Sýndi fram á meintan fáránleika aðgerða í beinni Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 1. febrúar 2022 20:01 Ísleifur er framkvæmdastjóri Senu. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Senu kallar eftir því að stjórnvöld afnemi eins metra fjarlægðarreglu á skipulögðum viðburðum. Hann er gagnrýninn á að ekki megi selja áfengi á viðburðum, meðan fólk geti farið gagngert á barinn til þess að drekka áfengi. Þetta kom fram í máli Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu, sem rætt var við í beinni útsendingu frá Hörpu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Stjórnvöld eru núna að tala af bjartsýni og leyfa sér að gera það og leyfa sér greinilega að trúa því að við séum að komast út úr þessu. Þau voru að kynna áætlun til að aflétta og eru að hleypa öllu af stað, til dæmis börunum,“ sagði Ísleifur. Flöskuhálsinn sem drepur allt Nú mega 500 manns vera í hverju sóttvarnarhólfi á sitjandi viðburðum. Ísleifur segir útlit fyrir að stjórnvöld telji að það sé nóg til þess að hleypa menningarlífinu af stað, en sú sé hins vegar ekki raunin. „Þau átta sig ekki á því að eins metra reglan er flöskuhálsinn sem drepur allt.“ Ísleifur sagði það vonda tilhugsun að stjórnvöld teldu sig vera að gera nóg til þess að hleypa menningarlífinu af stað. „Við erum búin að vera í þessu í tvö ár og maður skyldi halda að stjórnvöld vissu hvað þyrfti og það hlýtur að vera á þeim að skilja hvaða afleiðingar reglurnar hafa sem þau setja Það er smá sjokkerandi tilhugsun ef þau halda að þau hafi verið að hleypa okkur af stað en skilja ekki að við erum stopp ennþá.“ Fólk helli í sig áður en haldið er upp tröppurnar í Hörpu Ísleifur telur það sæta furðu að barir megi vera opnir til miðnættis, en ekki megi selja áfengi á sitjandi viðburðum. Þannig mætti fólk gera sér ferð niður í miðbæ Reykjavíkur gagngert til að drekka áfengi en mætti hins vegar ekki koma á tónleika í Hörpu og kaupa sér áfengi þar. Máli sínu til stuðnings tók Ísleifur dæmi úr Hörpu, þar sem viðtalið við hann var tekið. „Það er veitingastaður þarna, hann má selja áfengi, þannig að ef þú ert hér í Hörpu máttu labba niður og kaupa þér áfengi en ef þú ferð upp tröppurnar máttu ekki kaupa áfengi. Þannig að þú þarft að hella í þig þarna áður en þú leggur af stað upp stigann,“ sagði Ísleifur. Hann sagði ákall sitt til stjórnvalda þá einfalt: „Fella burt þessa eins metra reglu strax.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Harpa Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ísleifs Þórhallssonar, framkvæmdastjóra Senu, sem rætt var við í beinni útsendingu frá Hörpu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Stjórnvöld eru núna að tala af bjartsýni og leyfa sér að gera það og leyfa sér greinilega að trúa því að við séum að komast út úr þessu. Þau voru að kynna áætlun til að aflétta og eru að hleypa öllu af stað, til dæmis börunum,“ sagði Ísleifur. Flöskuhálsinn sem drepur allt Nú mega 500 manns vera í hverju sóttvarnarhólfi á sitjandi viðburðum. Ísleifur segir útlit fyrir að stjórnvöld telji að það sé nóg til þess að hleypa menningarlífinu af stað, en sú sé hins vegar ekki raunin. „Þau átta sig ekki á því að eins metra reglan er flöskuhálsinn sem drepur allt.“ Ísleifur sagði það vonda tilhugsun að stjórnvöld teldu sig vera að gera nóg til þess að hleypa menningarlífinu af stað. „Við erum búin að vera í þessu í tvö ár og maður skyldi halda að stjórnvöld vissu hvað þyrfti og það hlýtur að vera á þeim að skilja hvaða afleiðingar reglurnar hafa sem þau setja Það er smá sjokkerandi tilhugsun ef þau halda að þau hafi verið að hleypa okkur af stað en skilja ekki að við erum stopp ennþá.“ Fólk helli í sig áður en haldið er upp tröppurnar í Hörpu Ísleifur telur það sæta furðu að barir megi vera opnir til miðnættis, en ekki megi selja áfengi á sitjandi viðburðum. Þannig mætti fólk gera sér ferð niður í miðbæ Reykjavíkur gagngert til að drekka áfengi en mætti hins vegar ekki koma á tónleika í Hörpu og kaupa sér áfengi þar. Máli sínu til stuðnings tók Ísleifur dæmi úr Hörpu, þar sem viðtalið við hann var tekið. „Það er veitingastaður þarna, hann má selja áfengi, þannig að ef þú ert hér í Hörpu máttu labba niður og kaupa þér áfengi en ef þú ferð upp tröppurnar máttu ekki kaupa áfengi. Þannig að þú þarft að hella í þig þarna áður en þú leggur af stað upp stigann,“ sagði Ísleifur. Hann sagði ákall sitt til stjórnvalda þá einfalt: „Fella burt þessa eins metra reglu strax.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Harpa Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira