Fjórir kiðlingar fæddir: Fyrstu vorboðarnir í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. janúar 2022 21:00 Stefanía Sigurðardóttir með Jólastjörnu, sem fæddist á annan í jólum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrstu vorboðarnir hafa nú litið dagsins ljós á sveitabæ á Suðurlandi því fjórir kiðlingar voru að koma í heiminn þar við mikla ánægju heimilisfólksins. Kiðlingarnir fæddust á bænum Vorsabæ II í Skeiða og Gnúpverjahreppi hjá Stefaníu Sigurðardóttur og fjölskyldu. Á bænum eru 15 geitur. Nýbornu geiturnar fá að vera í hestastíunum þar sem vel um þær með kiðin sín. „Þetta er hún Jólastjarna, hún fæddist að morgni annars á jólum alveg óvænt. Það bættist í jólaskapið hjá okkur að fá þennan glaðning. Svona óvæntan glaðning,“ segir Stefanía. Svo er eitthvað meira búið að gerast? „Já heldur betur, það var núna í gær að það bætast við einn kiðlingur og í morgun tveir í viðbót, þannig að það eru fjórar bornar.“ Kiðin eru fljót að komast á spena hjá mæðrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefanía segir fátt yndislegra en að vera með geitur og svo þegar kiðin fæðist, það sé toppurinn. Og gaman í öllu þessu Covid fári að fá kið? „Já, já, ég gæti jafnvel trúað að lyktin frá þeim haldi frá veirunni, hún er svo holl að gott að anda henni að sér, þannig allir ættu að fá sér geitur“, segir Stefanía og hlær. Stefanía segir kiðlingana skemmtilega vorboða. „Já, það er ekki einu sinni komin þorri og hvað þá góa, það eru bara vetrarharðindi, vindurinn blæs úti og snjór. Þá er gott að hafa eitthvað glaðlegt og ljúft hérna inni í gripahúsunum,“ segir Stefanía geitabóndi með meiru. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Kiðlingarnir fæddust á bænum Vorsabæ II í Skeiða og Gnúpverjahreppi hjá Stefaníu Sigurðardóttur og fjölskyldu. Á bænum eru 15 geitur. Nýbornu geiturnar fá að vera í hestastíunum þar sem vel um þær með kiðin sín. „Þetta er hún Jólastjarna, hún fæddist að morgni annars á jólum alveg óvænt. Það bættist í jólaskapið hjá okkur að fá þennan glaðning. Svona óvæntan glaðning,“ segir Stefanía. Svo er eitthvað meira búið að gerast? „Já heldur betur, það var núna í gær að það bætast við einn kiðlingur og í morgun tveir í viðbót, þannig að það eru fjórar bornar.“ Kiðin eru fljót að komast á spena hjá mæðrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefanía segir fátt yndislegra en að vera með geitur og svo þegar kiðin fæðist, það sé toppurinn. Og gaman í öllu þessu Covid fári að fá kið? „Já, já, ég gæti jafnvel trúað að lyktin frá þeim haldi frá veirunni, hún er svo holl að gott að anda henni að sér, þannig allir ættu að fá sér geitur“, segir Stefanía og hlær. Stefanía segir kiðlingana skemmtilega vorboða. „Já, það er ekki einu sinni komin þorri og hvað þá góa, það eru bara vetrarharðindi, vindurinn blæs úti og snjór. Þá er gott að hafa eitthvað glaðlegt og ljúft hérna inni í gripahúsunum,“ segir Stefanía geitabóndi með meiru.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira