Matvælastofnun rannsakar dularfullan hósta meðal hunda á höfuðborgarsvæðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2022 09:50 Hingað til hafa öll sýni sem prófuð hafa verið fyrir Covid-19 reynst neikvæð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun hefur sett af stað rannsókn í samvinnu við Tilraunastöð Háskólans á Keldum til að reyna að komast til botns í því hvað veldur hósta hjá hundum sem hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Í tilkynningu á vef MAST segir að smitandi öndunarfærasýking sé þekkt hjá hundum og kallist í daglegu tali „hótelhósti“ (e. kennel cough). Í raun sé um að ræða lýsingu á sjúkdómseinkennum í efri öndunarvegi og orsakirnar geti verið margvíslegar; bæði veirur og bakteríur. Einkennin séu hósti, útferð úr nefi og augum og í sumum tilvikum slappleiki og lystarleysi. „Einkennunum getur svipað til þess að aðskotahlutur, t.d. flís eða strá hafi fests í hálsi hundsins,“ segir í tilkynningunni. „Öndunarfærasýkingar eru oft bráðsmitandi af því að smit getur borist með loftögnum við hósta og hnerra. Þarf því ekki beina snertingu, en auðvitað getur smit líka verið í munnvatni og útferð úr nefi og augum.“ Rétt er að leita til læknis ef hundar verða mjög slappir eða fá hækkaðan hita. Margir hundar eru bólusettir en dýralæknar hafa greint frá því að bæði bólusettir og óbólusettir virðist smitast af þeirri sýkingu sem nú er í gangi. Nú þegar hafi nokkrir dýralæknar látið kanna hvort um sé að ræða Covid-19 en öll sýnin hafi reynst neikvæð. Í rannsókn MAST og Tilraunastöðvarinnar verði meðal annars kannað hvort um geti veirð að ræða þekktar bakteríur, meðal annars bakteríu sem olli hósta og veikindum hjá hrossum fyrir nokkrum árum. „Til að minnka líkur á smiti í fríska hunda er rétt að gæta smitvarna, sérstaklega forðast nálægð við hunda með einkenni og síður að vera með hunda þar sem margir aðrir hundar koma saman, eins og t.d. á vinsælum hundaviðrunarsvæðum,“ segir á vef MAST, þar sem finna má ítarlegar upplýsingar um málið. Hundar Dýr Gæludýr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýraheilbrigði Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Í tilkynningu á vef MAST segir að smitandi öndunarfærasýking sé þekkt hjá hundum og kallist í daglegu tali „hótelhósti“ (e. kennel cough). Í raun sé um að ræða lýsingu á sjúkdómseinkennum í efri öndunarvegi og orsakirnar geti verið margvíslegar; bæði veirur og bakteríur. Einkennin séu hósti, útferð úr nefi og augum og í sumum tilvikum slappleiki og lystarleysi. „Einkennunum getur svipað til þess að aðskotahlutur, t.d. flís eða strá hafi fests í hálsi hundsins,“ segir í tilkynningunni. „Öndunarfærasýkingar eru oft bráðsmitandi af því að smit getur borist með loftögnum við hósta og hnerra. Þarf því ekki beina snertingu, en auðvitað getur smit líka verið í munnvatni og útferð úr nefi og augum.“ Rétt er að leita til læknis ef hundar verða mjög slappir eða fá hækkaðan hita. Margir hundar eru bólusettir en dýralæknar hafa greint frá því að bæði bólusettir og óbólusettir virðist smitast af þeirri sýkingu sem nú er í gangi. Nú þegar hafi nokkrir dýralæknar látið kanna hvort um sé að ræða Covid-19 en öll sýnin hafi reynst neikvæð. Í rannsókn MAST og Tilraunastöðvarinnar verði meðal annars kannað hvort um geti veirð að ræða þekktar bakteríur, meðal annars bakteríu sem olli hósta og veikindum hjá hrossum fyrir nokkrum árum. „Til að minnka líkur á smiti í fríska hunda er rétt að gæta smitvarna, sérstaklega forðast nálægð við hunda með einkenni og síður að vera með hunda þar sem margir aðrir hundar koma saman, eins og t.d. á vinsælum hundaviðrunarsvæðum,“ segir á vef MAST, þar sem finna má ítarlegar upplýsingar um málið.
Hundar Dýr Gæludýr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýraheilbrigði Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira