Flytjum út mengun Þorsteinn Sæmundsson skrifar 20. janúar 2022 18:31 Það sló mig að lesa viðtal við formann Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) í Fréttablaðinu 18. Jan. þar sem hann finnur uppbyggingu áburðarverksmiðju á Íslandi allt til foráttu vegna kolefnislosunar frá slíkri starfsemi. Honum finnst fara betur á að einhverjir aðrir framleiði áburð til nota hér á landi og flytji um langan veg með tilheyrandi sótspori. Mengunin á semsagt að vera einhvers staðar annarsstaðar. Nú er rétt að gera sér grein fyrir að áburður er víðast hvar í heiminum framleiddur með orkugjöfum sem ekki eru endurnýjanlegir. Við Íslendingar erum í einstæðri stöðu til að framleiða þessa vöru með lágmarkskolefnislosun. Sú staðreynd mun hafa áhrif á sölu afurða sem framleiddar eru á grunni áburðar sem framleiddur er á þennan einstaka hátt. Aukin framleiðsla landbúnaðarafurða á Íslandi til innanlandsneyslu og útflutnings er eitt stærsta hagsmunamál íslendinga og verðmætt framlag til þess að minnka kolefnislosun á heimsvísu. Ekki þarf að fjölyrða um kolefnisspor þess að fljúga hingað grænmeti frá S-Evrópu eða ávöxtum frá Perú svo dæmi séu tekin Með raunhæfri verðlagningu raforku til landbúnaðar má stórauka innlenda framleiðslu og úrval. Það er hægt að gera Ísland að mestu sjálfbært hvað grænmetisframleiðslu varðar. ,,Vilji er allt sem þarf.” (EB) Nú ber þess að geta að formaður NÍ er ekki einhver maður útí bæ heldur einstaklingur sem sótt hefur líklega allflestar ráðstefnur um loftslagsmál í heiminum í áratugi, allt frá Ríó til Bali til S-Afríku til Skotlands. Mér liggur forvitni á að vita hvort málflutningur formanns NÍ á ráðstefnum þessum hefur markast af skoðunum eins og þeim sem fram koma í viðtali dagsins. Hvort hann hafi þar haldið því á lofti að einhverjir aðrir en Íslendingar eigi að sitja uppi með mengun af framleiðslu gæða sem við síðan njótum. Ég viðurkenni að þarna finnst mér kveða við afskaplega eigingjarnan tón. Sá tónn hefur heyrst áður úr ranni þeirra sem segjast bera náttúruvernd fyrir brjósti. Skemmst er að minnast orða fyrrverandi þingmanns VG sem sagði í umræðum um uppbyggingu hágæðasorpbrennslu á Alþingi eitthvað á þá leið að nær væri fyrir Íslendinga að flytja út sorp til brennslu vegna mengunaráhrifa brennslunnar en að brenna það hér við bestu aðstæður auk þess að framleiða orku við brennsluna. Semsagt sagði VG þingmaðurinn að aðrir ættu að sitja uppi með áhrif af viljaleysi Íslendinga til að ganga almennilega frá sorpi í stað þess að urða um allar koppagrundir án þess að því er virðist að kanna langtímaáhrif urðunarinnar á loftslag og vatnsbúskap. Þesum fyrrverandi þingmanni fannst sjálfsagt að sigla sorpi milli landa með tilheyrandi kolefnisspori til að Íslendingar slyppu sjálfir við áhrif af neyslu sinni Þessi hugsunarháttur er á pari við að senda farsíma og jafnvel heilu skipin til niðurrifs við Indlandshaf. Ef mengun af okkar völdum sést ekki hér er hún ekki til. Ótrúlega skammsýnt og eigingjarnt sjónarmið. Sem betur fer eru á Íslandi stjórnmálamenn sem sjá heildarmynd hlutanna. Sem sjá hnattræn áhrif þess að framleiða ál á Íslandi svo dæmi sé tekið. Sem sjá möguleikana í hátæknisorpbrennslu, stórátaki í skógrækt til kolefnisjöfnunar. Sem sjá þá ótrúlegu möguleika sem búa í aukinni ylrækt s.s. að rækta hér vanillu undir gleri. Gramm af vanillu er um þessar mundir jafnverðmætt og gramm silfurs. Er ekki einnar messu virði að kanna jákvæð áhrif áburðarframleiðslu innanlands á alla slíka möguleika í stað þess að vilja kasta ábyrgð og mengunaráhrifum vegna framleiðslu gæða í okkar þágu í fang annarra? Ætli sé ekki full ástæða fyrir einstaklinga sem eiga líklega stærst einkakolefnisspor Íslendinga til að horfa út fyrir eigið nef og láta af nesjamennsku og einangrunarhyggju. Í leiðinni geta þeir sömu hugleitt að spara sér (kolefnis)sporin. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Orkumál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það sló mig að lesa viðtal við formann Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) í Fréttablaðinu 18. Jan. þar sem hann finnur uppbyggingu áburðarverksmiðju á Íslandi allt til foráttu vegna kolefnislosunar frá slíkri starfsemi. Honum finnst fara betur á að einhverjir aðrir framleiði áburð til nota hér á landi og flytji um langan veg með tilheyrandi sótspori. Mengunin á semsagt að vera einhvers staðar annarsstaðar. Nú er rétt að gera sér grein fyrir að áburður er víðast hvar í heiminum framleiddur með orkugjöfum sem ekki eru endurnýjanlegir. Við Íslendingar erum í einstæðri stöðu til að framleiða þessa vöru með lágmarkskolefnislosun. Sú staðreynd mun hafa áhrif á sölu afurða sem framleiddar eru á grunni áburðar sem framleiddur er á þennan einstaka hátt. Aukin framleiðsla landbúnaðarafurða á Íslandi til innanlandsneyslu og útflutnings er eitt stærsta hagsmunamál íslendinga og verðmætt framlag til þess að minnka kolefnislosun á heimsvísu. Ekki þarf að fjölyrða um kolefnisspor þess að fljúga hingað grænmeti frá S-Evrópu eða ávöxtum frá Perú svo dæmi séu tekin Með raunhæfri verðlagningu raforku til landbúnaðar má stórauka innlenda framleiðslu og úrval. Það er hægt að gera Ísland að mestu sjálfbært hvað grænmetisframleiðslu varðar. ,,Vilji er allt sem þarf.” (EB) Nú ber þess að geta að formaður NÍ er ekki einhver maður útí bæ heldur einstaklingur sem sótt hefur líklega allflestar ráðstefnur um loftslagsmál í heiminum í áratugi, allt frá Ríó til Bali til S-Afríku til Skotlands. Mér liggur forvitni á að vita hvort málflutningur formanns NÍ á ráðstefnum þessum hefur markast af skoðunum eins og þeim sem fram koma í viðtali dagsins. Hvort hann hafi þar haldið því á lofti að einhverjir aðrir en Íslendingar eigi að sitja uppi með mengun af framleiðslu gæða sem við síðan njótum. Ég viðurkenni að þarna finnst mér kveða við afskaplega eigingjarnan tón. Sá tónn hefur heyrst áður úr ranni þeirra sem segjast bera náttúruvernd fyrir brjósti. Skemmst er að minnast orða fyrrverandi þingmanns VG sem sagði í umræðum um uppbyggingu hágæðasorpbrennslu á Alþingi eitthvað á þá leið að nær væri fyrir Íslendinga að flytja út sorp til brennslu vegna mengunaráhrifa brennslunnar en að brenna það hér við bestu aðstæður auk þess að framleiða orku við brennsluna. Semsagt sagði VG þingmaðurinn að aðrir ættu að sitja uppi með áhrif af viljaleysi Íslendinga til að ganga almennilega frá sorpi í stað þess að urða um allar koppagrundir án þess að því er virðist að kanna langtímaáhrif urðunarinnar á loftslag og vatnsbúskap. Þesum fyrrverandi þingmanni fannst sjálfsagt að sigla sorpi milli landa með tilheyrandi kolefnisspori til að Íslendingar slyppu sjálfir við áhrif af neyslu sinni Þessi hugsunarháttur er á pari við að senda farsíma og jafnvel heilu skipin til niðurrifs við Indlandshaf. Ef mengun af okkar völdum sést ekki hér er hún ekki til. Ótrúlega skammsýnt og eigingjarnt sjónarmið. Sem betur fer eru á Íslandi stjórnmálamenn sem sjá heildarmynd hlutanna. Sem sjá hnattræn áhrif þess að framleiða ál á Íslandi svo dæmi sé tekið. Sem sjá möguleikana í hátæknisorpbrennslu, stórátaki í skógrækt til kolefnisjöfnunar. Sem sjá þá ótrúlegu möguleika sem búa í aukinni ylrækt s.s. að rækta hér vanillu undir gleri. Gramm af vanillu er um þessar mundir jafnverðmætt og gramm silfurs. Er ekki einnar messu virði að kanna jákvæð áhrif áburðarframleiðslu innanlands á alla slíka möguleika í stað þess að vilja kasta ábyrgð og mengunaráhrifum vegna framleiðslu gæða í okkar þágu í fang annarra? Ætli sé ekki full ástæða fyrir einstaklinga sem eiga líklega stærst einkakolefnisspor Íslendinga til að horfa út fyrir eigið nef og láta af nesjamennsku og einangrunarhyggju. Í leiðinni geta þeir sömu hugleitt að spara sér (kolefnis)sporin. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun