Segir trans fólk vanrækt í heilbrigðiskerfinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. janúar 2022 19:30 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Móa Gustum Kynleiðréttingaraðgerðir eru lífsnauðsynlegar trans fólki og er þjónusta við það vanrækt í heilbrigðiskerfinu, að mati formanns Trans Ísland. Trans kona greindi frá því á Twitter fyrir helgi að hún hafi beðið í yfir sextíu vikur eftir kynleiðréttingaraðferð, en hún óskaði eftir aðgerð haustið 2020. Vegna faraldurs kórónuveirunnar hefur Landspítalinn ýmist verið færður af og á neyðarstig síðustu tvö ár - en þegar neyðarstig er í gildi er þeim aðgerðum sem ekki eru taldar lífsnauðsynlegar, frestað. Okei er búin að fá að melta fréttir gærkvöldsins núna og langar að tala um þetta mjög opinskátt.Ég hágrét í allt gærkvöld og hélt áfram í morgun og í strætó, ég er búin að bíða eftir þessari aðgerð í raun allt mitt líf en hef verið á official biðlista síðan í nóvember 2020.— Bríet Hálandanorn (@thvengur) January 28, 2022 Biðin hafi alvarleg áhrif á geðheilsu trans fólks Formaður Trans Ísland segir kynleiðréttinaraðgerðir lífsnauðsynlegar fyrir þennan hóp. Biðin hafi alvarleg áhrif á geðheilsu trans fólks en aðgerðin sé í augum margra stærsta skrefið í ferlinu. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu vegna þess að fólk t.d. sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland. Hún segir nauðsynlegt fyrir þennan hóp að kynleiðréttingaraðgerðir verið framkvæmdar á ný. „Það hefur verið mikið af fólki sem hefur haft samband við Trans Ísland og spurt hvort eitthvað sé hægt að gera í þessu til þess að pressa á.“ Vill aðgerðirnar í forgang Hún segir vandann liggja hjá stjórnendum Landspítala og vill að þessar aðgerðir verði settar í forgang. „Við viljum náttúrulega biðla til forstjóra Landspítala og annarra að þetta verði skoðað. Við höfum sömuleiðis talað við transteymi Landspítala sem heldur utan um þessar meðferðir og þeir hafa líka áhyggjur af þessari löngu bið. Þetta snýst svolítið um það að þessari þjónustu sé tekið alvarlega.“ Hún segir að þjónusta við trans fólk hafi því miður verið vanrækt í heilbrigðiskerfinu. „Það hefur verði lítið fjármagn og lítill forgangur á þessari þjónustu og það birtist núna í Covid og fleira að þessi þjónusta er alltaf sett undir teppið og ekki hugsað um okkur.“ Málefni transfólks Landspítalinn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Trans kona greindi frá því á Twitter fyrir helgi að hún hafi beðið í yfir sextíu vikur eftir kynleiðréttingaraðferð, en hún óskaði eftir aðgerð haustið 2020. Vegna faraldurs kórónuveirunnar hefur Landspítalinn ýmist verið færður af og á neyðarstig síðustu tvö ár - en þegar neyðarstig er í gildi er þeim aðgerðum sem ekki eru taldar lífsnauðsynlegar, frestað. Okei er búin að fá að melta fréttir gærkvöldsins núna og langar að tala um þetta mjög opinskátt.Ég hágrét í allt gærkvöld og hélt áfram í morgun og í strætó, ég er búin að bíða eftir þessari aðgerð í raun allt mitt líf en hef verið á official biðlista síðan í nóvember 2020.— Bríet Hálandanorn (@thvengur) January 28, 2022 Biðin hafi alvarleg áhrif á geðheilsu trans fólks Formaður Trans Ísland segir kynleiðréttinaraðgerðir lífsnauðsynlegar fyrir þennan hóp. Biðin hafi alvarleg áhrif á geðheilsu trans fólks en aðgerðin sé í augum margra stærsta skrefið í ferlinu. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu vegna þess að fólk t.d. sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland. Hún segir nauðsynlegt fyrir þennan hóp að kynleiðréttingaraðgerðir verið framkvæmdar á ný. „Það hefur verið mikið af fólki sem hefur haft samband við Trans Ísland og spurt hvort eitthvað sé hægt að gera í þessu til þess að pressa á.“ Vill aðgerðirnar í forgang Hún segir vandann liggja hjá stjórnendum Landspítala og vill að þessar aðgerðir verði settar í forgang. „Við viljum náttúrulega biðla til forstjóra Landspítala og annarra að þetta verði skoðað. Við höfum sömuleiðis talað við transteymi Landspítala sem heldur utan um þessar meðferðir og þeir hafa líka áhyggjur af þessari löngu bið. Þetta snýst svolítið um það að þessari þjónustu sé tekið alvarlega.“ Hún segir að þjónusta við trans fólk hafi því miður verið vanrækt í heilbrigðiskerfinu. „Það hefur verði lítið fjármagn og lítill forgangur á þessari þjónustu og það birtist núna í Covid og fleira að þessi þjónusta er alltaf sett undir teppið og ekki hugsað um okkur.“
Málefni transfólks Landspítalinn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira