hún sé illmælanleg,“ skrifaði ráðherrann meðal annars. Aktívistar fagna Breska ríkisútvarpið er meðal þeirra miðla sem fjalla um málið og vísa í grein Svandísar. Þar er meðal annars tæpt á því að eftir að Japanir hófu aftur að veiða hvali í atvinnuskyni árið 2019, eftir þriggja áratuga pásu, hafi eftirspurn eftir íslenskum hval fallið umtalsvert og arðbærni veiðanna því minnkað. Ísland, Noregur og Japan eru þau lönd sem leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni. BBC hefur eftir Vanessu Williams-Grey, hjá bresku hvalaverndunarsamtökunum Whale and Dolphin Conversation, að um góðar fréttir sé að ræða. „Við tökum þessum fréttum augljóslega fagnandi, enda er kominn tími til. Íslenskir hvalveiðimenn hafa drepið hundruð hvala á síðustu árum, þrátt fyrir litla sem enga innlenda eftirspurn,“ sagði Williams-Grey. BBC bendir þá á að aðrar greinar sem tengjast hvölum við Íslandsstrendur hafi notið mun meiri velgengni en veiðarnar á síðustu árum. Þannig hafi hundruð þúsunda ferðamanna farið í hvalaskoðun hér á landi árið 2019. Meðal annarra erlendra fjölmiðla sem fjallað hafa um málið eru Al Jazeera og Guardian. Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær sagði Svandís að hvalveiðarnar hefðu ekki haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir þjóðarbúið á síðustu árum. Lítið bendi til þess að efnahagslegur ávinningur sé af veiðunum, þar sem fyrirtæki sem hafi haft leyfi til veiðanna hafi lítið stundað þær. „Núverandi veiðiheimildir gilda út árið 2023. Að óbreyttu verður því engin veiði heimil á hvölum frá árinu 2024. Sýna þarf fram á að það sé efnahagslega réttlætanlegt að endurnýja veiðiheimildir. Í sögulegu samhengi hafa þessar veiðar haft neikvæð áhrif á útflutningshagsmuni landsins. Orðsporsáhættan sem fylgir því að viðhalda þessum veiðum áfram er talsverð þó að hún sé illmælanleg,“ skrifaði ráðherrann meðal annars. Aktívistar fagna Breska ríkisútvarpið er meðal þeirra miðla sem fjalla um málið og vísa í grein Svandísar. Þar er meðal annars tæpt á því að eftir að Japanir hófu aftur að veiða hvali í atvinnuskyni árið 2019, eftir þriggja áratuga pásu, hafi eftirspurn eftir íslenskum hval fallið umtalsvert og arðbærni veiðanna því minnkað. Ísland, Noregur og Japan eru þau lönd sem leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni. BBC hefur eftir Vanessu Williams-Grey, hjá bresku hvalaverndunarsamtökunum Whale and Dolphin Conversation, að um góðar fréttir sé að ræða. „Við tökum þessum fréttum augljóslega fagnandi, enda er kominn tími til. Íslenskir hvalveiðimenn hafa drepið hundruð hvala á síðustu árum, þrátt fyrir litla sem enga innlenda eftirspurn,“ sagði Williams-Grey. BBC bendir þá á að aðrar greinar sem tengjast hvölum við Íslandsstrendur hafi notið mun meiri velgengni en veiðarnar á síðustu árum. Þannig hafi hundruð þúsunda ferðamanna farið í hvalaskoðun hér á landi árið 2019. Meðal annarra erlendra fjölmiðla sem fjallað hafa um málið eru Al Jazeera og Guardian.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira