Óttast skipsbrot rétt undan landi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2022 12:35 Dregið hefur úr nýbókunum og afbókanir hrönnuðust inn eftir að samkomutakmarkanir voru hertar, segir talskona samstöðuhóps einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu. vísir/vilhelm Lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu sjá fram á skipsbrot rétt undan landi komi stjórnvöld ekki til móts við þau. Talskona fimm hundruð fyrirtækja samstöðuhóps furðar sig á því að styrkir vegna tekjufalls veitingastaða í samkomutakmörkunum nái ekki einnig til þeirra þar sem afbókanir hafi streymt inn. Ríkisstjórnin kastaði björgunarlínu til veitingahúsa sem hafa þurft að sæta miklum takmörkunum á starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða í síðustu viku með frumvarpi sem kveður á um að veitingastaðir, sem hafa orðið fyrir minnst tuttugu prósenta tekjufalli frá desember til og með mars, geti fengið styrki til þess að mæta tapinu. Málið á að afgreiða hratt en fyrsta umræða um frumvarpið fór fram í síðustu viku og umsagnarfrestur hjá efnahags- og viðskiptanefnd rennur út í dag. Jóna Fanney Svavarsdóttir, fer fyrir samstöðuhópi einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu sem um fimm hundruð rekstraraðilar tilheyra. Hún segist vonsvikin að styrkirnir, sem hún telur reyndar réttara að kalla bætur, nái einungis til veitingastaða. „Það er ekki inni í þessu neitt sem við kemur til dæmis afþreyingu og menningarferðaþjónustu, eins og söfn eða viðburðir. Okkur þykir þetta mjög einkennileg forgangsröðun að byrja á einum hóp í stað þess að byrja á heildaraðgerðum sem gagnast öllum,“ segir Jóna sem rekur einnig Eldhúsferðir í Húnavatnshreppi. Jóna Fanney Svavarsdóttir, tilheyrir samstöðuhóp einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu og rekur Eldhúsferðir.vísir/aðsend Samhliða fjöldatakmörkunum hafi afbókanir streymt inn. „Vandamálið er að skaðinn er skeður. Þó svo að stjórnvöld núna tali núna um að fara slaka á og slaka jafnvel verulega á, er það svo að þessar afbókanir sem koma alltaf í kjölfarið á hertum reglum koma ekkert til baka.“ Hún gagnrýnir að ekki hafi verið til viðbragðsáætlun fyrir fyrirtækin þegar aðgerðir voru hertar á ný og óttast uppsagnir. „Við þessar síðustu sóttvarnaaðgerðir sjá einirkjar og lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu fram á mjög þungan róður og jafnvel skipsbrot rétt undan landi. Og það er ekki rými til þess að bíða af því lausafjárstaðan er í mínus hjá fjölda fólks af því það vantar upp á hverjum mánuði. Það eru ekki tekjur á móti kostnaðinum,“ segir Jóna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Ríkisstjórnin kastaði björgunarlínu til veitingahúsa sem hafa þurft að sæta miklum takmörkunum á starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða í síðustu viku með frumvarpi sem kveður á um að veitingastaðir, sem hafa orðið fyrir minnst tuttugu prósenta tekjufalli frá desember til og með mars, geti fengið styrki til þess að mæta tapinu. Málið á að afgreiða hratt en fyrsta umræða um frumvarpið fór fram í síðustu viku og umsagnarfrestur hjá efnahags- og viðskiptanefnd rennur út í dag. Jóna Fanney Svavarsdóttir, fer fyrir samstöðuhópi einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu sem um fimm hundruð rekstraraðilar tilheyra. Hún segist vonsvikin að styrkirnir, sem hún telur reyndar réttara að kalla bætur, nái einungis til veitingastaða. „Það er ekki inni í þessu neitt sem við kemur til dæmis afþreyingu og menningarferðaþjónustu, eins og söfn eða viðburðir. Okkur þykir þetta mjög einkennileg forgangsröðun að byrja á einum hóp í stað þess að byrja á heildaraðgerðum sem gagnast öllum,“ segir Jóna sem rekur einnig Eldhúsferðir í Húnavatnshreppi. Jóna Fanney Svavarsdóttir, tilheyrir samstöðuhóp einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu og rekur Eldhúsferðir.vísir/aðsend Samhliða fjöldatakmörkunum hafi afbókanir streymt inn. „Vandamálið er að skaðinn er skeður. Þó svo að stjórnvöld núna tali núna um að fara slaka á og slaka jafnvel verulega á, er það svo að þessar afbókanir sem koma alltaf í kjölfarið á hertum reglum koma ekkert til baka.“ Hún gagnrýnir að ekki hafi verið til viðbragðsáætlun fyrir fyrirtækin þegar aðgerðir voru hertar á ný og óttast uppsagnir. „Við þessar síðustu sóttvarnaaðgerðir sjá einirkjar og lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu fram á mjög þungan róður og jafnvel skipsbrot rétt undan landi. Og það er ekki rými til þess að bíða af því lausafjárstaðan er í mínus hjá fjölda fólks af því það vantar upp á hverjum mánuði. Það eru ekki tekjur á móti kostnaðinum,“ segir Jóna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira