Lögreglan á Suðurnesjum lokar Facebook-síðu sinni Eiður Þór Árnason skrifar 11. janúar 2022 15:14 Lögreglan á Suðurnesjum vonar að breytingin muni ekki hafa neikvæð áhrif á samskipti borgaranna við embættið. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum er hætt á Facebook og hyggst loka síðu sinni eftir um sólarhring. Frá þessu greinir lögregluembættið í færslu á miðlinum sem er sögð verða sú síðasta. „Persónuvernd hefur gert athugasemdir við notkun lögreglu hér á landi á samfélagsmiðlinum Facebook og þá sérstaklega í tengslum við móttöku upplýsinga í gegnum miðilinn. Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og loka síðunni.“ Rúmlega nítján þúsund manns fylgjast með síðu lögregluembættisins á Facebook þar sem það hefur birt hinar ýmsu tilkynningar og tilmæli til almennings síðustu tíu ár. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í stuttu samtali við fréttastofu að þessi ákvörðun hafi verið tekin núna en svo verði að koma í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér. Hlutirnir verði nú hugsaðir með öðrum hætti og vonir standi til þess að breytingin hafi ekki áhrif á samskipti embættisins við borgarana. Facebook-notkun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ekki í samræmi við lög Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum, þar sem óskað var eftir upplýsingum og ábendingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á Facebook, vegna atvika sem kunnu að varða við lög og/eða vörðuðu tiltekna einstaklinga sem birt var mynd af, hafi ekki samrýmst lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Í ákvörðun sinni benti stofnunin meðal annars á að samskipti sem fara fram í gegnum Facebook séu þar varðveitt án þess að notendum sé mögulegt, í það minnsta án sérstakra samninga við Facebook, að eyða með fullnægjandi hætti þeim upplýsingum sem þar koma fram. „Því er ekki hægt að jafna samskiptum sem fara fram í gegnum Facebook við samskipti í gegnum hefðbundin fjarskiptatæki, eigin vefgátt, smáforrit eða tölvupóst.“ Persónuvernd benti jafnframt á að Facebook safni þeim upplýsingum sem miðlað sé í gegnum síðuna og deili persónuupplýsingum með þriðju aðilum við vissar aðstæður. Minna á netfangið og vef Neyðarlínunnar Fram kemur í Facebook-færslu lögreglustjórans á Suðurnesjum að persónuvernd sé embættinu kappsmál og þar lögð áhersla á að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Þá segir embættið að lögum samkvæmt beri því að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga sé með þeim hætti að viðeigandi öryggi upplýsinganna sé tryggt. Að lokum er fólki bent á að upplýsingar og tilkynningar til almennings verði áfram birtar á heimasíðu lögreglunnar og í fjölmiðlum eftir því sem við á. Þá geti fólk sent ábendingar á netfangið sudurnes@logreglan.is og í gegnum vefinn 112.is þar sem brugðist sé við erindum um leið og þau berast. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglan Reykjanesbær Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Sjá meira
„Persónuvernd hefur gert athugasemdir við notkun lögreglu hér á landi á samfélagsmiðlinum Facebook og þá sérstaklega í tengslum við móttöku upplýsinga í gegnum miðilinn. Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og loka síðunni.“ Rúmlega nítján þúsund manns fylgjast með síðu lögregluembættisins á Facebook þar sem það hefur birt hinar ýmsu tilkynningar og tilmæli til almennings síðustu tíu ár. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í stuttu samtali við fréttastofu að þessi ákvörðun hafi verið tekin núna en svo verði að koma í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér. Hlutirnir verði nú hugsaðir með öðrum hætti og vonir standi til þess að breytingin hafi ekki áhrif á samskipti embættisins við borgarana. Facebook-notkun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ekki í samræmi við lög Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að vinnsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á persónuupplýsingum, þar sem óskað var eftir upplýsingum og ábendingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á Facebook, vegna atvika sem kunnu að varða við lög og/eða vörðuðu tiltekna einstaklinga sem birt var mynd af, hafi ekki samrýmst lögum um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Í ákvörðun sinni benti stofnunin meðal annars á að samskipti sem fara fram í gegnum Facebook séu þar varðveitt án þess að notendum sé mögulegt, í það minnsta án sérstakra samninga við Facebook, að eyða með fullnægjandi hætti þeim upplýsingum sem þar koma fram. „Því er ekki hægt að jafna samskiptum sem fara fram í gegnum Facebook við samskipti í gegnum hefðbundin fjarskiptatæki, eigin vefgátt, smáforrit eða tölvupóst.“ Persónuvernd benti jafnframt á að Facebook safni þeim upplýsingum sem miðlað sé í gegnum síðuna og deili persónuupplýsingum með þriðju aðilum við vissar aðstæður. Minna á netfangið og vef Neyðarlínunnar Fram kemur í Facebook-færslu lögreglustjórans á Suðurnesjum að persónuvernd sé embættinu kappsmál og þar lögð áhersla á að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Þá segir embættið að lögum samkvæmt beri því að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga sé með þeim hætti að viðeigandi öryggi upplýsinganna sé tryggt. Að lokum er fólki bent á að upplýsingar og tilkynningar til almennings verði áfram birtar á heimasíðu lögreglunnar og í fjölmiðlum eftir því sem við á. Þá geti fólk sent ábendingar á netfangið sudurnes@logreglan.is og í gegnum vefinn 112.is þar sem brugðist sé við erindum um leið og þau berast. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan Reykjanesbær Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Sjá meira