Forsætisráðherrann frestaði brúðkaupinu vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2022 15:50 acinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. AP/Mark Mitchell Jacinda Arden, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur frestað brúðkaupi sínu í aðdraganda þess að ríkisstjórn hennar herðir sóttvarnarreglur. Ómíkron afbrigði kórónuveirunnar er í töluverðri dreifingu á Nýja-Sjálandi þessa dagana. Til stendur að setja aftur grímuskyldu á og takmarka samkomufjölda en hertar reglur taka gildi á miðnætti ytra. Í frétt Reuters segir að nýju reglurnar miði við það að ekki megi fleiri en hundrað koma saman og á það meðal annars við brúðkaupsveislur. Það á þó sérstaklega við atburði þar sem notast er við bólusetningarpassa. Þar sem það er ekki gert mega ekki fleiri en 25 koma saman. Á blaðamannafundi í dag sagði Ardern frá því að brúðkaupi hennar hefði verið frestað og sagðist hún hafa samúð með öðrum í sömu stöðu og hún. Spurð út í hvernig henni liði vegna brúðkaupsins svaraði hún: „Svona er lífið. Ég er ekkert frábrugðin þúsundum annarra Nýsjálendinga sem orðið mun verr fyrir barðinu á faraldrinum en ég. Það versta er að geta ekki verið með ástvinum, sem eru stundum alvarlega veikir. Það er mun sorglegra en mínar aðstæður.“ Landamæri Nýja-Sjálands hafa verið lokuð erlendum aðilum frá því í mars 2020 en ríkisstjórn Ardern frestaði því nýverið að opna landamærin aftur um miðjan janúar til loka febrúar. Var það vegna mikillar dreifingar kórónuveirunnar meðal nágranna Nýja-Sjálands í Ástralíu. Um 94 prósent allra íbúa landsins yfir tólf ára aldri hafa fengið minnst tvo skammta bóluefnis. Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vatnið í eyranu reyndist vera kakkalakki Lítill kakkalakki var fjarlægður úr eyra karlmanns á Nýja Sjálandi á mánudag. Þá voru þrír dagar liðnir frá því hann byrjaði að finna fyrir einhverju iða í eyranu á sér. 13. janúar 2022 17:25 Ómíkronsmitaður plötusnúður gagnrýndur fyrir sóttvarnabrot á Nýja-Sjálandi Breski plötusnúðurinn DJ Dimension, sem sagður er hafa verið fyrsti smitaði einstaklingurinn af ómíkronafbrigði kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa brotið gegn ströngum sóttvarnareglum landsins. 30. desember 2021 07:37 Nýsjálendingar banna komandi kynslóðum að kaupa tóbak Enginn Nýsjálendingur sem fæddur er 2008 eða síðar mun geta keypt sér tóbaksvörur, nái ný lög sem boðuð hafa verið af ríkisstjórn landsins fram að ganga. 9. desember 2021 07:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Til stendur að setja aftur grímuskyldu á og takmarka samkomufjölda en hertar reglur taka gildi á miðnætti ytra. Í frétt Reuters segir að nýju reglurnar miði við það að ekki megi fleiri en hundrað koma saman og á það meðal annars við brúðkaupsveislur. Það á þó sérstaklega við atburði þar sem notast er við bólusetningarpassa. Þar sem það er ekki gert mega ekki fleiri en 25 koma saman. Á blaðamannafundi í dag sagði Ardern frá því að brúðkaupi hennar hefði verið frestað og sagðist hún hafa samúð með öðrum í sömu stöðu og hún. Spurð út í hvernig henni liði vegna brúðkaupsins svaraði hún: „Svona er lífið. Ég er ekkert frábrugðin þúsundum annarra Nýsjálendinga sem orðið mun verr fyrir barðinu á faraldrinum en ég. Það versta er að geta ekki verið með ástvinum, sem eru stundum alvarlega veikir. Það er mun sorglegra en mínar aðstæður.“ Landamæri Nýja-Sjálands hafa verið lokuð erlendum aðilum frá því í mars 2020 en ríkisstjórn Ardern frestaði því nýverið að opna landamærin aftur um miðjan janúar til loka febrúar. Var það vegna mikillar dreifingar kórónuveirunnar meðal nágranna Nýja-Sjálands í Ástralíu. Um 94 prósent allra íbúa landsins yfir tólf ára aldri hafa fengið minnst tvo skammta bóluefnis.
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vatnið í eyranu reyndist vera kakkalakki Lítill kakkalakki var fjarlægður úr eyra karlmanns á Nýja Sjálandi á mánudag. Þá voru þrír dagar liðnir frá því hann byrjaði að finna fyrir einhverju iða í eyranu á sér. 13. janúar 2022 17:25 Ómíkronsmitaður plötusnúður gagnrýndur fyrir sóttvarnabrot á Nýja-Sjálandi Breski plötusnúðurinn DJ Dimension, sem sagður er hafa verið fyrsti smitaði einstaklingurinn af ómíkronafbrigði kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa brotið gegn ströngum sóttvarnareglum landsins. 30. desember 2021 07:37 Nýsjálendingar banna komandi kynslóðum að kaupa tóbak Enginn Nýsjálendingur sem fæddur er 2008 eða síðar mun geta keypt sér tóbaksvörur, nái ný lög sem boðuð hafa verið af ríkisstjórn landsins fram að ganga. 9. desember 2021 07:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Vatnið í eyranu reyndist vera kakkalakki Lítill kakkalakki var fjarlægður úr eyra karlmanns á Nýja Sjálandi á mánudag. Þá voru þrír dagar liðnir frá því hann byrjaði að finna fyrir einhverju iða í eyranu á sér. 13. janúar 2022 17:25
Ómíkronsmitaður plötusnúður gagnrýndur fyrir sóttvarnabrot á Nýja-Sjálandi Breski plötusnúðurinn DJ Dimension, sem sagður er hafa verið fyrsti smitaði einstaklingurinn af ómíkronafbrigði kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa brotið gegn ströngum sóttvarnareglum landsins. 30. desember 2021 07:37
Nýsjálendingar banna komandi kynslóðum að kaupa tóbak Enginn Nýsjálendingur sem fæddur er 2008 eða síðar mun geta keypt sér tóbaksvörur, nái ný lög sem boðuð hafa verið af ríkisstjórn landsins fram að ganga. 9. desember 2021 07:45