Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 12. janúar 2026 07:02 Ég hefði að óreyndu talið, eða að minnsta kosti vonað, að formaður utanríkismálanefndar Alþingis væri meðvitaður um þann grundvallarmun sem er á Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu (NATO) þegar kemur að ákvarðanatöku á vettvangi þeirra. Fyrir utan þá staðreynd að nær allir málaflokkar ríkja sambandsins eru undir þegar það er annars vegar á meðan NATO fjallar einungis um afmarkaðan málaflokk, öryggis- og varnarmál. Sú virðist hins vegar ekki vera raunin miðað við grein Pawels Bartoszek, formanns nefndarinnar og þingmanns Viðreisnar, sem birtist á Vísi á dögunum. Fram kemur þannig í grein Pawels að þau ríki, sem ekki teljist til stórvelda, geti „tryggt pólitískt, efnahagslegt og hernaðarlegt öryggi sitt með virkri þátttöku í bandalögum með öðrum þjóðum.“ Tvö mikilvægustu pólitísku bandalög vestrænna ríkja séu NATO og Evrópusambandið. Ísland eigi aðild að NATO en sé ekki í sambandinu. „Ísland starfar náið með Evrópusambandinu, bæði í gegnum EES-samninginn og með þátttöku í samstarfi um löggæslu og landamæri. Við erum hins vegar enn utan við það mikilvæga pólitíska bandalag sem sambandið sjálft er.“ Sé þannig ekki með sæti við borðið. Fimm prósent af einum alþingismanni Meginreglan hjá NATO er að allar ákvarðanir á vettvangi þess skuli teknar þannig að samstaða sé um þær. Aðildarríkin séu öll sátt við þær. Meginreglan hjá Evrópusambandinu er hins vegar ákvarðanataka þar sem vægi ríkja fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Jafnvel í þeim tilfellum þegar reynt er ná samstöðu standa einkum fámennari ríki frammi fyrir því að takist það ekki verði ákvörðun tekin með tilliti til íbúafjölda ríkja sambandsins þar sem fjölmennustu ríkin standa eðli málsins samkvæmt sterkast að vígi og hafa því bæði tögl og hagldir. Sem mjög oft hefur orðið raunin. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi okkar í ráðherraráði þess, valdamestu stofnun sambandsins, þannig allajafna um 0,08% eða sambærilegt við einungis 5% hlutdeild í einum þingmanni á Alþingi. Evrópusambandssinnar vilja þó frekar ræða um þing Evrópusambandsins í þeim efnum þar sem staðan þar yrði örlítið skárri enda ákveðið gólf í þeim efnum. Þannig var það líka áður í ráðherraráðinu. Í þinginu hefði Ísland sex þingmenn af vel yfir 700. Á við hálfan alþingismann. Vitaskuld ávísun á stórkostleg áhrif. Þetta yrði fyrst og fremst svokallað sæti við borðið. Lokaskrefið evrópskt sambandsríki Vitanlega er sjálfsagt og eðlilegt að eiga í samstarfi við aðrar þjóðir um sameiginleg hagsmunamál þar sem setið er við sama borð á jafnræðisgrunni og ekki gengið gróflega á fullveldi ríkja. Það á hins vegar ljóslega ekki við um Evrópusambandið enda komið langt út fyrir það að geta talizt milliríkjasamstarf með einhverjum eðlilegum formerkjum. Það þarf þó ekki að koma á óvart þar sem markmiðið með samrunaþróuninni innan sambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði að lokum evrópskt sambandsríki. Þannig hefur það þróast og komið langt á veg í þeim efnum. Fram kom í Schuman-yfirlýsingunni árið 1950, sem markar upphaf samrunaþróunarinnar, að fyrsta skrefið væri að setja kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki (e. federation of Europe). Leitun hefur verið að forystumönnum innan Evrópusambandsins sem ekki hafa stutt lokamarkmiðið samhliða því sem það hefur öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Síðasta ríkisstjórn Þýzkalands, sem innihélt meðal annars systurflokk Viðreisnar, var beinlínis með það í stjórnarsáttmála sínum að áfram yrði unnið að því að til yrði evrópskt sambandsríki. Kallaði eftir evrópsku heimsveldi Viðreisn er ljóslega ekki mótfallin þessari þróun í átt að sambandsríki. Síðasta haust var þannig til að mynda Guy Verhofstadt, forseti samtakanna European Movement International, heiðursgestur á landsþingi flokksins en hann er einhver þekktasti stuðningsmaður þess að til verði evrópskt sambandsríki. Verhofstadt lét þó ekki nægja að tala um sambandsríki í ræðu sinni á landsþinginu heldur sagði að sambandið þyrfti að verða að heimsveldi. Hlaut ræðan standandi lófaklapp. Hvað European Movement International varðar voru þau stofnuð um það markmið að til yrði sambandsríki. Fyrir tæpu ári ritaði Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins, bréf til Ursulu von der Leyen, forsætisráðherra sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, þess efnis að tímabært væri að sambandið yrði að stórveldi (e. superpower) en samtök systurflokka Viðreisnar í Evrópu, ALDE, eiga aðild að Renew. Sjálfur sótti Pawel þing ALDE í lok október þar sem yfirskriftin var „Gerum Evrópusambandið að stórveldi á heimsvísu“ (e. Making Europe a global superpower). Samvinna ríkja er eitt, samruni í átt að einu ríki allt annað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hefði að óreyndu talið, eða að minnsta kosti vonað, að formaður utanríkismálanefndar Alþingis væri meðvitaður um þann grundvallarmun sem er á Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu (NATO) þegar kemur að ákvarðanatöku á vettvangi þeirra. Fyrir utan þá staðreynd að nær allir málaflokkar ríkja sambandsins eru undir þegar það er annars vegar á meðan NATO fjallar einungis um afmarkaðan málaflokk, öryggis- og varnarmál. Sú virðist hins vegar ekki vera raunin miðað við grein Pawels Bartoszek, formanns nefndarinnar og þingmanns Viðreisnar, sem birtist á Vísi á dögunum. Fram kemur þannig í grein Pawels að þau ríki, sem ekki teljist til stórvelda, geti „tryggt pólitískt, efnahagslegt og hernaðarlegt öryggi sitt með virkri þátttöku í bandalögum með öðrum þjóðum.“ Tvö mikilvægustu pólitísku bandalög vestrænna ríkja séu NATO og Evrópusambandið. Ísland eigi aðild að NATO en sé ekki í sambandinu. „Ísland starfar náið með Evrópusambandinu, bæði í gegnum EES-samninginn og með þátttöku í samstarfi um löggæslu og landamæri. Við erum hins vegar enn utan við það mikilvæga pólitíska bandalag sem sambandið sjálft er.“ Sé þannig ekki með sæti við borðið. Fimm prósent af einum alþingismanni Meginreglan hjá NATO er að allar ákvarðanir á vettvangi þess skuli teknar þannig að samstaða sé um þær. Aðildarríkin séu öll sátt við þær. Meginreglan hjá Evrópusambandinu er hins vegar ákvarðanataka þar sem vægi ríkja fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Jafnvel í þeim tilfellum þegar reynt er ná samstöðu standa einkum fámennari ríki frammi fyrir því að takist það ekki verði ákvörðun tekin með tilliti til íbúafjölda ríkja sambandsins þar sem fjölmennustu ríkin standa eðli málsins samkvæmt sterkast að vígi og hafa því bæði tögl og hagldir. Sem mjög oft hefur orðið raunin. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi okkar í ráðherraráði þess, valdamestu stofnun sambandsins, þannig allajafna um 0,08% eða sambærilegt við einungis 5% hlutdeild í einum þingmanni á Alþingi. Evrópusambandssinnar vilja þó frekar ræða um þing Evrópusambandsins í þeim efnum þar sem staðan þar yrði örlítið skárri enda ákveðið gólf í þeim efnum. Þannig var það líka áður í ráðherraráðinu. Í þinginu hefði Ísland sex þingmenn af vel yfir 700. Á við hálfan alþingismann. Vitaskuld ávísun á stórkostleg áhrif. Þetta yrði fyrst og fremst svokallað sæti við borðið. Lokaskrefið evrópskt sambandsríki Vitanlega er sjálfsagt og eðlilegt að eiga í samstarfi við aðrar þjóðir um sameiginleg hagsmunamál þar sem setið er við sama borð á jafnræðisgrunni og ekki gengið gróflega á fullveldi ríkja. Það á hins vegar ljóslega ekki við um Evrópusambandið enda komið langt út fyrir það að geta talizt milliríkjasamstarf með einhverjum eðlilegum formerkjum. Það þarf þó ekki að koma á óvart þar sem markmiðið með samrunaþróuninni innan sambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði að lokum evrópskt sambandsríki. Þannig hefur það þróast og komið langt á veg í þeim efnum. Fram kom í Schuman-yfirlýsingunni árið 1950, sem markar upphaf samrunaþróunarinnar, að fyrsta skrefið væri að setja kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki (e. federation of Europe). Leitun hefur verið að forystumönnum innan Evrópusambandsins sem ekki hafa stutt lokamarkmiðið samhliða því sem það hefur öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Síðasta ríkisstjórn Þýzkalands, sem innihélt meðal annars systurflokk Viðreisnar, var beinlínis með það í stjórnarsáttmála sínum að áfram yrði unnið að því að til yrði evrópskt sambandsríki. Kallaði eftir evrópsku heimsveldi Viðreisn er ljóslega ekki mótfallin þessari þróun í átt að sambandsríki. Síðasta haust var þannig til að mynda Guy Verhofstadt, forseti samtakanna European Movement International, heiðursgestur á landsþingi flokksins en hann er einhver þekktasti stuðningsmaður þess að til verði evrópskt sambandsríki. Verhofstadt lét þó ekki nægja að tala um sambandsríki í ræðu sinni á landsþinginu heldur sagði að sambandið þyrfti að verða að heimsveldi. Hlaut ræðan standandi lófaklapp. Hvað European Movement International varðar voru þau stofnuð um það markmið að til yrði sambandsríki. Fyrir tæpu ári ritaði Valérie Haye, forseti Renew Europe, þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins, bréf til Ursulu von der Leyen, forsætisráðherra sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, þess efnis að tímabært væri að sambandið yrði að stórveldi (e. superpower) en samtök systurflokka Viðreisnar í Evrópu, ALDE, eiga aðild að Renew. Sjálfur sótti Pawel þing ALDE í lok október þar sem yfirskriftin var „Gerum Evrópusambandið að stórveldi á heimsvísu“ (e. Making Europe a global superpower). Samvinna ríkja er eitt, samruni í átt að einu ríki allt annað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar