Saman sigrum við Sólveig Anna Jónsdóttir og Michael Bragi Whalley skrifa 3. febrúar 2022 08:00 Félagsfólk í stéttarfélaginu okkar, Eflingu, hefur á einungis rúmum þremur árum vakið verkalýðsbaráttu láglaunafólks á Íslandi af löngum svefni. Verkföll á Íslandi höfðu áratugina á undan verið nær alfarið bundin við fámenna hópa millitekjufólks, svo sem heilbrigðisstéttir hjá ríkinu, flugstéttir og sjómenn. Í verkfallsaðgerðum Eflingar á almenna og opinbera vinnumarkaðnum 2019-2020 gerðist það hins vegar í fyrsta sinn í lengri tíma að við, ófaglært verkafólk, samþykktum og tókum þátt í fjölmennum verkfallsaðgerðum. Verkfallsaðgerðir okkar voru erfiðar, en þær voru vel skipulagðar og kenndu okkur mikið. Þannig afsönnuðum við goðsögnina um að tími herskárrar verkalýðsbaráttu væri liðinn. Einnig köstuðum við goðsögnini um að verkafólk vildi ekki fara í verkföll út í hafsauga, eins og niðurstöður verkfallskosninga meðal félagsfólks staðfestu aftur og aftur. Það mikilvægasta af öllu var þó að við sýndum að barátta skilar árangri. Íslenska valdastéttin, oftar en ekki með stuðningi verkalýðsforystunnar, hefur sett mikið púður í að telja verkafólki trú um að barátta borgi sig ekki. Okkur hefur verið kennt að láta sérfræðinga sem nota orð eins og „svigrúm“ og „stöðugleiki“ sjá um að leysa málin fyrir okkur. Við Eflingarfélagar sönnuðum hins vegar að leiðin til árangurs er þveröfug: Hún er að taka málin í eigin hendur og virkja það vald sem við sjálf höfum sem vinnandi fólk. Þessi árangur náðist ekki aðeins vegna nýrrar forystu sem tók við í félaginu árið 2018. Árangurinn náðist líka vegna þess að stórir hópar félagsfólks voru tilbúnir að taka þátt. Við sjálf greiddum atkvæði í verkfallskosningum og vorum nær öll á einu máli. Við sjálf fylltum sali á fjöldafundum þar sem við sýndum mátt okkar og megin. Við sjálf vorum tilbúin að vera andlit okkar eigin baráttu í kynningarmyndböndum og á plakötum. Stærsti lærdómurinn af baráttu Eflingarfélaga síðan 2018 er þessi: Árangur í kjarabaráttu næst þegar félagsfólk sjálft er fjölmennt, stendur saman og þorir að stíga fram. Við viljum taka sæti í stjórn Eflingar til að standa vörð um þessi beittu og máttugu vopn. Reynslan hefur sýnt að þessi vopn skila okkur árangri og þau má aldrei taka af okkur. Þess vegna bjóðum okkur fram til stjórnar Eflingar með félögum okkar á B-listanum í komandi stjórnarkosningum. Höfundar eru frambjóðendur til stjórnar Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Félagsfólk í stéttarfélaginu okkar, Eflingu, hefur á einungis rúmum þremur árum vakið verkalýðsbaráttu láglaunafólks á Íslandi af löngum svefni. Verkföll á Íslandi höfðu áratugina á undan verið nær alfarið bundin við fámenna hópa millitekjufólks, svo sem heilbrigðisstéttir hjá ríkinu, flugstéttir og sjómenn. Í verkfallsaðgerðum Eflingar á almenna og opinbera vinnumarkaðnum 2019-2020 gerðist það hins vegar í fyrsta sinn í lengri tíma að við, ófaglært verkafólk, samþykktum og tókum þátt í fjölmennum verkfallsaðgerðum. Verkfallsaðgerðir okkar voru erfiðar, en þær voru vel skipulagðar og kenndu okkur mikið. Þannig afsönnuðum við goðsögnina um að tími herskárrar verkalýðsbaráttu væri liðinn. Einnig köstuðum við goðsögnini um að verkafólk vildi ekki fara í verkföll út í hafsauga, eins og niðurstöður verkfallskosninga meðal félagsfólks staðfestu aftur og aftur. Það mikilvægasta af öllu var þó að við sýndum að barátta skilar árangri. Íslenska valdastéttin, oftar en ekki með stuðningi verkalýðsforystunnar, hefur sett mikið púður í að telja verkafólki trú um að barátta borgi sig ekki. Okkur hefur verið kennt að láta sérfræðinga sem nota orð eins og „svigrúm“ og „stöðugleiki“ sjá um að leysa málin fyrir okkur. Við Eflingarfélagar sönnuðum hins vegar að leiðin til árangurs er þveröfug: Hún er að taka málin í eigin hendur og virkja það vald sem við sjálf höfum sem vinnandi fólk. Þessi árangur náðist ekki aðeins vegna nýrrar forystu sem tók við í félaginu árið 2018. Árangurinn náðist líka vegna þess að stórir hópar félagsfólks voru tilbúnir að taka þátt. Við sjálf greiddum atkvæði í verkfallskosningum og vorum nær öll á einu máli. Við sjálf fylltum sali á fjöldafundum þar sem við sýndum mátt okkar og megin. Við sjálf vorum tilbúin að vera andlit okkar eigin baráttu í kynningarmyndböndum og á plakötum. Stærsti lærdómurinn af baráttu Eflingarfélaga síðan 2018 er þessi: Árangur í kjarabaráttu næst þegar félagsfólk sjálft er fjölmennt, stendur saman og þorir að stíga fram. Við viljum taka sæti í stjórn Eflingar til að standa vörð um þessi beittu og máttugu vopn. Reynslan hefur sýnt að þessi vopn skila okkur árangri og þau má aldrei taka af okkur. Þess vegna bjóðum okkur fram til stjórnar Eflingar með félögum okkar á B-listanum í komandi stjórnarkosningum. Höfundar eru frambjóðendur til stjórnar Eflingar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun