Fordæmi fyrir skjálfta upp á 5,5 á hrinusvæði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 14:42 Um 550 skjálftar hafa mælst í yfirstandandi skjálftahrinu vestan við Ok í Borgarfirði. Veðurstofa Íslands Stóri skjálftinn sem reið yfir laust eftir miðnætti vestan við Ok í Borgarfirði er sá stærsti sem mælst hefur í árafjöld, en hann mældist 3,7 að stærð. Fordæmi er fyrir skjálfta upp á 5,5 á svæðinu en hann varð í námunda við það svæði sem undir er í yfirstandandi hrinu. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að hrinan sé um margt sérstök. Um innflekaskjálfta sé að ræða þar sem staðsetning þeirra sé utan flekaskila og eldvirkra svæða. Innflekaskjálftar geta orðið vegna láréttrar tognunar í jarðskorpunni. „Þessi skjálfti sem varð í nótt er stærsti í þessari hrinu og jafnframt stærsti skjálftinn á þessu svæði í dágóðan tíma. Síðast var skjálftahrina á svæðinu árið 1974 en þá mældust stærri skjálftar, meðal annars 5,5 að stærð þannig að það eru dæmi um aðeins stærri skjálfta en við sáum í nótt.“ Umræddur skjálfti sem Einar vísar í varð aðeins norðar en það svæði sem undir er í yfirstandandi hrinu. Frásagnir eru um grjóthrun og lítilsháttar sprungur og skemmdir eftir þann stóra árið 1974. „Skjálftahrinan stóð yfir í meira en tvo mánuði og við erum komin í um það bil mánuð með þessa hrinu þannig að hún gæti haldið eitthvað áfram.“ Einar Bessi segist alls ekki vilja vekja ugg hjá fólki með því að minnast á stóra skjálftann frá 1974 en hann sé þó ágætis áminning um stærri skjálftar gætu orðið í þessari hrinu og því alltaf gott að fara að öllu með gát. Jarðskjálftahrinan hófst seinni hluta desembermánaðar og stendur enn. Um 550 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá upphafi hrinu. Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Tengdar fréttir Skjálfti 3,7 á Vesturlandi skömmu eftir miðnætti Skjálfti 3,7 að stærð varð um tíu kílómetra vestur af Oki á Vesturlandi um fimm mínútur yfir miðnætti í nótt. 1. febrúar 2022 07:25 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að hrinan sé um margt sérstök. Um innflekaskjálfta sé að ræða þar sem staðsetning þeirra sé utan flekaskila og eldvirkra svæða. Innflekaskjálftar geta orðið vegna láréttrar tognunar í jarðskorpunni. „Þessi skjálfti sem varð í nótt er stærsti í þessari hrinu og jafnframt stærsti skjálftinn á þessu svæði í dágóðan tíma. Síðast var skjálftahrina á svæðinu árið 1974 en þá mældust stærri skjálftar, meðal annars 5,5 að stærð þannig að það eru dæmi um aðeins stærri skjálfta en við sáum í nótt.“ Umræddur skjálfti sem Einar vísar í varð aðeins norðar en það svæði sem undir er í yfirstandandi hrinu. Frásagnir eru um grjóthrun og lítilsháttar sprungur og skemmdir eftir þann stóra árið 1974. „Skjálftahrinan stóð yfir í meira en tvo mánuði og við erum komin í um það bil mánuð með þessa hrinu þannig að hún gæti haldið eitthvað áfram.“ Einar Bessi segist alls ekki vilja vekja ugg hjá fólki með því að minnast á stóra skjálftann frá 1974 en hann sé þó ágætis áminning um stærri skjálftar gætu orðið í þessari hrinu og því alltaf gott að fara að öllu með gát. Jarðskjálftahrinan hófst seinni hluta desembermánaðar og stendur enn. Um 550 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá upphafi hrinu.
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Tengdar fréttir Skjálfti 3,7 á Vesturlandi skömmu eftir miðnætti Skjálfti 3,7 að stærð varð um tíu kílómetra vestur af Oki á Vesturlandi um fimm mínútur yfir miðnætti í nótt. 1. febrúar 2022 07:25 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Skjálfti 3,7 á Vesturlandi skömmu eftir miðnætti Skjálfti 3,7 að stærð varð um tíu kílómetra vestur af Oki á Vesturlandi um fimm mínútur yfir miðnætti í nótt. 1. febrúar 2022 07:25