Sláandi niðurstöður þrátt fyrir sultarsöng atvinnurekanda Halldóra Sigr. Sveinsdóttir skrifar 20. janúar 2022 14:31 Niðurstaða nýrrar könnunar Rannsóknarstofu vinnumarkaðarins Vörðu eru sláandi varðandi versnandi kjör þeirra lægst launuðu sérstaklega einstæðra foreldra og innflytjenda. Allt að þriðjungur launafólks býr við slæma fjárhagsstöðu, tíundi hluti launafólks býr við skort á efnislegum gæðum og fjórir af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Einstæðir foreldrar eru í mjög slæmri stöðu eða sex af hverju tíu eiga erfitt með að ná endum saman. Álag hefur aukist vegna covid og andleg heilsa fer versnandi. Niðurstöður sem þessar eru sláandi en staðfesta stöðuna eins og stéttarfélögin skynja hana. Launafólk á lægstu laununum hefur ekki ofan í sig né á. Því miður eru það ekki ný tíðindi. Í kjarasamningunum 2015 var farið fram með sérstaka áherslu á hækkun lægstu launa sem skilaði góðum árangri og svo í framhaldi voru gerðir Lífskjarasamningar þar sem einnig var lögð áhersla á lægstu laun. Þrátt fyrir þetta er staðan sú eins og niðurstöður sýna þá er stór hópur sem nær ekki endum saman. Inn í þessum tölum er ekkert um stöðu aldraðra og öryrkja sem við vitum þó að oft á tíðum er mjög slæm. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni á Íslandi þegar kemur að upptakti fyrir kjarasamninga áróður Samtaka atvinnulífsins og annara samtaka sem stunda atvinnurekstur hvað launakostnaður á Íslandi er „svakalega hár“. Launakostnaður er að setja allt á hliðina að þeirra mati. Hvaða laun eru að setja allt á hliðina? Eru það laun þeirra sem ná ekki endum saman? Þegar samið er um kjarasamninga á almennum markaði eru það alltaf þeir sem lægstu launin hafa sem varða leiðina og áróðurinn beinist gegn þeim hópi sem eru á taxtalaunum og þau laun eru á engan hátt lífvænleg. Það er ekki hægt annað en að vísa því til föðurhúsanna að lægstu taxtalaun hafi hækkað allt of mikið. Þessi launakostnaður taxtalaunafólks á lægstu launum er ekki að sliga þjóðfélagið og er svona málflutningur ekki boðlegur. Hvernig ætla stjórnvöld að koma að málum í komandi kjarasamningum. Húsnæðismarkaðurinn er að sliga fólk, leiguverð á almennum markaði í hæstu hæðum. Hvað varð um kröfu verkalýðshreyfingarinnar um leigubremsu, hvað ætla stjórnvöld að gera í tilfærslukerfum til handa láglaunafólki. Þetta eru stóru spurningarnar inn í komandi kjarasaminga til þess að skapa jöfnuð á Íslandi. Þegar eru komnar hækkanir á vöru og þjónustu og jafnvel búið að boða fleiri hækkanir. Við búum í samfélagi þar sem er nóg til handa öllum ef rétt er haldið á málum. Hættum að kenna láglaunafólki um að launakostnaður sé að sliga allt því það er einfaldlega ekki rétt. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags og 3. varaforseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Niðurstaða nýrrar könnunar Rannsóknarstofu vinnumarkaðarins Vörðu eru sláandi varðandi versnandi kjör þeirra lægst launuðu sérstaklega einstæðra foreldra og innflytjenda. Allt að þriðjungur launafólks býr við slæma fjárhagsstöðu, tíundi hluti launafólks býr við skort á efnislegum gæðum og fjórir af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Einstæðir foreldrar eru í mjög slæmri stöðu eða sex af hverju tíu eiga erfitt með að ná endum saman. Álag hefur aukist vegna covid og andleg heilsa fer versnandi. Niðurstöður sem þessar eru sláandi en staðfesta stöðuna eins og stéttarfélögin skynja hana. Launafólk á lægstu laununum hefur ekki ofan í sig né á. Því miður eru það ekki ný tíðindi. Í kjarasamningunum 2015 var farið fram með sérstaka áherslu á hækkun lægstu launa sem skilaði góðum árangri og svo í framhaldi voru gerðir Lífskjarasamningar þar sem einnig var lögð áhersla á lægstu laun. Þrátt fyrir þetta er staðan sú eins og niðurstöður sýna þá er stór hópur sem nær ekki endum saman. Inn í þessum tölum er ekkert um stöðu aldraðra og öryrkja sem við vitum þó að oft á tíðum er mjög slæm. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni á Íslandi þegar kemur að upptakti fyrir kjarasamninga áróður Samtaka atvinnulífsins og annara samtaka sem stunda atvinnurekstur hvað launakostnaður á Íslandi er „svakalega hár“. Launakostnaður er að setja allt á hliðina að þeirra mati. Hvaða laun eru að setja allt á hliðina? Eru það laun þeirra sem ná ekki endum saman? Þegar samið er um kjarasamninga á almennum markaði eru það alltaf þeir sem lægstu launin hafa sem varða leiðina og áróðurinn beinist gegn þeim hópi sem eru á taxtalaunum og þau laun eru á engan hátt lífvænleg. Það er ekki hægt annað en að vísa því til föðurhúsanna að lægstu taxtalaun hafi hækkað allt of mikið. Þessi launakostnaður taxtalaunafólks á lægstu launum er ekki að sliga þjóðfélagið og er svona málflutningur ekki boðlegur. Hvernig ætla stjórnvöld að koma að málum í komandi kjarasamningum. Húsnæðismarkaðurinn er að sliga fólk, leiguverð á almennum markaði í hæstu hæðum. Hvað varð um kröfu verkalýðshreyfingarinnar um leigubremsu, hvað ætla stjórnvöld að gera í tilfærslukerfum til handa láglaunafólki. Þetta eru stóru spurningarnar inn í komandi kjarasaminga til þess að skapa jöfnuð á Íslandi. Þegar eru komnar hækkanir á vöru og þjónustu og jafnvel búið að boða fleiri hækkanir. Við búum í samfélagi þar sem er nóg til handa öllum ef rétt er haldið á málum. Hættum að kenna láglaunafólki um að launakostnaður sé að sliga allt því það er einfaldlega ekki rétt. Höfundur er formaður Bárunnar, stéttarfélags og 3. varaforseti ASÍ.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar