Kokteilboð á kostnað almennings Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 26. janúar 2022 09:00 Þegar ég hóf störf sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis árið 2012 hafði ég lítið sem ekkert heyrt fjallað um eða orðið vör við þátttöku þingmanna í starfi alþjóðlegra þingmannasamtaka. Þá hafði ég stundað meistaranám í alþjóðasamskiptum, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, ásamt því að starfa við alþjóðastofnanir erlendis og utanríkisráðuneytið hér heima. Í kjölfar starfa minna hjá Alþingi kenndi ég námskeið um alþjóðastofnanir við Háskóla Íslands. Þar fjallaði ég m.a. um alþjóðleg þingmannasamtök en þá hafði, eftir því sem ég kemst næst, aldrei verið fjallað um slík þingmannasamtök í umræddu námskeiði áður, né í öðrum námskeiðum við háskóla landsins yfirleitt. Í kennslubókinni, 600 blaðsíðna doðranti um alla mögulega leikendur í alþjóðakerfinu, þ.á.m. frjáls félagasamtök, alþjóðleg fyrirtæki og kvikmyndastjörnur, var ekki minnst einu orði á þingmenn sem gerendur í alþjóðakerfinu. Alþingismenn verja miklum tíma og vinnu í starf þeirra átta alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að, með tilheyrandi ferðalögum og fjarveru frá almennum þingstörfum heima fyrir. Í alþjóðanefndum Alþingis sitja 32 þingmenn sem aðalmenn og 13 sem varamenn. Á árinu 2019 sóttu umræddir þingmenn tæplega 90 fundi erlendis og var áætlaður kostnaður af þátttökunni 89 milljónir króna. Framan af ríkti ákveðin leynd yfir þátttöku alþingismanna í alþjóðastarfi. Engar skýrslur voru gerðar um starfið né upplýsingar um það að finna opinberlega. Sem betur fer hefur orðið breyting þar á. Nú eru upplýsingar um ferðir og skýrslur um fundi erlendis aðgengilegar á vef Alþingis. Þekking almennings á starfinu er hins vegar afar takmörkuð og gagnrýnin um „kokteilboð á kostnað almennings“ áberandi í umræðunni. Lítil þekking bæði almennings og fræðimanna á málefninu, sem og lítill áhugi og aðhald fjölmiðla, hefur þær afleiðingar að þátttaka þingmanna í alþjóðastarfi er að miklu leyti ósýnileg. Það er einna helst að beinn kostnaður af ferðalögum sé reifaður. Þá er starfið einnig lítið sýnilegt innan þingsins og engir skýrir farvegir til staðar til að sú þekking og reynsla sem þingmenn öðlast í gegnum alþjóðastarfið nýtist við mótun löggjafar á Íslandi. Einnig er óljóst hvernig þingmenn eiga að vinna að markmiðum þess þingmannasamstarfs sem þeir taka þátt í, annars vegar á vettvangi Alþingis, og hins vegar í samstarfi við sitjandi ríkisstjórn. Af öllu þessu leiðir að þingmenn sjá á stundum lítinn hag í að sinna umræddu starfi af krafti, það er enda ekki endilega líklegt til vinsælda í kjördæminu, en álit kjósenda á alþjóðastarfi þingmanna hefur oft á tíðum verið heldur neikvætt. Það er enginn þingmaður kosinn á þing á grundvelli áforma um þátttöku í alþjóðlegu þingmannastarfi. Þetta leiðir svo aftur til þeirrar hættu á að embættismenn ráði ferðinni í umræddu starfi frekar en hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar. Til að rjúfa megi þennan vítahring þarf að rannsaka og greina þátttöku Alþingis í alþjóðlegu þingmannastarfi, auka umræðu um starfið og veita þingmönnum aukið aðhald við störf sín á alþjóðavettvangi. Þá er full ástæða til að endurskoða reglulega þátttöku alþingismanna í umræddu starfi, greina hverju starfið er að skila, og forgangsraða upp á nýtt þegar þörf er á. Í þessu reynir á almenning, fræðimenn, fjölmiðla, sem og þingið sjálft og skrifstofu þess. Í grunninn er um tvennt að ræða. Annars vegar, hvaða hlutverk við viljum að þingmenn okkar hafi á alþjóðavettvangi. Hins vegar, hvernig við tryggjum að framlag þeirra skili sem mestu, bæði fyrir íslenskt samfélag sem og alþjóðasamfélagið í heild. Höfundur er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands þar sem hún rannsakar þátttöku þingmanna í alþjóðlegu þingmannastarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Alþingi Utanríkismál Háskólar Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf störf sem ráðgjafi í alþjóðadeild Alþingis árið 2012 hafði ég lítið sem ekkert heyrt fjallað um eða orðið vör við þátttöku þingmanna í starfi alþjóðlegra þingmannasamtaka. Þá hafði ég stundað meistaranám í alþjóðasamskiptum, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, ásamt því að starfa við alþjóðastofnanir erlendis og utanríkisráðuneytið hér heima. Í kjölfar starfa minna hjá Alþingi kenndi ég námskeið um alþjóðastofnanir við Háskóla Íslands. Þar fjallaði ég m.a. um alþjóðleg þingmannasamtök en þá hafði, eftir því sem ég kemst næst, aldrei verið fjallað um slík þingmannasamtök í umræddu námskeiði áður, né í öðrum námskeiðum við háskóla landsins yfirleitt. Í kennslubókinni, 600 blaðsíðna doðranti um alla mögulega leikendur í alþjóðakerfinu, þ.á.m. frjáls félagasamtök, alþjóðleg fyrirtæki og kvikmyndastjörnur, var ekki minnst einu orði á þingmenn sem gerendur í alþjóðakerfinu. Alþingismenn verja miklum tíma og vinnu í starf þeirra átta alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að, með tilheyrandi ferðalögum og fjarveru frá almennum þingstörfum heima fyrir. Í alþjóðanefndum Alþingis sitja 32 þingmenn sem aðalmenn og 13 sem varamenn. Á árinu 2019 sóttu umræddir þingmenn tæplega 90 fundi erlendis og var áætlaður kostnaður af þátttökunni 89 milljónir króna. Framan af ríkti ákveðin leynd yfir þátttöku alþingismanna í alþjóðastarfi. Engar skýrslur voru gerðar um starfið né upplýsingar um það að finna opinberlega. Sem betur fer hefur orðið breyting þar á. Nú eru upplýsingar um ferðir og skýrslur um fundi erlendis aðgengilegar á vef Alþingis. Þekking almennings á starfinu er hins vegar afar takmörkuð og gagnrýnin um „kokteilboð á kostnað almennings“ áberandi í umræðunni. Lítil þekking bæði almennings og fræðimanna á málefninu, sem og lítill áhugi og aðhald fjölmiðla, hefur þær afleiðingar að þátttaka þingmanna í alþjóðastarfi er að miklu leyti ósýnileg. Það er einna helst að beinn kostnaður af ferðalögum sé reifaður. Þá er starfið einnig lítið sýnilegt innan þingsins og engir skýrir farvegir til staðar til að sú þekking og reynsla sem þingmenn öðlast í gegnum alþjóðastarfið nýtist við mótun löggjafar á Íslandi. Einnig er óljóst hvernig þingmenn eiga að vinna að markmiðum þess þingmannasamstarfs sem þeir taka þátt í, annars vegar á vettvangi Alþingis, og hins vegar í samstarfi við sitjandi ríkisstjórn. Af öllu þessu leiðir að þingmenn sjá á stundum lítinn hag í að sinna umræddu starfi af krafti, það er enda ekki endilega líklegt til vinsælda í kjördæminu, en álit kjósenda á alþjóðastarfi þingmanna hefur oft á tíðum verið heldur neikvætt. Það er enginn þingmaður kosinn á þing á grundvelli áforma um þátttöku í alþjóðlegu þingmannastarfi. Þetta leiðir svo aftur til þeirrar hættu á að embættismenn ráði ferðinni í umræddu starfi frekar en hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar. Til að rjúfa megi þennan vítahring þarf að rannsaka og greina þátttöku Alþingis í alþjóðlegu þingmannastarfi, auka umræðu um starfið og veita þingmönnum aukið aðhald við störf sín á alþjóðavettvangi. Þá er full ástæða til að endurskoða reglulega þátttöku alþingismanna í umræddu starfi, greina hverju starfið er að skila, og forgangsraða upp á nýtt þegar þörf er á. Í þessu reynir á almenning, fræðimenn, fjölmiðla, sem og þingið sjálft og skrifstofu þess. Í grunninn er um tvennt að ræða. Annars vegar, hvaða hlutverk við viljum að þingmenn okkar hafi á alþjóðavettvangi. Hins vegar, hvernig við tryggjum að framlag þeirra skili sem mestu, bæði fyrir íslenskt samfélag sem og alþjóðasamfélagið í heild. Höfundur er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands þar sem hún rannsakar þátttöku þingmanna í alþjóðlegu þingmannastarfi.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun