Skortir orku? Orri Páll Jóhannsson skrifar 24. janúar 2022 07:01 Þegar fram í sækir mun skorta raforku til þess að mæta stærstu áskorun samtímans; loftslagsbreytingum. Til þess að stemma stigu við þeim þurfum við m.a. að hraða orkuskiptum í samgöngum á landi, í lofti og haftengdri starfsemi. Góður gangur hefur verið í orkuskiptum í samgöngum þar sem Ísland er í öðru sæti á heimsvísu yfir hlutfall nýrra nýorkubíla. En höfum í huga að þó svo það muni þurfa að afla frekari orku vegna orkuskipta þegar fram í sækir, eins og forstjóri Landsvirkjunar sagði í nýlegu viðtali, þá erum við að horfa til næstu áratuga í því samhengi. Við ætlum okkur að hafa náð fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og því þurfum við að taka öll skref af vel yfirlögðu ráði, leggja hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar til grundvallar og treysta náttúruvernd. Forgangsröðum orku í þágu orkuskipta Okkur er ljóst að maðurinn hefur gengið freklega á gæði Jarðar, eytt um efni fram og tekið vanhugsaðar ákvarðanir í sína þágu án þess að huga að heildarsamhengi hlutanna, hvað þá öðrum lífverum. Loftslagsváin er ein afleiðing þessa. Það er brýnt að við komum okkur saman um forgangsröðun í hvað þurfi orku og þá hversu mikillar orku þarf að afla til viðbótar. Velflest erum við sammála um að orkuskiptin séu einn af lyklunum til þess að stemma stigu við loftslagsvánni. Á sama tíma þurfum við að tryggja réttlát umskipti þeirra óumflýjanlegu samfélagsbreytinga sem fylgja nýrri nálgun. Um þetta vitnar stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Nýr orkumálastjóri gerir anga þessarar umræðu að umtalsefni í nýlegri grein hér á vísi.is. Þar bendir hún á að það sé ekki gefið að aukin orkuframleiðsla eða fjárfestingar í flutningskerfinu skili sér beint í auknum árangri í orkuskiptum. Krafan á orkufyrirtæki að hámarka hagnað í þágu eigenda sinna fer ekki endilega saman með því að íbúum og smærri fyrirtækjum á köldum svæðum séu tryggð raforka. Hvað þá smáiðnaði sem stuðlar að grænni atvinnuuppbyggingu, grænmetisbændum eða fjölskyldum sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána. Ég tek því heilshugar undir með orkumálastjóra sem segir þörf á að kortleggja orkumarkaðinn og skapa lagaumgjörð sem tryggi að framvegis rati umframorka og ný orkuöflun til orkuskipta. Þannig má tryggja að við náum markmiðum okkar um að verða óháð jarðefnaeldsneyti og kolefnishlutlaus árið 2040. Orkuskipti með náttúruvernd í huga Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er rík áhersla lögð á loftslagsmál. Kveðið er á um að gæta verði hagsmuna núverandi og komandi kynslóða og að sjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi með jafnvægi milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Það er ekki gert með því að ráðast í stórvirkar virkjanaframkvæmdir í anda liðinnar tíðar. Sagan segir okkur að við höfum oft farið óðslega fram í orkuöflun gagnvart viðkvæmri og einstakri náttúru landsins. Við ætlum sannarlega að byggja upp grænt og kolefnishlutlaust samfélag og ná fullum orkuskiptum fyrir árið 2040. En það þarf að ríkja sátt um nýjar virkjanir og áður en kemur til þeirra þurfum við að leita allra leiða til þess að spara og fara betur með þá orku sem þegar er framleidd, bæta nýtingu í virkjunum sem þegar hafa verið reistar og takmarka orkutap í orkukerfinu en ekki einungis horfa til hagnaðar eigenda orkufyrirtækjanna í krónum talið. Náttúra landsins, rétt eins og orkan, er verðmæt en takmörkuð gæði. Okkur ber að fara vel með hvor tveggja og hugsa lausnir marga áratugi fram í tímann en ekki til skamms tíma. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Orri Páll Jóhannsson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Þegar fram í sækir mun skorta raforku til þess að mæta stærstu áskorun samtímans; loftslagsbreytingum. Til þess að stemma stigu við þeim þurfum við m.a. að hraða orkuskiptum í samgöngum á landi, í lofti og haftengdri starfsemi. Góður gangur hefur verið í orkuskiptum í samgöngum þar sem Ísland er í öðru sæti á heimsvísu yfir hlutfall nýrra nýorkubíla. En höfum í huga að þó svo það muni þurfa að afla frekari orku vegna orkuskipta þegar fram í sækir, eins og forstjóri Landsvirkjunar sagði í nýlegu viðtali, þá erum við að horfa til næstu áratuga í því samhengi. Við ætlum okkur að hafa náð fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og því þurfum við að taka öll skref af vel yfirlögðu ráði, leggja hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar til grundvallar og treysta náttúruvernd. Forgangsröðum orku í þágu orkuskipta Okkur er ljóst að maðurinn hefur gengið freklega á gæði Jarðar, eytt um efni fram og tekið vanhugsaðar ákvarðanir í sína þágu án þess að huga að heildarsamhengi hlutanna, hvað þá öðrum lífverum. Loftslagsváin er ein afleiðing þessa. Það er brýnt að við komum okkur saman um forgangsröðun í hvað þurfi orku og þá hversu mikillar orku þarf að afla til viðbótar. Velflest erum við sammála um að orkuskiptin séu einn af lyklunum til þess að stemma stigu við loftslagsvánni. Á sama tíma þurfum við að tryggja réttlát umskipti þeirra óumflýjanlegu samfélagsbreytinga sem fylgja nýrri nálgun. Um þetta vitnar stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Nýr orkumálastjóri gerir anga þessarar umræðu að umtalsefni í nýlegri grein hér á vísi.is. Þar bendir hún á að það sé ekki gefið að aukin orkuframleiðsla eða fjárfestingar í flutningskerfinu skili sér beint í auknum árangri í orkuskiptum. Krafan á orkufyrirtæki að hámarka hagnað í þágu eigenda sinna fer ekki endilega saman með því að íbúum og smærri fyrirtækjum á köldum svæðum séu tryggð raforka. Hvað þá smáiðnaði sem stuðlar að grænni atvinnuuppbyggingu, grænmetisbændum eða fjölskyldum sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána. Ég tek því heilshugar undir með orkumálastjóra sem segir þörf á að kortleggja orkumarkaðinn og skapa lagaumgjörð sem tryggi að framvegis rati umframorka og ný orkuöflun til orkuskipta. Þannig má tryggja að við náum markmiðum okkar um að verða óháð jarðefnaeldsneyti og kolefnishlutlaus árið 2040. Orkuskipti með náttúruvernd í huga Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er rík áhersla lögð á loftslagsmál. Kveðið er á um að gæta verði hagsmuna núverandi og komandi kynslóða og að sjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi með jafnvægi milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Það er ekki gert með því að ráðast í stórvirkar virkjanaframkvæmdir í anda liðinnar tíðar. Sagan segir okkur að við höfum oft farið óðslega fram í orkuöflun gagnvart viðkvæmri og einstakri náttúru landsins. Við ætlum sannarlega að byggja upp grænt og kolefnishlutlaust samfélag og ná fullum orkuskiptum fyrir árið 2040. En það þarf að ríkja sátt um nýjar virkjanir og áður en kemur til þeirra þurfum við að leita allra leiða til þess að spara og fara betur með þá orku sem þegar er framleidd, bæta nýtingu í virkjunum sem þegar hafa verið reistar og takmarka orkutap í orkukerfinu en ekki einungis horfa til hagnaðar eigenda orkufyrirtækjanna í krónum talið. Náttúra landsins, rétt eins og orkan, er verðmæt en takmörkuð gæði. Okkur ber að fara vel með hvor tveggja og hugsa lausnir marga áratugi fram í tímann en ekki til skamms tíma. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun