Heimsleikarnir 2022 í hættu hjá Söru: Síðustu 72 tímar brjálæðislega stressandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2022 08:31 Sara Sigmundsdóttir á meðferðaborðinu hjá sjúkraþjálfara. Hún þarf nú aftur að glíma við hnémeiðsli. Youtube/WIT Meiðsladraugurinn heldur áfram að elta eina allra bestu CrossFit konu Íslands og nú er næsta heimsleika tímabil í hættu. Sara Sigmundsdóttir þurfti að hætta keppni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami um helgina vegna meiðsla á hné. Hún hefur nú staðfest meiðslin sem margir óttuðust um að væri ástæðan fyrir því að hún hélt ekki áfram eftir þriðju greinina. Sara meiddi sig á hné og þurfti að fara í myndatöku í Flórída. Hún var að keppa á sínu öðru stóru móti á innan við mánuði eftir að hafa komið til baka átta mánuðum eftir krossbandsaðferð. Það er að heyra á færslu Söru að hún óttaðist hið versta en það lítur út fyrir að hún eigi enn möguleika á að taka þátt þegar The Open byrjar undir lok næsta mánaðar. „Ég fékk stóran skrekk á Wodapalooza á föstudaginn og af þeim sökum hafa síðustu 72 tímar verið brjálæðislega stressandi,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég þurfti að komast í myndatöku á hnénu og ég þurfti líka á hjálpa að halda frá stórkostlegu fólki á mörgum stöðum í heiminum til að skoða myndirnar og dæma um það í hvaða stöðu ég væri,“ skrifaði Sara. „Til allrar hamingju þá á enn smá möguleika á því að vera með á CrossFit tímabilinu 2022. Ég mun gera allt sem sem ég get til að svo verði,“ skrifaði Sara. Fyrsti hluti undankeppni heimsleikanna í CrossFit hefst 24. febrúar næstkomandi eða eftir aðeins 36 daga. Það mun reyna mikið á Söru á þessum rúma mánuði að ná sér góðri að meiðslunum en um leið halda sér í nógu góðu formi til að tryggja sér farseðil í næstu umferð undankeppninnar. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðningin og vinaleg skilaboð. Ég vil líka þakka Dani Speegle sérstaklega fyrir að koma til mín eftir greinina og segja mér að halda höfðinu hátt,“ skrifaði Sara. Dani Speegle endaði í fimmta sætinu á mótinu en var bara tíu stigum frá verðlaunapallinum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir þurfti að hætta keppni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami um helgina vegna meiðsla á hné. Hún hefur nú staðfest meiðslin sem margir óttuðust um að væri ástæðan fyrir því að hún hélt ekki áfram eftir þriðju greinina. Sara meiddi sig á hné og þurfti að fara í myndatöku í Flórída. Hún var að keppa á sínu öðru stóru móti á innan við mánuði eftir að hafa komið til baka átta mánuðum eftir krossbandsaðferð. Það er að heyra á færslu Söru að hún óttaðist hið versta en það lítur út fyrir að hún eigi enn möguleika á að taka þátt þegar The Open byrjar undir lok næsta mánaðar. „Ég fékk stóran skrekk á Wodapalooza á föstudaginn og af þeim sökum hafa síðustu 72 tímar verið brjálæðislega stressandi,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég þurfti að komast í myndatöku á hnénu og ég þurfti líka á hjálpa að halda frá stórkostlegu fólki á mörgum stöðum í heiminum til að skoða myndirnar og dæma um það í hvaða stöðu ég væri,“ skrifaði Sara. „Til allrar hamingju þá á enn smá möguleika á því að vera með á CrossFit tímabilinu 2022. Ég mun gera allt sem sem ég get til að svo verði,“ skrifaði Sara. Fyrsti hluti undankeppni heimsleikanna í CrossFit hefst 24. febrúar næstkomandi eða eftir aðeins 36 daga. Það mun reyna mikið á Söru á þessum rúma mánuði að ná sér góðri að meiðslunum en um leið halda sér í nógu góðu formi til að tryggja sér farseðil í næstu umferð undankeppninnar. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðningin og vinaleg skilaboð. Ég vil líka þakka Dani Speegle sérstaklega fyrir að koma til mín eftir greinina og segja mér að halda höfðinu hátt,“ skrifaði Sara. Dani Speegle endaði í fimmta sætinu á mótinu en var bara tíu stigum frá verðlaunapallinum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira