Risabreyting hjá Anníe Mist á næstu heimsleikum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2022 09:31 Anníe Mist Þórisdóttir varð í þriðja sæti á síðustu heimsleikum en mun ekki keppa sem einstaklingur á heimsmeistaramótinu í ár. Skjámynd/Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir ætlar sér að keppa á næstu heimsleikum en hún verður þó í allt öðru hlutverki en hingað til. Anníe Mist tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum að hún sé búin að setja saman lið og ætli því ekki að keppa í einstaklingskeppninni á 2022 tímabilinu heldur í liðakeppninni. Liðið hennar verður þjálfað af manni hennar Frederik Ægidius en væntanlegir liðsfélagar okkar konu eru engir aukvisar heldur þau Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Blaðamenn Morning Chalk Up hafa trú á þessu liði og slá því upp að Anníe Mist sé búin að setja saman sannkallað ofurlið. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari kvenna í CrossFit og vann bronsið á síðustu heimsleikum þar sem hún var að verðlaunapallinum í sjötta sinn á ferlinum. Fyrstu heimsleikar Anníe voru árið 2009 og þrátt fyrir þessa breytingu í ár þá er hún þó ekki búin að útiloka það að keppa sem einstaklingur aftur. „Ég algjörlega elskaði síðasta tímabil og er svo þakklát fyrir hvað allt gengur vel á æfingum. Ég er enn að verða betri og ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína. Hún hefur aldrei keppt í liðakeppni á heimsleikum en hefur þó tekið þátt í liðakeppni á öðrum mótum. Hún myndaði Rogue Team Balck árið 2016 með þeim Rich Froning, Josh Bridges og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Þá vann Anníe Mist WOW stronger mótið bæði 2017 og 2018 og þá unnu hún og Katrín Tanja saman Butcher’s Classic mótið árið 2019. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Ég hef viljað vera hluti af liði í þó nokkurn tíma en hef aldrei látið verða að því. Rétta tækifærið gafst aldrei en fyrir 2022 tímabilið þá passaði þetta allt svo vel,“ skrifaði Anníe Mist. „Þetta þýðir samt ekkert fyrir 2023 tímabilið. Ég tek alltaf bara eitt ár í einu en þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er spennt fyrir því að æfa og vinna með þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég hef kannski verið að keppa sem einstaklingur allan minn feril en ég hef samt aldrei verið ein. Nú fæ ég tækifæri til að stækka liðið mitt og upplifa skin og skúri á keppnisgólfinu þremur nýjum liðsfélögum mínum,“ skrifaði Anníe. CrossFit Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Sjá meira
Anníe Mist tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum að hún sé búin að setja saman lið og ætli því ekki að keppa í einstaklingskeppninni á 2022 tímabilinu heldur í liðakeppninni. Liðið hennar verður þjálfað af manni hennar Frederik Ægidius en væntanlegir liðsfélagar okkar konu eru engir aukvisar heldur þau Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Blaðamenn Morning Chalk Up hafa trú á þessu liði og slá því upp að Anníe Mist sé búin að setja saman sannkallað ofurlið. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari kvenna í CrossFit og vann bronsið á síðustu heimsleikum þar sem hún var að verðlaunapallinum í sjötta sinn á ferlinum. Fyrstu heimsleikar Anníe voru árið 2009 og þrátt fyrir þessa breytingu í ár þá er hún þó ekki búin að útiloka það að keppa sem einstaklingur aftur. „Ég algjörlega elskaði síðasta tímabil og er svo þakklát fyrir hvað allt gengur vel á æfingum. Ég er enn að verða betri og ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína. Hún hefur aldrei keppt í liðakeppni á heimsleikum en hefur þó tekið þátt í liðakeppni á öðrum mótum. Hún myndaði Rogue Team Balck árið 2016 með þeim Rich Froning, Josh Bridges og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Þá vann Anníe Mist WOW stronger mótið bæði 2017 og 2018 og þá unnu hún og Katrín Tanja saman Butcher’s Classic mótið árið 2019. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Ég hef viljað vera hluti af liði í þó nokkurn tíma en hef aldrei látið verða að því. Rétta tækifærið gafst aldrei en fyrir 2022 tímabilið þá passaði þetta allt svo vel,“ skrifaði Anníe Mist. „Þetta þýðir samt ekkert fyrir 2023 tímabilið. Ég tek alltaf bara eitt ár í einu en þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er spennt fyrir því að æfa og vinna með þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég hef kannski verið að keppa sem einstaklingur allan minn feril en ég hef samt aldrei verið ein. Nú fæ ég tækifæri til að stækka liðið mitt og upplifa skin og skúri á keppnisgólfinu þremur nýjum liðsfélögum mínum,“ skrifaði Anníe.
CrossFit Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins