Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2022 10:21 Foreldrar hafa úrslitavald um það hvort börn þeirra eru bólusett, þar til þau verða 16 ára. Vísir/Vilhelm Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. Þetta kemur fram í svari Salvarar Nordal, umboðsmanns barna, á Vísindavefnum, þar sem spurt er: Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga (og hugsanlega annarar heilbrigðisþjónustu) óháð vilja foreldra? Salvör segir börn hafa þennan rétt að því gefnu að þau séu orðin 16 ára gömul. Þrátt fyrir að foreldrar og/eða forráðamenn fari með forsjá barns til 18 ára aldurs verði börn hér á landi sjálfstæðir þjónustuþegar heilbrigðiskerfisins þegar þau verða 16 ára. Frá þeim tíma geta þau þegið bólusetningu og aðra heilbrigðisþjónustu óháð vilja eða samþykki foreldris. „Börn eiga rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, en í því felst meðal annars réttur til að fá aðgengi að bólusetningum sem koma í veg fyrir sjúkdóma og fylgikvilla þeirra. Þannig verður ákvörðun stjórnvalda um að bjóða upp á tilteknar bólusetningar að byggja á því mati að bólusetningin hverju sinni sé áhættuminni en sjúkdómurinn sem verið er að koma í veg fyrir. Þegar lagt er mat á ávinning og skaða við bólusetningar er ekki eingöngu metin áhrif á einstaklinga, heldur einnig áhrif á alla íbúa samfélagsins,“ segir í svari umboðsmanns. Salvör segir að í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sé lögð rík áhersla á stigvaxandi sjálfsákvörðunarrétt barna. Þetta þýði að þrátt fyrir að forsjáraðilar veiti samþykki fyrir meðferð barns undir 16 ára aldri eigi þeir, eftir því sem kostur er, að hafa barnið með í ráðum í samræmi við aldur þess og þroska. Þegar um er að ræða börn 12 ára og eldri eigi alltaf að ráðfæra sig við þau. Ef foreldrar neita að samþykkja nauðsynlega meðferð eigi læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður að snúa sér til barnaverndaryfirvalda, samanber ákvæði barnaverndarlaga. Salvör segir mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað til heilbrigðisstarfsfólk eftir ráðleggingum, án þess að fá samþykki hjá foreldrum. „Slíkur réttur er mikilvægur þáttur í friðhelgi einkalífs og er ekki síst mikilvægur fyrir börn á unglingsaldri, en möguleikar til trúnaðarsamskipta eru eðli málsins samkvæmt háð aldri og þroska barnsins,“ segir hún. „Mikilvægt er þó að gera greinarmun á ráðgjöf og upplýsingum annars vegar og veitingu heilbrigðisþjónustu hins vegar, þar sem foreldrar sem fara með forsjá barns yngri en 16 ára, verða eins og áður sagði að veita samþykki sitt ef fagfólk telur þörf á einhvers konar meðferð.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Salvarar Nordal, umboðsmanns barna, á Vísindavefnum, þar sem spurt er: Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga (og hugsanlega annarar heilbrigðisþjónustu) óháð vilja foreldra? Salvör segir börn hafa þennan rétt að því gefnu að þau séu orðin 16 ára gömul. Þrátt fyrir að foreldrar og/eða forráðamenn fari með forsjá barns til 18 ára aldurs verði börn hér á landi sjálfstæðir þjónustuþegar heilbrigðiskerfisins þegar þau verða 16 ára. Frá þeim tíma geta þau þegið bólusetningu og aðra heilbrigðisþjónustu óháð vilja eða samþykki foreldris. „Börn eiga rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, en í því felst meðal annars réttur til að fá aðgengi að bólusetningum sem koma í veg fyrir sjúkdóma og fylgikvilla þeirra. Þannig verður ákvörðun stjórnvalda um að bjóða upp á tilteknar bólusetningar að byggja á því mati að bólusetningin hverju sinni sé áhættuminni en sjúkdómurinn sem verið er að koma í veg fyrir. Þegar lagt er mat á ávinning og skaða við bólusetningar er ekki eingöngu metin áhrif á einstaklinga, heldur einnig áhrif á alla íbúa samfélagsins,“ segir í svari umboðsmanns. Salvör segir að í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sé lögð rík áhersla á stigvaxandi sjálfsákvörðunarrétt barna. Þetta þýði að þrátt fyrir að forsjáraðilar veiti samþykki fyrir meðferð barns undir 16 ára aldri eigi þeir, eftir því sem kostur er, að hafa barnið með í ráðum í samræmi við aldur þess og þroska. Þegar um er að ræða börn 12 ára og eldri eigi alltaf að ráðfæra sig við þau. Ef foreldrar neita að samþykkja nauðsynlega meðferð eigi læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður að snúa sér til barnaverndaryfirvalda, samanber ákvæði barnaverndarlaga. Salvör segir mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað til heilbrigðisstarfsfólk eftir ráðleggingum, án þess að fá samþykki hjá foreldrum. „Slíkur réttur er mikilvægur þáttur í friðhelgi einkalífs og er ekki síst mikilvægur fyrir börn á unglingsaldri, en möguleikar til trúnaðarsamskipta eru eðli málsins samkvæmt háð aldri og þroska barnsins,“ segir hún. „Mikilvægt er þó að gera greinarmun á ráðgjöf og upplýsingum annars vegar og veitingu heilbrigðisþjónustu hins vegar, þar sem foreldrar sem fara með forsjá barns yngri en 16 ára, verða eins og áður sagði að veita samþykki sitt ef fagfólk telur þörf á einhvers konar meðferð.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira